Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Hjalti »

Mig langar svolítið til þess að prufa að búa til Hvítvín en vandinn er sá að ég og sérstaklega konan mín höfum frekar ákveðin smekk.

Okkur fynnst báðum sæt vín alveg hræðileg upp til hópa (sérstaklega Riesling) og svo erum við ekki mjög mikið fyrir svona ávaxtarík vín.

Er einhver sem veit um góð víngerðarefni í t.d. Ámunni eða í Vínkjallaranum?

Ég vil mikið frekar prufa þessi "kit" sem taka lengri tíma en þessi sem taka stuttan tíma.

En mig vantar smá ráðleggingar.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Eyvindur »

Þar sem ég er með öfugan smekk við ykkur, finnst sætari og ávaxtaríkari vín betri en þurr, get ég ekki hjálpað þér með val á þrúgu. Hins vegar er það nú oftast þannig að maður þarf að sæta vínin sérstaklega ef maður vill hafa þau sæt. FG fer yfirleitt alltaf undir 1.000, oftast nær í 0.995 eða svo, sem er alltaf mjög þurrt. Þá þarf maður ýmist að bæta auka sykri eða auka þrúgu út í eftir að gerstopp hefur verið sett til að sæta vínið (eða þetta er mín takmarkaða reynsla, sjáðu). Ég er að gera Riesling vín núna, og það fylgdi auka þrúgupoki (lítill) með til að sæta vínið, ef maður vill.

Hvað varðar val á kitti myndi ég bara kaupa það dýrasta. Það er þannig með víngerðarsett að maður fær það sem maður borgar fyrir. Ég gerði rauðvín fyrir brúðkaupið mitt úr rándýrum settum úr ámunni, og það var dýrðlegt. Legacy settin (og hitt merkið, man ekki) held ég að séu öll mjög góð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Eyvindur »

Mundi allt í einu eftir einu sem mætti bæta við þetta, varðandi tíma. Þú þarft ekkert endilega að fara eftir tímasetningunum sem eru í leiðbeiningunum. Í grunninn eru þetta allt sömu efnin, bara í misháum gæðaflokki. Þú getur alltaf lengt gerjunina ef þú vilt leyfa víninu að þroskast í kúti. Ég hef gert það við öll þrjú vínin sem ég hef bruggað. Bara taka það fram. Þótt það standi í leiðbeiningum að vín eigi að taka 3 vikur geturðu alveg tekið þér tvo mánuði í það ef þú vilt. Ég held að aðalmálið í þessu, eins og í bjórnum, sé að kaupa ekki eitthvað sem krefst þess að sykri sé bætt út í...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by creative »

Hjalti wrote:Mig langar svolítið til þess að prufa að búa til Hvítvín en vandinn er sá að ég og sérstaklega konan mín höfum frekar ákveðin smekk.

Okkur fynnst báðum sæt vín alveg hræðileg upp til hópa (sérstaklega Riesling) og svo erum við ekki mjög mikið fyrir svona ávaxtarík vín.

Er einhver sem veit um góð víngerðarefni í t.d. Ámunni eða í Vínkjallaranum?

Ég vil mikið frekar prufa þessi "kit" sem taka lengri tíma en þessi sem taka stuttan tíma.

En mig vantar smá ráðleggingar.

ég mæli með ódyrasta víninu í ámuni ég er búin að gera tvær laganir báðar heppnast frábærlega og ég er með akkurat sama smekk á vínum og þú
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by arnarb »

Við hjónin höfum verið að leggja í bæði rauðvín og hvítvín. Í fyrstu keyptum við kittin í Ámunni og keyptum eingöngu "dýrari" kittin, þar sem við vildum fá eitthvað sem væri gott. Þessi vín hafa verið alveg prýðileg.

Síðustu lagnir höfum við prófað kittin frá Vínkjallaranum. Besta hvítvínið sem við höfum fundið er Gewurztraminer þrúgan, en ég man ekki merkið á framleiðandanum. Þetta er ekki sætt hvítvín, enda erum við hjónin frekar fyrir þurr hvítvín. Höfum lagt tvær lagnir og báðar heppnast mjög vel. Mæli eindregið með að prófa hana.

Við höfum ekki prófað 7 daga vín, sem ég tel að hljóti að verða mun lakara vín. Við fylgjum leiðbeiningum ekki til hins ítrasta, þe hversu marga daga það er látið liggja og stundum höfum við látið vínið standa í 1-2 mánuði áður en það er sett á flöskur. Eina sem þú þarft að passa er að fylgja aðgerðaröðinni og hrista súrefnið úr kútnum.

