Page 1 of 1
Fjöldi krana fyrir vatn í heimaaðstöðu
Posted: 28. Nov 2012 23:21
by gugguson
Sælir herramenn.
Ég er að koma mér upp smá heimabrugghúsi í bílskúrnum hjá mér, en við erum að taka allt í gegn og m.a. leiða heitt vatn í bílskúrinn. Ég bað píparann að setja vask og einn auka krana með köldu vatni. Mynduð þið ekki telja að þetta myndi nægja eða eru menn með helling af krönum fyrir vatn?
J
Re: Fjöldi krana fyrir vatn í heimaaðstöðu
Posted: 28. Nov 2012 23:37
by hrafnkell
Veit ekki hvað maður hefur að gera við marga krana... Kannski ef tveir eru að vinna í einu, einn að brugga og einn að þrífa? Mér dugir einn krani vel.. Og er svo með slöngu sem ég tengi við hann þegar ég þarf.
Re: Fjöldi krana fyrir vatn í heimaaðstöðu
Posted: 29. Nov 2012 09:30
by einarornth
Ég er bara með vatn úr blöndunartækjunum í skúrnum en ætla að láta bæta við kaldavatnskrana, þannig að mér líst vel á þá hugmynd hjá þér. Þá get ég tengt plötukælinn við hann án þess að teppa vaskinn. Líka sniðugt að vera með slöngu eins og Hrafnkell, til dæmis til að fylla í pottinn og spúla gólfið.
Re: Fjöldi krana fyrir vatn í heimaaðstöðu
Posted: 29. Nov 2012 10:28
by gugguson
Flott. Ég verð með blöndunartæki í vaski + einn kaldavatnskrana fyrir kæliplötu og annað. Það dugar vonandi.
Re: Fjöldi krana fyrir vatn í heimaaðstöðu
Posted: 3. Dec 2012 12:28
by oliagust
Ein varnaðarorð. Ég er með hitastýrð blöndunartæki í skúrnum hjá mér (gömul sturtutæki). Ég lærði af reynslunni að jafnvel þó maður stilli á köldustu stillingu þá er að renna heitt vatn með kalda vatninu. Þannig að ég mæli ekki með að nota sjálfvirk blöndunartæki!
