Page 1 of 1
Chipotle
Posted: 17. Dec 2012 21:51
by viddi
Veit einhver hvar ég gæti fengið chipotle? Það ku vera reykt jalapeno, vinsælt í tex/mex matargerð.
Re: Chipotle
Posted: 18. Dec 2012 11:54
by Idle
Ég hef velt þessu fyrir mér um skeið líka. Kunningi minn sem er einmitt frá Mexíkó, segist hvergi hafa fundið þetta hér á landi, heldur fær hann það sent frá fjölskyldunni í Mexíkó.
Einn staður sem ég á alltaf eftir að athuga er "pólska búðin" í Breiðholtinu (
kort á Já.is). Þeir eru víst með sitthvað fleira en bara pólskar vörur. Annar möguleiki sem mér dettur í hug er Kostur. Ég gefst bara alltaf upp á að leita að einhverju þar.
Re: Chipotle
Posted: 18. Dec 2012 12:23
by Proppe
Það er svosum hægt að reykja jalapeno heima hjá sér.
Þú getur tekið nokkra jalapeno, klofið langsum, raðað á ofnskúffu og sett inn í volgan ofn. Svo getur þú sett reykingarsag eins og þú færð í öllum veiðibúðum í álpappír, borið eld að og sett inn í ofninn og skotið smá eldi að þegar það fer að kulna.
Þannig reyki ég kjöt fyrir chilli con carne, með góðum árangri, og opnum glugga.