Við erum ekki með glerkúta en eigum plastkúta sem við notum eftir gerjun. Mér finnst vínið betra eftir að við byrjuðum á því, sérstaklega hvítvínið þannig að ef þú átt slíka endilega notaðu þá. Það verður minna súrefni í kútnum en 30L gerjunarfötu. Glerkútur er að sjálfsögðu betra en plastkútur með þetta að gera þar sem plastið hleypur alltaf einhverju súrefni inn í sig.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by kristfin »

arnarb wrote:Við hjónin höfum verið að leggja í bæði rauðvín og hvítvín. Í fyrstu keyptum við kittin í Ámunni og keyptum eingöngu "dýrari" kittin, þar sem við vildum fá eitthvað sem væri gott. Þessi vín hafa verið alveg prýðileg.

Síðustu lagnir höfum við prófað kittin frá Vínkjallaranum. Besta hvítvínið sem við höfum fundið er Gewurztraminer þrúgan, en ég man ekki merkið á framleiðandanum. Þetta er ekki sætt hvítvín, enda erum við hjónin frekar fyrir þurr hvítvín. Höfum lagt tvær lagnir og báðar heppnast mjög vel. Mæli eindregið með að prófa hana.

Við höfum ekki prófað 7 daga vín, sem ég tel að hljóti að verða mun lakara vín. Við fylgjum leiðbeiningum ekki til hins ítrasta, þe hversu marga daga það er látið liggja og stundum höfum við látið vínið standa í 1-2 mánuði áður en það er sett á flöskur. Eina sem þú þarft að passa er að fylgja aðgerðaröðinni og hrista súrefnið úr kútnum.

Við erum ekki með glerkúta en eigum plastkúta sem við notum eftir gerjun. Mér finnst vínið betra eftir að við byrjuðum á því, sérstaklega hvítvínið þannig að ef þú átt slíka endilega notaðu þá. Það verður minna súrefni í kútnum en 30L gerjunarfötu. Glerkútur er að sjálfsögðu betra en plastkútur með þetta að gera þar sem plastið hleypur alltaf einhverju súrefni inn í sig.
er það novum 3ja vikna vín?

hvað kostar það?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by arnarb »

Nei, þetta eru 6 vikna vín (42 dagar). Man ekki frá hvaða framleiðanda.

Verðið var rúmar 10þús minnir mig - fékk þetta á einhverjum afslætti.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Andri »

Ég bruggaði Johannesberg Riesling hvítvín fyrir einhverjum mánuðum, það heppnaðist mjög vel og er mjög gott.. setti sætuefni út í helminginn.
Það var á um 15 kallinn þá en ég giska á að það var um 17 lítra pakkning, því minna "concentration" því betra held ég..
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Bjori »

Ég hef keipt ódýrasta 7 daga vínið hjá ámunni, og það hefur heppnast ljómandi vel.. ég sæta það eftir á með venjulegum sykri og tek allataf meiri tíma í það en 7 daga.... það verður frekar þurrt ef þú lætur það bara gerjast alla leið ( ekki stoppa gerjun á þeim tíma sem leiðbeiningarnar segja til um )...

Svo er það bara að geyma þetta nógu lengi , ég lagði í "jólavínið " í Ágúst og það er alveg ljómandi núna...

En þetta er bara mín reynsla...
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by bjarkith »

Ég hef einu sinni bruggað hvítvín úr Gewurstaminer þrúgu úr einhvejru kanadísku kitti frá Ámunni, persónulega þá var ég ekki hrifinn af víninu, var eithvað bragð þar sem truflaði mig, en það var hvorki sætt né þurrt svona off-dry. En þó ég hafi ekki veirð hrifinn þá drukku mamma og pabbi bara upp lögunina og voru ánægð. Mæli með að tala bara við starfsmennina í ámunni, þó þeir hafi ekki mikið vit á bjórgerð þá hafa þeir ekki brugðist mér varðandi vín.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Hjálp varðandi val á víngerðarefni

Post by Maddi »

Andri wrote:Ég bruggaði Johannesberg Riesling hvítvín fyrir einhverjum mánuðum, það heppnaðist mjög vel og er mjög gott.. setti sætuefni út í helminginn.
Það var á um 15 kallinn þá en ég giska á að það var um 17 lítra pakkning, því minna "concentration" því betra held ég..
Var þetta vín frá california connoisseur?
Ég er með svona Johannisberg Riesling frá þeim en það fylgdi ekkert sætuefni.
Leiðbeiningarnar segja manni að stoppa gerjunina í 996, er það ekki of þurrt þegar um er að ræða Riesling vín? Ætti maður að stoppa þetta eitthvað fyrr?
Post Reply