Page 1 of 2

Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 3. Aug 2009 20:30
by Idle
Nú er mjölurinn minn að gerjast á fullu (raunar hægt töluvert á sér, búbl á um hálfrar mínútu fresti), og ég get ekki beðið eftir að sjóða eitthvað annað sem þarf ekki að eldast jafn lengi. ;)

Ég á 1,5 kg af ljósu maltsírópi, 84,9 gr. af Cascade, 28,3 gr. af Centennial, 113,2 gr. af Fuggles, og þrjá 5 gr. poka af Red Star Côte des Blancs geri. Ein hugmynd sem ég er að gæla við (15 lítrar):
  • 1,5 kg. malt
  • 28,3 gr. Centennial (60 mín.)
  • 28,3 gr. Cascade (40 mín)
  • 28,3 gr. Fuggles (20 mín.)
  • 250 gr. hlynssíróp (bæta því við eftir suðu, til að fá bragðið)
  • 250/500 gr. Demerara sykur eða hunang
Möguleikarnir eru náttúrlega nær því að vera óþrjótandi; ég er þó að velta fyrir mér hlutum sem ég get bara skotist eftir út í næstu búð. Lumið þið ekki á einhverjum snilldar hugmyndum? :)

Breytt: Ég veð villur vegar... Hlynsírópið væri ugglaust ágætt í restina, en líklega ekki mikið meira en 250 gr. Ég er farinn að efast um ágæti púðursykursins, þar sem hann er erfiður viðureignar fyrir gerið. Spurning um Demerara sykur eða hunang? Vildi gjarnan komast yfir eitthvað sérstakt malt (karamellu eða ámóta) í staðinn.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 3. Aug 2009 22:44
by Eyvindur
Ég myndi miklu frekar reyna að verða mér úti um óhumlað extract eða gera litla meskingu með þessu. Þarna ertu með svakalegt magn af sykri, sem mun gera bjórinn þunnan, þurran og jafnvel skilja eftir sig smá spírabragð (þó kannski ekki í þessu magni, þekki það ekki). Auk þess getur stundum komið leiðinda aukabragð þegar of mikill sykur er notaður (sem margir þekkja úr Coopers kittunum). Fyrst þú ert að fara þessa leið myndi ég forðast í lengstu lög að nota of mikinn sykur. Jú, það er eflaust fínt að nota hlynssíróp til að bragðbæta, en hrásykur/púðursykur er óþarfi þarna finnst mér.

Þú getur tékkað hvort þú færð maltextract í apótekum. Það hefur verið erfitt að fá það, en kannski hefur það breyst. Veit ekki hvað það kostar núorðið... Það var í kringum 600 kall held ég, fyrir 450gr.

Nú eða bara kaupa smá malt í Ölvisholti og gera litla meskingu. Á http://www.byo.com er góð grein sem heitir "Countertop partial mashing". Þú hlýtur að finna hana. Þar sérðu hvað slíkt er einfalt. Nánast enginn aukabúnaður (gætir eflaust notað 10l fötu eða eitthvað, ef þú getur einangrað hana með úlpu, sæng, svefnpoka eða einhverju), mjög einfalt og þægilegt...

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 3. Aug 2009 23:48
by Idle
Humm... Maltsírópið sem ég á er óhumlað (Munton's Liquid Light Malt Extract). Miðað við að ég noti hálft kíló af hunangi, og 250 gr. af hlynsírópi, ætti ég að vera með u. þ. b. 1.047 OG og FG um 1.011 (skv. því sem ég er að hnoða saman í BeerSmith), 1,566 IBU. Er það nokkuð svo galið? :?

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 00:01
by Eyvindur
Hmm... Eitthvað er IBU talan þarna furðuleg...

En mér finnst þetta bara vera rosalega mikið af einföldum sykrum á móti maltinu. Ég held að hunangið yfirgnæfi hlynssírópið alveg. Auk þess ertu nýbúinn að gera braggot. Langar þig ekki að gera eitthvað allt öðruvísi næst?

En þetta er bara mín skoðun. Þetta verður örugglega góður bjór svona. Mér finnst þetta bara vera full mikill sykur á móti maltinu...

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 00:11
by Idle
Eyvindur wrote:Hmm... Eitthvað er IBU talan þarna furðuleg...
Satt segirðu! Ég var í smá stund að kveikja á perunni... Er ekki viss hvort að BeerSmith sé að stríða mér, eða þetta sé virkilega rétt. Þetta getur ekki verið rétt!
humm.jpg
humm.jpg (65.75 KiB) Viewed 18195 times
Jú, vissulega vildi ég prófa að gera eitthvað allt annað, en ef ég kaupi korn frá Ölvisholti, þætti mér betra að leita ásjár annarra við meðhöndlun þess - þó ekki væri nema í fyrsta skiptið (ég á ekki myllu). Ég er svolítið ragur - ég veit! :|

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 00:22
by Eyvindur
Nei, þessi tala sem þú settir var IBU/SG ratio. IBU talan er 73,8. Sem er samt ansi hátt - góður IPA (vel beiskur). Því ekki það? Ef þú ætlar að gera þetta svona, en þá verður bjórinn svakalega þurr, gætirðu líka bara aukið enn við humlana og farið í Double IPA.

Annars gætirðu pottþétt fengið einhvern til að mala fyrir þig, ég trúi ekki öðru. Þeir sem eiga myllur hérna eru gæðablóð, og myndu vafalaust taka slíku vel ef þú biðlar til þeirra.

Ég held að það sé alveg málið að einhverjir taki sig saman og kaupi myllu í félagi.

Hvaða stíl ertu annars að skjóta á í þessari uppskrift?

