Page 1 of 1

Mandarínu Mæja

Posted: 18. Dec 2012 20:36
by Elvarth
Var að henda í þennan notaði slatta af mandarínum vonandi að það skili sér í bjórnum.

mandarínu mæja

Pale malt 3.00 kg
Munich II 0.80kg
Caramunich III 0.40 kg
Melanoidin 0.21kg
Caramunich I 0.17 kg
Carafa s I 0.17 kg

Humlar:

Amarillo 25.0 g 60.min
Cascade 10.0 g 10.min
Amarillo 7.0 g 8.min

Annað
mandarínu börkur 10.0 g 5.min
Fjörugrös 8.0g 10.min
mandarínu bátar maukaðir 1.82 kg. 0.min (ca.ein kassi)

Ger:
US-05 1 pakki

final gravity endaði í 1.054 og 20.L en beersmith sagði 1.058 og 19.L. ( eitthvað minni sykur í mandarínunum)

OG 1.054
FG vonandi 1.012
IBU 34

maukaði bátana smá með töfra sprota og setti þá útí þegar ég slökkti undir og kældi niður í 72 gráður hélt þeim hita í 20 min til að drepa gerla .
smakkaði vökvan og var léttur Karmellu-mandarínu keimur af honum verður spennandi að sjá hvort hann hverfi í gerjunini

kv.Elvar

Re: Mandarínu Mæja

Posted: 23. Dec 2012 10:55
by reynirdavids
Þetta er spennandi uppskrift hjá þér, endilega láttu okkur vita hvernig smakkast :)

Re: Mandarínu Mæja

Posted: 26. Dec 2012 18:25
by helgibelgi
Þessi lítur spennandi út! Hef slæma reynslu af appelsínuberki, en gæti þó hugsað mér að prófa mandarínurnar :P

Re: Mandarínu Mæja

Posted: 27. Dec 2012 16:25
by Elvarth
Var að kíkja í fötuna og er mæja komin í 1.012. Það var ekki mikil mandarínu lykt en bragðið var með vott af mandarínum og léttri karamellu .

Þegar ég var búinn að sjóða um daginn þá setti ég mandarínubörk og vodka í krukku sem backup. hugsa að ég noti það þegar ég tappa á.

Veit annars einhver hvort mandarínu bragðið eigi eftir að styrkjast með tímanum þegar búið er að tappa á ?

kv.Elvar

Re: Mandarínu Mæja

Posted: 27. Dec 2012 17:02
by hrafnkell
Elvarth wrote:Var að kíkja í fötuna og er mæja komin í 1.012. Það var ekki mikil mandarínu lykt en bragðið var með vott af mandarínum og léttri karamellu .

Þegar ég var búinn að sjóða um daginn þá setti ég mandarínubörk og vodka í krukku sem backup. hugsa að ég noti það þegar ég tappa á.

Veit annars einhver hvort mandarínu bragðið eigi eftir að styrkjast með tímanum þegar búið er að tappa á ?

kv.Elvar
Ég hugsa að það magnist ekki, en hitastig við neyslu bjórsins getur haft úrslitaáhrif um hvernig lyktin og bragðið af mandarínunum kemur fram.

Re: Mandarínu Mæja

Posted: 2. Jan 2013 19:33
by Elvarth
Setti eina flösku í ískápinn áðan og er að smjatta á henni núna. Ekki alveg komið gos í bjórinn en mér finst það ekki verra . kom smá hviss þegar ég opnaði flöskuna . þykk froða sem hvarf nokkuð fljótt. það er svona kopar rauður litur af bjórnum og lyktar hann af ávöxtum og karamellu. þegar ég dreypi á honum finn ég brauð , karamella og ávextir svo vottur af mandarínu þegar maður smjattar á honum og blæs útum nefið í lokinn

nokkuð ánægður með hann .. :D

mæti með hann á næsta mánudagsfund var að borga árgjaldið núna áðann.

skál :skal:

Kv.Elvar