Page 1 of 1
Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 09:15
by Hekk
Sælir,
það virðist vera erfitt hjá okkur félögunum að hífa upp nýtnina, erum með meskikar og erum að detta í kringum 60-65%. (talan sem Beersmith gefur okkur).
Hver er nýtnin hjá ykkur?
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 10:24
by Idle
Á meðan ég var enn virkur, var ég yfirleitt í kringum 80% á léttari og miðlungssterkum bjórum.
Það geta ýmsir þættir spilað þarna inn í. Kornið getur verið lélegt eða ekki nógu vel malað, rokkandi hitastig í meskingu hefur líka áhrif, vökvatap (t. d. vegna "deadspace" í meskikeri), skola of hratt, o. s. frv.
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 10:31
by Hekk
Ég hef verið að lesa mig til um að auka nýtnina (erlend spjallborð) þar er alltaf talað um mölunina á korninu, ætti ekki að vera ástæðan hér. Fáum allt malað hjá Hrafnkeli.
deadspace er um 1.5l hjá okkur.
Síðast lentum við reyndar í stuck sparge og vorum í smá veseni að ná virtinum úr.
Sá bjór var léttur og vorum við því að vonast til +70% nýtni.
Hvað með að skola of hratt, hvernig hefur það áhrif, ætti maður að láta renna hægt af þegar virturinn er orðin tær?
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 10:34
by hrafnkell
Ég er búinn að vera í uþb 80% nýtni undanfarið... Þannig að það er ólíklegt að það sé mölunin.
Er meskihitastigið rétt og gott hjá ykkur? Er hitamælirinn réttur? (prófa að mæla sjóðandi vatn)
Gerið þið mashout?
Hvað meskið þið lengi? (Köld mesking þarf lengri tíma en heit)
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 10:39
by Idle
Ef þú skolar hratt, hefur heita vatnið ekki tíma til að draga út allar sykrurnar úr korninu. Aldrei skrúfa alveg frá, reynið frekar löturhægt rennsli úr meskikerinu. 60 til 65% er vissulega í lægri kantinum, en það er samt ekki alslæmt.
Svo er líka spurning hvort hitamælir og/eða flotvogin séu ekki að gefa réttar niðurstöður?
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 10:54
by Hekk
Erum með tvær flotvogir og þær gefa sambærilegar niðurstöður, misstum frá okkur hitann í síðustu meskingu, höfum líklega ekki hitað meskikerið nægilega vel - fór úr 66 í 63°C. Það gæti verið ástæða.
Við gerum batch sparge með 75°C.
Ég tékka á hitamælinum fyrir næstu bruggun.....og geri ráð fyrir 60% nýtni í uppskrift
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 11:25
by hrafnkell
Hekk wrote:Erum með tvær flotvogir og þær gefa sambærilegar niðurstöður, misstum frá okkur hitann í síðustu meskingu, höfum líklega ekki hitað meskikerið nægilega vel - fór úr 66 í 63°C. Það gæti verið ástæða.
Við gerum batch sparge með 75°C.
Ég tékka á hitamælinum fyrir næstu bruggun.....og geri ráð fyrir 60% nýtni í uppskrift
Þú vilt komast í 75-76°C til að komast í mashout hitastig.. Ef þú skolar með 75°C vatni þá nærðu ekki nema 70-73°C hugsa ég... Mashout hefur slatta að segja um nýtnina skv minni reynslu.
Re: Léleg nýtni
Posted: 5. Dec 2012 11:29
by Hekk
Ég set það á listann fyrir næsta brugg
Re: Léleg nýtni
Posted: 17. Dec 2012 20:12
by karlp
ég fá bara 62-63% nýtni. ég er buin að reyna nog. núna ég bara telja uppskrift fyrir 62%, fá mér eitt kaldan og halda áfram. ég nenn ekki að profa endalaust til að spara 40kr.