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 10:12
by Idle
Drottinn minn, djöfull er ég rangeygður! :oops:

IPA var það eina sem mér datt í hug, svona út frá því litla sem ég á. Ég hefði gjarnan viljað gera enskt brúnöl, en til þess vantar upp á maltið. Svo á ég bara vínger, ekkert ölger. Það skiptir e. t. v. ekki öllu, en hefur þó einhver áhrif á bragðið, er það ekki?

Velti þessu betur fyrir mér í dag - bölv... vinnan er alltaf að slíta í sundur frítímann minn. ;)

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 12:21
by Eyvindur
Vínger mun breyta þessu mjög mikið. Ég myndi alls ekki nota það. Vínger gerja miklu meira og þetta verður afskaplega þurrt, miklu líkara víni en bjór. Ég hugsa að humlarnir verði yfirþyrmandi þegar engin sæta kemur á móti. Ég meina það á slæman hátt. Kauptu þér ölger.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 12:34
by Idle
Eyvindur wrote:Vínger mun breyta þessu mjög mikið. Ég myndi alls ekki nota það. Vínger gerja miklu meira og þetta verður afskaplega þurrt, miklu líkara víni en bjór. Ég hugsa að humlarnir verði yfirþyrmandi þegar engin sæta kemur á móti. Ég meina það á slæman hátt. Kauptu þér ölger.
Úgg! Er ölgerið frá Ámunni ekki þokkalegt? Ég þarf hvort eð er að koma þar við í dag. :D

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 12:36
by Eyvindur
Hef ekki hugmynd um það. En ég get lofað þér að það er skárra en að nota vínger.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 22:15
by Idle
Ákvað að demba mér bara í þetta, er að bíða eftir að suðan komi upp á vatninu.

Hlynsírópið í þegar svona ~20 mínútur eru eftir af suðunni (gefur þurran, "viðarkenndan" keim, segja þeir fróðu), og 250 gr. af hunangi út í rétt eftir kælingu. Áætlað OG 1,047, 68,4 IBU. Liturinn svona. Ég legg ekki alveg í Imperial IPA - hugsa að ég myndi drepa alla bragðlauka á honum. :?

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 22:44
by sigurdur
FYI, skjáir eru mis vel stilltir á litaskölum, þannig að þetta gæti verið mjög appelsínu-litt, eða jafnvel rye-lager-hvítt, eftir hvernig skjárinn og skjákortið er ;)

Þegar ég athugaði fyrir 2-3 vikum í apótek, þá var 450 grömmin af þurru malt extract á rúmar 600 krónur

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 4. Aug 2009 22:57
by Idle
sigurdur wrote:FYI, skjáir eru mis vel stilltir á litaskölum, þannig að þetta gæti verið mjög appelsínu-litt, eða jafnvel rye-lager-hvítt, eftir hvernig skjárinn og skjákortið er ;)
Ég veit óþægilega mikið um það... ;) Áætlaður litur um 8,1 SRM, eða á RGB formi: 200, 146, 59.

Dularfullt...

Posted: 7. Aug 2009 18:42
by Idle
Eitthvað dularfullt hefur átt sér stað í dag á meðan ég var í vinnunni. Þegar ég kom heim, lá vatnslásinn á hliðinni ofan á lokinu. Ekkert sull eða slíkt, heldur er engu líkara en hann hafi hreinlega þrýst upp úr gúmmíhringnum. Líklega hafa þetta verið um þrjár til fjórar stundir sem tunnan var "óvarin". :(

Ég sótthreinsaði lásinn og smellti honum svo aftur í. Er nokkuð í stöðunni annað en að bíða, vona, og biðja til æðsta Gerilsins?

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 7. Aug 2009 19:20
by Hjalti
Getur verið að botnin á honum hafi stýflast einhvernveginn... svo myndast ofþrýstingur og blúbb.
Bara heppinn að þetta var ekki allt fötulokið!

Held að þú þurfir nú ekki að örvænta mikið útaf þessu...

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 7. Aug 2009 20:11
by Idle
Þegar öl er annarsvegar, og hætta steðjar að því, er ávallt ástæða til örvæntingar! ;)

Það er þó farið að blúbba aftur, svo ég er ögn rórri. :)

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 7. Aug 2009 21:51
by arnilong
Það þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku á meðan gerjun er ennþá í fullum gangi, þetta er líklega í lagi.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 8. Aug 2009 00:29
by Eyvindur
Þetta er ónýtt. Sendu mér það í förgun.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 8. Aug 2009 00:41
by Idle
Eyvindur wrote:Þetta er ónýtt. Sendu mér það í förgun.
Þakka, en sama og þegið. Ég rek eigin förgunarstöð fyrir hvurslags görótta drykki. :sing:

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 8. Aug 2009 12:12
by Andri
Blessaður fólk í gamla daga bruggaði með engin lok

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 9. Aug 2009 02:27
by Eyvindur
Reyndar er víða enn bruggað án þess að nota lok. Anchor brugghúsið er líkega frægasta dæmið.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 11. Aug 2009 19:14
by Idle
Þessi fer á flöskur á eftir. FG mældist 1.011 skv. áætlun. Bragðaði að sjálfsögðu á mælisýninu, og líkar vel; humlaríkur en furðu mjúkur. Það verður spennandi að bragða á honum vikulega eða svo, og fylgjast með þróuninni. :)

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 11. Aug 2009 19:15
by Eyvindur
Spennandi. Til lukku.

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 11. Aug 2009 19:16
by Idle
Þakka þér. Ég hóa í þig ef förgun reynist óhjákvæmileg. ;)

Re: Hugmyndir (takmarkað úrval)?

Posted: 11. Aug 2009 22:58
by Eyvindur
Þú ert að læra, Engisspretta.