Page 1 of 1
Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 18. Nov 2012 18:32
by reynirdavids
sælir drengir
Við bræðurnir ákváðum að taka smá sunnudags session og gera græjurnar okkar ennþá betri.
Við semsagt vorum með venjulegan 10m kælispýral sem við vöðfum í hringi og dífðum ofaní eftir suðu en ákváðum að búa til counterflow chiller úr honum.
Með þessu snögg kælum við virtinn á leiðinni í gerjunartunnuna með því að dæla í köldu vatni í gagnstæða átt sem virturinn er að fara. Minnir að þetta kallist cold break. en hann á semsagt að verða tærari líka.
Leit svona út áður:
en síðan byrjuðum við á því að slétta úr spýralnum
keyptum síðan 15m garðslöngu á 2þ kr.
þræddum spýralinn inní slönguna, þurftum að láta renna kalt vatn í gegnum hana fyrst því hún var svo stöm að innan.
tókum síðan gerjunarfötu og vöfðum utan um hana
og binda og binda og binda til að reyna fá þetta sem réttast. skiptir þó ekki öllu. má bara ekki herða of mikið.
þá var komið að fittings. erum að nota T stykki með 1/2" gengjum, 2 stk 1/2" kranastút, minnkun og síðan 8mm samtengi (jafnstór og spýrallinn)
síðan er þetta að sjálfsögðu allt pakkað og fínt og engin leki
og BINGO, 2 stk klár
síðan koma 2 slöngubútar á 1/2" kranastútana og hraðtengi á hinn endan, þá er þetta bara plugg&play.
Vonandi gagnast þetta ykkur eitthvað ef þið farið útí þessar hugleiðingar, bara smá vinna.
Heildarkostnaður:
Garðslanga: 2000kr.
fittings: c.a. 4000kr.
Spýrall: á sýnum tíma voru 10m á c.a. 10.000kr minnir mig
hraðtengi og fl.: um 1000kr.
aðalkostnaðurinn liggur í spýralnum sjálfum..
-Reynir Davíðs.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 18. Nov 2012 20:31
by viddi
Déskoti er þetta flott hjá ykkur og fagmannlega myndað í þokkabót. Leyfið okkur að heyra hvernig þeir reynast svo.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 18. Nov 2012 21:07
by bergrisi
Flott. Væri til í svona en ég nota minn líka til að hita upp vatnið í pottinum.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 18. Nov 2012 21:13
by Maggi
Gaman að þessu. Flottur er hann.
Eitt sem ég skil ekki. Hvernig er koparrörið þétt við téið? Ég sé nippil en ekkert pressfittings?
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 18. Nov 2012 21:31
by reynirdavids
Maggi wrote:Gaman að þessu. Flottur er hann.
Eitt sem ég skil ekki. Hvernig er koparrörið þétt við téið? Ég sé nippil en ekkert pressfittings?
er semsagt með 8mm spýral og 8mm samtengi sem við þrýstum saman og límdum innan frá.
Verður engin svaka þrýstingur á þessu þannig þetta reddast svona:)
Var í upphafi búinn að útfæra þetta öðruvísi en fittingsið var ekki til...
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 19. Nov 2012 22:27
by Maggi
Ok, got it.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 19. Nov 2012 22:32
by gosi
ég held ég hafi fellt nokkur tár þegar ég sá þessar myndir. En hvernig er þetta tengt við suðutunnuna?
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 20. Nov 2012 12:51
by reynirdavids
gosi wrote:ég held ég hafi fellt nokkur tár þegar ég sá þessar myndir. En hvernig er þetta tengt við suðutunnuna?
Er með hringrásardælu á suðutunnunni, slangan úr henni fer beint uppá koparrörið og úr hinum endanum er síðan slanga beint ofan í gerjunartunnu

Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 30. Nov 2012 00:49
by reynirdavids
viddi wrote:Déskoti er þetta flott hjá ykkur og fagmannlega myndað í þokkabót. Leyfið okkur að heyra hvernig þeir reynast svo.
Jæja þá er komin reynsla á þessa, komu bara helvíti vel út.
lak einn og einn dropi á mínútu fresti meðfram koparrörinu öðru megin, en það er ekkert sem maður getur ekki reddað með lími.
góð ábending fyrir þá sem ætla að smíða svona: 10m af 8mm koparröri er miklu meira en nóg kæling, virturinn kemur ískaldur út, kalda vatnið á móti má bara rétt gutla út til að hitastigið sé passlegt.
