Ég er matreiðslumaður og hef reykt mikið af kjöti og fisk í gegnum tíðina. Það eru margar leiðir til þess að reykja. Uppáhaldið mitt er kofareyking en það er kostnaðarsamt að fara að byggja kofa. Annað sem hægt er að gera og virkar mjög vel er að nota heimilis ofninn sem reykofn. Þá gerir þú eftirfarandi: Kemur fyrir fisk, malti eða kjöti á grind efst í ofninum. Ofnin á að sjálfsögðu ekki að vera á hita. Hitar pönnu eða pott þangað til pannan verður allveg rauðglóandi það er mjög gott að hita pönnuna á gasi. Nú gildir að hafa snöggar hendur. Setur pönuna á botnin á ofninum og stráir sagi í hana. Það myndast umsvifalaust reykur frá saginu svo að þú verður að loka ofninum om leið og ekki opna ofnin aftur fyrr en eftir ca hálftíma. Ef að ekki myndast reykur var pannann einfaldlega eki nógu heit. ATH að ef að verið er að reykja matvæli er vanin að salta hráefnið fyrst til þess að minka vökva innihald í vöruni og til þess að varan taki betur við reyknum.
Kosturinn við heimils ofna er að þeir eru nokkuð vel loft þéttir svo reykurinn á að haldast þar inni.
Önnur aðferð sem er enn einfaldari og væri hentug til þess að reykja korn, er að kaupa reyk byssu ég nota svoleiðis mikið sjálfur:
http://www.ebay.com/itm/PolyScience-Smo ... 2c6bdebece" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá blæstu bara reiknum inn í lokað ílát með korninu eða maltinu.