Page 1 of 1
Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá ÁTVR?
Posted: 25. Dec 2012 11:23
by Plammi
Smá svona skemmtiþráður fyrir jólafríið
Af svona almennum lagerbjórum þá finnst mér Polar Beer nánast ódrykkjarhæfur, það er eitthvað óbragð þarna sem ég er ekki að fíla.
Svo í sérbjóradeildinni þá keypti ég fyrir nokkrum árum, í ÁTVR Skútuvogi, einhvern þýskan Rauchbier, líklegast Aecht Schlenkerla Rauchbier. Bragðskynið hjá mér var ekki alveg tilbúið fyrir þetta og ég man að ég lýsti fyrir vinum bjórnum á þennan hátt: "það er eins og einhver hafði tekið tvíreykt hangikjét, sett það í blandara og bætt smá spíra út í". Á þeim tíma var ég rétt að byrja að þreyfa mig áfram í bjórsmakki, og verð ég að viðurkenna að ég passaði mig aðeins betur eftir það.
Ég væri þó til í að smakka þennann í dag og dæma á ný, því pallettan hefur þroskast talsvert síðan þá, og t.d. eru móreykt viskí (Laphroaig og Connemara) í uppáhaldi þessa dagana.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Dec 2012 11:38
by hrafnkell
jólagull 2012 er ofarlega á lista yfir verstu bjóra sem ég hef smakkað... Svo smakkaði ég alba scots pine ale þarseinasta sumar og þótti afar slæmur. Oft get ég fundið eitthvað gott við jafnvel bjóra sem passa ekki minni palettu, en hann fannst mér bara verulega slæmur.
http://www.ratebeer.com/beer/heather-al ... -ale/5123/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Dec 2012 11:44
by Proppe
Vinur minn kom með jóla steðja í gærkvöldi.
Ég var ekki imponeraður.
En af vanalega ríkisúrvalinu, þykir mér pólar sennilega sá slakasti.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Dec 2012 15:46
by bjarkith
Egils Jólagull var held ég með þeim verstu, annars þykja mér Víking og Egils Lite bjórarnir óttalega daprir.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Dec 2012 20:20
by gr33n
Tjah, nánast öll Víking línan fer rosalega í mig. Rosalegt metallic bragð hjá þeim.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Dec 2012 22:59
by Idle
Að undanskildu kolsýrða vatninu (USA Budweiser, Miller, o. s. frv.), þá verð ég eiginlega að segja Egils Pilsner og Polar. Mér þykir "sjoppupilsnerinn" bragðmeiri og betri (og kaupi hann stundum í stað annara gosdrykkja), Egils Gull fylgir þessu fast á hæla.
Allt bragðast þetta eins fyrir mér. Bragðvont vatn í besta falli. Afurðir Kalda fylgja þessu fast á hæla. Gróflega ofmetið gutl, og þó er ég Norðlendingur í húð og hár.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 26. Dec 2012 19:26
by Gunnar Ingi
Hands down þá er það Steðji Lager..
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 27. Dec 2012 09:47
by einarornth
Færeyski rabarbarabjórinn. Eini bjórinn sem ég minnist að hafa hellt niður.
Keypti mér einmitt Alba scots pine ale í síðustu ferð, eftir þessa umsögn Hrafnkels er ég orðinn spenntur að smakka hann.

Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 31. Dec 2012 16:58
by Feðgar
Alba scots pine ale er vissulega einn af þeim.
2012 Jóla Gull var sérlega vondur
Allt sem heitir Heineken
Það var einhver elderflower eða elderberry bjór sem var svo vondur að hann sló Alba pine ale út. Ég held að hann fáist í gjafaöskju með Alba Scots Pine Ale.
