Page 1 of 1

Hádurtur - ESB

Posted: 1. Dec 2012 23:19
by Plammi
Skellti í allgrain útgáfu af Orfy's Hobgoblin Clone, einnig þekkt sem Drýsill.
Átti að vera Styrian Golding í þessu en það var búið og Brewers Gold notað í staðin.
Bruggað með BIAB í 35L potti, kælt úti (tók sirka 5 tíma). Byrjaði með 25L af vatni, fékk 16L í gerjunarfötu af 1062, bætti við 2L og endaði í 1054. Ekki alveg nýtnin sem ég var að vonast eftir (um 63% miðað við beesmith).
Þetta er önnur AG bruggunin mín en þessi tók miklu meiri tíma en fyrri bruggunin. Munurinn er ný eldavel, og gallinn við þetta nýja drast er allur þessi orkusparnaður kemur niður á afköstum. Ég byrjaði að hita upp fyrir meskinguna um 10 leitið í morgun og suðan kláraðist 14:45.

Hér er uppskriftin:
4,50 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 87,9 %
0,28 kg Caramunich III (Weyermann) (111,9 EBC) Grain 2 5,5 %
0,23 kg Carapils (Weyermann) (2,6 EBC) Grain 3 4,5 %
0,11 kg Carafa Special II (Weyermann) (850,1 EBC) Grain 4 2,1 %
16,00 g Brewer's Gold [5,90 %] - First Wort 60,0 min Hop 5 14,0 IBUs
16,00 g Fuggles [4,70 %] - First Wort 60,0 min Hop 6 11,2 IBUs
16,00 g Brewer's Gold [5,90 %] - Boil 30,0 min Hop 7 9,8 IBUs
16,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 30,0 min Hop 8 7,8 IBUs
0,50 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 9 -
16,00 g Brewer's Gold [5,90 %] - Boil 0,0 min Hop 10 0,0 IBUs
16,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 0,0 min Hop 11 0,0 IBUs
1,0 pkg Nottingham (Danstar #-) [23,66 ml] Yeast 12 -

Est Original Gravity: 1,055 SG Measured Original Gravity: 1,054 SG
Est Final Gravity: 1,012 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,6 %
Bitterness: 42,8 IBUs
Est Color: 31,8 EBC

Ég er mjög spenntur fyrir þessum, ef hann tekst vel þá er honum ætlað að verða húsölið hér.
Hönnun á miða er í vinnslu :)

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 2. Dec 2012 11:50
by Idle
Þessi getur varla klikkað! :)
Kannast við þessar blessuðu eldavélar. Kveikir og slekkur í tíma og ótíma. Bruggdagurinn minn var aldrei styttri en fjórir tímar, og yfirleitt nær fimm eða sex tímum þegar ég var að sjóða á eldavélarskömminni. Svo þegar ég prófaði 60 lítra tunnu með þremur elementum, hafði ég varla tíma til að gera neitt, því vatnið í meskinguna var tilbúið á augnabliki. :)

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 2. Dec 2012 22:45
by Classic
Svo skemmtilega vill til að ég bruggaði Drýsil IV um miðjan nóvember. Styrjugullið var enn til hjá Hrafnkeli þegar ég fór að versla, svo mín uppskrift leit nokkurn veginn svona út:

Code: Select all

 Drysill - Extra Special/Strong Bitter (English Pale Ale)
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 24.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 80%%
OG: 1.054
FG: 1.011
ABV: 5.7%%
Bitterness: 21.3 IBUs (Rager)
Color: 17 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
       Pale Malt (2 Row) UK Grain  4.200 kg    Yes   No  78%%   3 L
 Caramel/Crystal Malt - 60L Grain 200.000 g    Yes   No  74%%  60 L
         Cara-Pils/Dextrine Grain 250.000 g    Yes   No  72%%   2 L
        Chocolate Malt (UK) Grain 140.000 g    Yes   No  73%% 450 L
Total grain: 4.790 kg

Hops
================================================================================
             Name Alpha   Amount        Use       Time   Form IBU
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g First Wort 90.000 min Pellet 3.9
          Fuggles 4.7%% 18.000 g First Wort 90.000 min Pellet 4.6
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 5.9
          Fuggles 4.7%% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 6.9
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0
          Fuggles 4.7%% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use  Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 L 15.000 min

Yeast
================================================================================
                 Name Type Form   Amount   Stage
 Danstar - Nottingham  Ale  Dry 11.000 g Primary
Ég held við verðum að koma okkur saman um að mæta báðir með hann á fund þegar þeir eru tilbúnir og bera saman. :skal:

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 3. Dec 2012 08:37
by Plammi
Classic wrote:Ég held við verðum að koma okkur saman um að mæta báðir með hann á fund þegar þeir eru tilbúnir og bera saman. :skal:
Klárlega!

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 9. Dec 2012 19:53
by Plammi
Jæja, stalst til að mæla gravity og smakka í leiðinni og ég verð að segja að þessi á eftir að verða rosalegur :)
Ég var soldið efins um að humlarnir mundu verða of afgerandi í bragði og lykt en þetta virðist allt vera í mjög góðu jafnvægi.
Mælingin, eftir 8 daga gerjun, sýndi 1013-15 (ég á eitthvað voðalega erfitt með að ná mælingum sem ég treysti) - uppskriftin reiknar með 1012, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka.
Planið er að setja á flöskur næstu helgi og þá ætti maður að geta laumast í einn til að smakka um áramótin. Hugsa að ég verði að setja í annan svona sem allra fyrst því þessi á eftir að hverfa fljótt.

Og eins og ég lofaði, þá kemur hér miðinn (ekki alveg loka-útgáfan, á eftir að fikta eitthvað með textann á hliðunum).
Er líka aðeins að basla með hvað ég á að setja neðst, "ESB", "Extra special/strong bitter" eða bara halda mig við það sem er komið.

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 30. Dec 2012 21:01
by Plammi
Var að smakka á þessum núna, og bara vá, ég gæti ekki verið sáttari. Hann er alls ekkert langt frá Hobgoblin, fyrir utan kannksi soldið meiri humlalykt (sem gerir hann bara betri).
14 dagar í gerjun (við 18°c), aðrir 14 á flösku fyrir kolsýru (sirka 25°c) og sólahringur í ískáp. Alveg hellingur af froðu sem helst þokkalega og nóg af gosi eftir í bjórnum.

Re: Hádurtur - ESB

Posted: 30. Dec 2012 21:05
by bergrisi
Flottur.
Hrikalega leiðinlegt að sjá svona fallegar bjórmyndir þegar maður er á næturvakt og getur ekki fengið sér einn.