Page 1 of 2
Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 09:16
by halldor
Kæru gerlar
Í dag verður fyrsti mánudagsfundur ársins. Fyrir hönd stjórnarinnar biðst ég afsökunnar á því hversu seint þessi auglýsing er sett inn.
Fundurinn verður að vanda haldinn á KEX Hostel, Skúlagötu 28, kl. 20:30.
Fundarefni:
Janúarheimsókn í Borg Brugghús 19. janúar
Jólabjórar
Bjórgerðarkeppnin í apríl
Smakka og gefa smakk
Öllum er frjálst að mæta en endilega látið vita svo við höfum hugmynd um hvaða pláss við þurfum

Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 10:52
by halldor
Ég mæti og kem með Reyktan Imperial Stout úr smiðju Plimmó.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 11:13
by helgibelgi
Ég reyni að mæta
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 11:48
by halldor
helgibelgi wrote:Ég reyni að mæta
Já sæll... þú ert sem sagt á landinu :O
Ertu ekki með eitthvað spennandi smakk?
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 12:24
by Elvarth
Ég mæti með einhverja bjóra
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 12:32
by AndriTK
ég stefni á að mæta
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 13:07
by æpíei
Ég ætla að mæta. Fyrsta skipti þar sem ég er nýgenginn í félagið. Er þetta í aðal salnum eða einhverjum hliðarsal?
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 13:14
by helgibelgi
halldor wrote:helgibelgi wrote:Ég reyni að mæta
Já sæll... þú ert sem sagt á landinu :O
Ertu ekki með eitthvað spennandi smakk?
Því miður þá klúðraðist að koma einhverju framandi og seiðandi hingað að utan, töskurnar okkar voru allar á mörkunum að vera of þungar fyrir. Ég kenni SWMBO um þetta, hún stundaði jólaútsölurnar í Gautaborg grimmt!
En í fríhöfninni nældi ég mér í nokkra Snorra ef einhver hefur áhuga á honum...
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 13:24
by halldor
æpíei wrote:Ég ætla að mæta. Fyrsta skipti þar sem ég er nýgenginn í félagið. Er þetta í aðal salnum eða einhverjum hliðarsal?
Við verðum í litla herberginu sem er hægra megin við stóra salinn (Gym-ið).
Spurðu bara einhvern á barnum ef þú finnur okkur ekki. Annars er ég duglegur við að rölta fram og sækja týnda sauði

PS. Velkominn í félagið, hlakka til að sjá ný(tt) andlit.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 13:25
by halldor
helgibelgi wrote:halldor wrote:helgibelgi wrote:Ég reyni að mæta
Já sæll... þú ert sem sagt á landinu :O
Ertu ekki með eitthvað spennandi smakk?
Því miður þá klúðraðist að koma einhverju framandi og seiðandi hingað að utan, töskurnar okkar voru allar á mörkunum að vera of þungar fyrir. Ég kenni SWMBO um þetta, hún stundaði jólaútsölurnar í Gautaborg grimmt!
En í fríhöfninni nældi ég mér í nokkra Snorra ef einhver hefur áhuga á honum...
Í sjálfu sér er nóg að fá þig. Þú ræður þessu með Snorra að sjálfsögðu sjálfur

Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 13:29
by Classic
Ætli maður reyni ekki að kíkja... Jafnvel spurning hvort ekki leynist eitthvað gamalt og gott í ostahellinum hjá mér...
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 14:45
by bjarkith
Ég ætla að mæta, en ég er krúnk á bjór eftir prófa og jóaltörnina, hef þurft að styðjast við ríkið seinastliðinn mánuð, búið að vera erfitt.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 15:44
by hrafnkell
Ég mæti. Jafnvel með smakk. Hvort það verði fíflavín, pilsner, ipa, jólabjór eða hvað á eftir að koma í ljós.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 17:12
by viddi
Kemst því miður ekki í kvöld. Brúðkaupsafmæli trompa víst mánudagsfundi. En ég er afskaplega forvitinn um janúarheimsóknina. Klukkan hvað er áætlað að heimsóknin hefjist?
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 18:00
by hrafnkell
Ég er líklegur að mæta.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 18:30
by Dabby
Er einhver á að fara á bíl úr árbænum/Selási sem ég get vengið far hjá?
Ég veit að Hrafnkell er stutt frá, ferð þú á bíl?
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 18:46
by bragith
Mæti reyni að taka eithvað með mér
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 7. Jan 2013 23:03
by bergrisi
Þið sem mættuð á fundinn endilega komið með einhverjar fréttir fyrir okkur hina sem komust ekki.
Hvað var smakkað og td. hvenær byrjar skráning á Borg heimsóknina. Ég get varla beðið.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 8. Jan 2013 00:05
by æpíei
Takk fyrir kvöldið. Þetta var mjög áhugavert spjall, gott smakk, en fyrst og fremst skemmtilegt. Sjáumst í Borg og svo á næsta fundi!
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 8. Jan 2013 00:23
by halldor
bergrisi wrote:Þið sem mættuð á fundinn endilega komið með einhverjar fréttir fyrir okkur hina sem komust ekki.
Hvað var smakkað og td. hvenær byrjar skráning á Borg heimsóknina. Ég get varla beðið.
Þetta var svaka fínn fundur og flott mæting. Smökkuðum ótrúlega góða bjóra og skemmtum okkur vel.
Helstu fréttir eru að heimsókn í Borg verður 19. janúar kl. 14:00. 40 sæti í boði og meðlimir ganga fyrir. Frítt fyrir meðlimi en 1.500 kr. fyrir aðra. Skráningarform verður sett inn á morgun (þriðjudag) eða miðvikudag. Þeir sem mættu á fund fengu forskráningarrétt og eru nú þegar 13 manns skráðir!
Ég minni menn á að skrá sig í félagið ef þeir vilja ekki missa af þessari stórskemmtilegu heimsókn og forsýningu á Surti 2013.
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 8. Jan 2013 07:49
by Elvarth
Takk fyrir góðan hitting. Hafði mjög gaman af g svo var flott að fá feedback á því sem maður er að gera og hvað er hægt að gera betur. sjáumst í Borg
Kv.Elvar
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 8. Jan 2013 07:54
by AndriTK
takk sömuleiðis. Minn fyrsti fundur en klárlega ekki sá síðasti

Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 8. Jan 2013 08:15
by helgibelgi
Þetta var góður fundur! Takk fyrir mig

Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 9. Jan 2013 15:05
by Feðgar
En hvernig er með skráningu í Borgar ferðina?
Re: Mánudagsfundur janúarmánaðar - Í DAG 7. JANÚAR
Posted: 9. Jan 2013 16:07
by halldor
Feðgar wrote:En hvernig er með skráningu í Borgar ferðina?
Sjá hér:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2492" onclick="window.open(this.href);return false;