Page 1 of 1

Guðmann

Posted: 29. Jul 2009 20:36
by gudmann
Sælir.

Ég bruggaði nokkur bjórkitt fyrir svona 10 árum af áhuga og hagsýni í bland. Í dag er hagsýnin kannski meira við stjórnvölina en mér finnst þetta samt alls ekki óskemmtilegt og hefði áhuga á að prófa að brugga bjór meira frá grunni. Einnig hef ég hugsað mér að leggja í smá rauðvín - en það er meira fyrir konuna. Ég lagði í núna í júní eitt svona kitt af lagerbjór úr Ámunni - þetta er nú fyrst núna að verða drykkjarhæft.

Ég er sem sagt aðallega að skrá mig inn hér til að fræðast frekar um bjórgerð. Því mér finnst bjór góður.

Kveðja,

Guðmann

Re: Guðmann

Posted: 29. Jul 2009 21:08
by Hjalti
Velkominn á svæðið Guðmann :)

Það er orðinn svaðalegur gagnagrunnur að upplýsingum um bjór hérna á spjallinu sem er bara frábær að fylgjast með.

Endilega kynntu þér hvað er til og hvað er hægt að gera :)

Re: Guðmann

Posted: 29. Jul 2009 21:54
by andrimar
Velkominn Guðmann

We stronger by the minute, muhahaha!! :twisted:

Re: Guðmann

Posted: 30. Jul 2009 15:44
by nIceguy
Velkominn!