Vatnið þolir miklu meira flæði (þrýsting) þannig að 5-6m af svona koparröri ætti að duga léttilega
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 30. Nov 2012 11:28
by hrafnkell
Ég er einmitt með 5 metra og það er alveg feykinóg... Get dælt virt eins hratt og dælan afkastar og virtinn kemur út undir gerjunarhita. Gæti kælt meira ef ég vildi.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 8. Dec 2012 15:47
by gosi
Er að pæla með svona græju. Mynduð þið dæla virtinum aftur ofan í suðupottinn,
þeas hringrás þangað til hann kólnar?
Myndi maður þá líka dæla ofan í humlapokann ef maður er með svoleiðis til að ná hot breakinu?
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 12:15
by rdavidsson
gosi wrote:Er að pæla með svona græju. Mynduð þið dæla virtinum aftur ofan í suðupottinn,
þeas hringrás þangað til hann kólnar?
Myndi maður þá líka dæla ofan í humlapokann ef maður er með svoleiðis til að ná hot breakinu?
Það væri kannski nauðsynlegt að dæla ofan í suðutunnuna aftur ef virtinn kólnar ekki nógu vel á leiðinni í gegnum spíralinn; en í okkar tilfelli þá kælir hann eiginlega of mikið þannig að við dælum bara beint ofan í gerjunartunnurnar.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 14:00
by hrafnkell
Ég dæli venjulega í suðutunnuna þangað til að virtinn er orðinn 70 gráður eða svo. Þannig kemst ég hjá gallanum sem flestir nefna í sambandi við cfc, en hann er að maður er ekki að kæla allan virtinn og humlaútreikningar fari í eitthvað klúður.
Svo dæli ég beint í gerjunarfötu. Ef kælirinn kælir of mikið, þá minnkar maður bara kalda vatnið

Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 14:12
by Maggi
Hrafnkell,
hvað meinaru með því að "maður sé ekki að kæla allan virtinn"?
Ég nota sjálfur mótstreymiskæli og hef ekki þurft að dæla aftur yfir í suðutunnuna.
Er ekki megintilgangur með kælingu að kæla eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir sýkingu.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 14:31
by gosi
Hvernig reiknar maður þessa humlaútreikninga?
Er maður að tapa bragði og lykt eða?
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 14:54
by hrafnkell
Skal reyna að útskýra þetta betur...
Þegar maður er að kæla virtinn, þá er maður meðal annars að stoppa isomeringu alpha sýranna í humlunum - því lengur sem humall er í 70 gráðu vatni (virti), því meiri biturleiki næst úr honum. Þess vegna vilja margir meina að maður vilji koma öllum virtinum undir 70 gráður sem fyrst - Sem fæstir gera með cf eða plate chiller. Þetta getur haft það að verkum að bjórinn verði ögn bitrari en maður gerði ráð fyrir eða að aroma verði minna en ella o.s.frv. Það eru einhverjar aðrar ástæður
Þetta er líklega nitpicking í flestum tilfellum, en ágætt að hafa í huga að það er voða lítið mál að láta outputtið úr kælinum í pottinum í smástund, þangað til að allur virtinn er kominn í ~70 gráður og dæla svo í gerjunarílátin. Þá ætti maður að fá besta úr báðum heimum (immersion vs inline chilling)
Sjá meira:
http://www.mrmalty.com/chiller.php" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.mrmalty.com/late_hopping.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 16:40
by gosi
Ok víst að þú gerir þetta svona og ert sáttur þá myndi maður gera þetta eins.
Semsagt ef maður dælir ofan í aftur þá ætti maður að vera safe í sambandi við humladótið.
Það væri nefnilega pínu leiðinlegt ef maður er með allsvakalegan ilm í gangi og svo bara hverfur hann.
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 9. Dec 2012 16:51
by hrafnkell
gosi wrote:Ok víst að þú gerir þetta svona og ert sáttur þá myndi maður gera þetta eins.
Semsagt ef maður dælir ofan í aftur þá ætti maður að vera safe í sambandi við humladótið.
Það væri nefnilega pínu leiðinlegt ef maður er með allsvakalegan ilm í gangi og svo bara hverfur hann.
Hann myndi líklega ekkert hverfa... En hugsanlega vera ögn daufari...
Re: Heimatilbúinn CounterFlow Chiller
Posted: 15. Dec 2012 14:39
by Maggi
Þegar maður er að kæla virtinn, þá er maður meðal annars að stoppa isomeringu alpha sýranna í humlunum - því lengur sem humall er í 70 gráðu vatni (virti), því meiri biturleiki næst úr honum.
Ok skil, hafði aldrei pælt í þessu áður.