St. Peters Organic Ale bragðaðist eins og virt. Ég hef enn ekki fengið góðan Organic bjór annan en Viking Organic Pils (og hann er mjög misjafn)
Mig hefur aldrei dottið í hug að versla mér Miller, Bud eða álíka sull svo ég get varla talið það til.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 2. Jan 2013 18:38
by karlp
Steðji Lager á íslandi,
Tequiza á BNA.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 2. Jan 2013 22:16
by Dabby
Duff bjórinn er allavega eftirminnilegastur af þeim bjórum sem mér hafa sundist afburða vondir. Kanski af því að maður þekkti merkið í mörg ár áður en framleiðsla hófst.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 7. Jan 2013 10:11
by halldor
Mongozo Coconut er það versta sem ég hef smakkað sem fæst í ÁTVR. Ég smakkaði hann reyndar í Belgíu fyrir nokkrum árum en ekki ÁTVR. Veit samt ekki hvort ég vilji kalla þetta bjór :S
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 8. Jan 2013 20:32
by Feðgar
Mongozo Coconut er EKKI bjór
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 15. Jan 2013 23:41
by helgibelgi
Er með Steðja Jólabjór í glasi. Hvað getur maður sagt eiginlega? Ég hef auðvitað heyrt talað um hann áður og lesið hér á síðunni um hann. Var þess vegna MJÖG efins með hann, en ég varð samt að prófa.
Hvað útlitið varðar leit hann ekkert mjög spennandi út þegar ég hellti honum fyrst í glasið, brúnrauður, smá skýjaður samt (ekki tær), engin haus. Núna eftir 10 mín og hálft glas lítur hann mjög leiðinlegur út. Engar bólur á leiðinni upp, engin ummerki um froðu, hvorki á glasinu eða á yfirborðinu.
Lyktin minnti mig fyrst á 60% crystal bjór sem ég gerði, með auka lakkríslykt. Núna eftir hálft glas finn ég bara lakkrís, og það vondann lakkrís.
Hvað bragðið varðar fannst mér hann ekki ógeðslegur til að byrja með, en mér finnst það núna! Sorrý en ég kvíð hverjum sopa, en vil samt ekki kyngja því þá kemur eftirbragðið með lakkrísinn og ójbara.
hann fær 1/10 fyrir að reyna, 1/10 fyrir að reyna að nota lakkrís, -1/10 fyrir að vera ógeðslegur. Heildareinkunn: 1/10
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 16. Jan 2013 19:02
by Benni
Þegar ég smakkaði duff þá trúði ég ekki að það væri hægt að gera svona vondann bjór yfir svona þekktu merki en það er samt ekki sá versti sem ég hef smakkað, Það er Saku frá Eistlandi, fór í vaskinn eftir fyrsta sopa
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 24. Jan 2013 21:46
by offi
Ég er sammála með Steðja... ég myndi ekki einu sinni nota þetta til að slökkva eld. Duff var líka skemmtilega slæmur. Það sem stendur samt uppúr var Duchesse de Bourgogne. Mér brá svo þegar ég fékk þetta uppí mig... bragðlaukarnir fóru í felur og ég var lengi að lokka þá fram á ný og fá þá til að treysta mér!
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 25. Jan 2013 18:39
by halldor
offi wrote:Það sem stendur samt uppúr var Duchesse de Bourgogne. Mér brá svo þegar ég fékk þetta uppí mig... bragðlaukarnir fóru í felur og ég var lengi að lokka þá fram á ný og fá þá til að treysta mér!
Dislike
Þetta er frábær bjór. Þú þarft bara að gefa honum annan séns

Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 28. Jan 2013 23:13
by sigurdur
halldor wrote:offi wrote:Það sem stendur samt uppúr var Duchesse de Bourgogne. Mér brá svo þegar ég fékk þetta uppí mig... bragðlaukarnir fóru í felur og ég var lengi að lokka þá fram á ný og fá þá til að treysta mér!
Dislike
Þetta er frábær bjór. Þú þarft bara að gefa honum annan séns

Suss .. ekki gera þetta Halldór ...
... ég nenni ekki að þurfa að keppa við fólk til að kaupa Duchesse!
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 3. Jul 2013 22:08
by æpíei
Ég reyni að vera opinn fyrir öllum nýjungum og kaupi alla íslenska bjóra sem koma á markað. Ég fór í Skútuvoginn í dag og keypti 2 nýjustu Steðjana. Fyrri steðjar hafa verið OK eða rétt sloppið, en þessi sem ég er með núna gerir það ekki.
Ég er að prófa Steðji reyktur. Hann er ekki góður. Ég fíla þó alveg vel reykta bjóra (FoS hjá Borg fannst mér góður!). En Steðji reyktur er eiginlega hvorki né. Sama lager sullið með smá reyk bragði sem gerir bara illt verra. Svo er hann alveg flatur í þokkabót. Núll stjörnur (ég fer þó ekki í negatívu deildina eins og sumir - ennþá)
Ég keypti líka jarðaberjabjór frá Steðja sem ég hef miklar væntingar til að geti slegið þessum við. Framhald á morgun.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 5. Jul 2013 09:03
by æpíei
Það var stór bruggdagur í gær. Ég stalst aðeins í jarðaberja Steðjann en hafði ekki tíma til að setja inn hvað mér fannst. Það var ekki margt sem benti til að þetta væri bjór. Lítur út eins og litað sykurvatn. Ekki mikið jarðaberjabragð þó, sem er skrítið miðað við allan litinn á þessu. Það var smá bjórbragð en engin fylling. Helst svona eins og þunnur Bud þynntur út með jarðaberja gosi, nema hvað hann var næstum alveg flatur.
Ég held að jarðaberja Steðji sleppi við að fá útnefningu sem versti bjór sem ég hef keypt, af tæknilegum ástæðum, því ég tel þetta ekki bjór. Ég og bruggfélaginn vorum báðir sammála um það.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 8. Jul 2013 15:56
by einarornth
Smakkaði sítrussteðja í gærkvöldi. Gat drukkið tvo sopa en hellti restinni.
Mér fannst sítrusbragðið ekkert sérstakt, of ríkjandi. Svo var einhver skrýtinn biturleiki fannst mér, en það versta var eftirbragðið, guð minn góður hvað það var vont.
Ég hef bara einu sinni áður hellt niður bjór, það var færeyski rabarbarabjórinn.
Vonandi er reykti steðji betri, ætla að smakka hann fljótlega.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 8. Jul 2013 18:38
by drekatemjari
Ég tók smakk á nýju Steðja bjórana núna fyrir tveimur helgum síðan.
Steðji Reyktur endaði einmitt á því að verða minn fysti bjór til að fara því sem næst heill í niðurfallið.
Tók smá skemmti smakk á alla þessa nýju skrítnu Steðja bjóra þar sem ég hef það fyrir reglu að smakka allt nýtt sem kemur frá íslensku brugghúsunum og sá reykti stóð algerlega sér á báti.
Nú líkar mér vel við reykta bjóra, hef bruggað taðreyktan porter og drekk reglulega Lava en reykjarkeymurinn af Steðja Reyktum var langt því frá að vera smooth eða complementary. Ég fékk á tilfinninguna að hann hefði verið reyktur með nokkrum kartonum af Camel filterslausum, svo þur og out of place var reykurinn og ekkert malt eða sæta til að vinna á móti.
Ég vil nú ekki meina að hann hafi verið nein reykjarbomba en reykurinn var einfaldlega ekki að passa þarna inn og virtist vera mjög hvass og þur.
Jarðaberja Steðji er að öllum líkindum sami lagerbjórinn með jarðaberjum og litarefni. Hann bragðast og lyktar mjög faint af jarðaberjum sem maður finnur ef maður leitar eftir þeim. Ég hefði nú reynt að nota einhverja complimentary humla til að draga fram jarðaberjakeiminn en ég fann þó ekkert slíkt.
Kóróna sítrus bjórinn held ég að sé sami base lagerbjórinn með örlitlum sítruskeim sem ég tók þó ekkert sérstaklega mikið eftir. Skárstur af þessum þremur en eitthvað sem ég mun seint kaupa aftur.
Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á
Posted: 9. Jul 2013 10:25
by gm-
Hmm, það eru nú mörg ár síðan ég kom inní ÁTVR, en ég held að Slots hafi vinninginn, hrikalega vondur bjór. Polar Beer var svo ekki mikið skárri.