Page 1 of 1

heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 14. Nov 2012 10:12
by Hekk
planið er að þurrhumla IPA með amarillo og Centennial. Stefnt er á viku beint í gerjunarfat, ekkert secondary.

Centennial humlarnir eru lauf.

Þarf eitthvað að hafa áhygjur af því að þeir sökkvi ílla og blandist þar með verr en pellet humlarnir?

Ef þið eigið einhver trix ef þetta er eitthvað öðruvísi en maður er vanur með pellet humla þá væri gaman að sjá hvað ykkur finnst um málið.

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 14. Nov 2012 11:33
by sigurdur
Þú getur sett humlana í götóttann poka og sett marmarakúlu (auðvitað sótthreinsa pokann og kúluna) til að sökkva heilhumlunum.

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 14. Nov 2012 18:22
by gr33n
sigurdur wrote:Þú getur sett humlana í götóttann poka og sett marmarakúlu (auðvitað sótthreinsa pokann og kúluna) til að sökkva heilhumlunum.
Muna bara að nota slatta af kúlum. Ég notaði 4 stikki sjálfur og humlarnir náðu samt að fljóta allann tímann :lol:

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 14. Nov 2012 20:46
by hrafnkell
gr33n wrote:
sigurdur wrote:Þú getur sett humlana í götóttann poka og sett marmarakúlu (auðvitað sótthreinsa pokann og kúluna) til að sökkva heilhumlunum.
Muna bara að nota slatta af kúlum. Ég notaði 4 stikki sjálfur og humlarnir náðu samt að fljóta allann tímann :lol:
Ég hef notað stórar stállegur til að sökkva svona drasli :)

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 15. Nov 2012 02:20
by Idle
Steðji, að lágmarki 85 kg. Fyrir stórar lagnir.
Annars eru gler/stál/marmarakúlurnar ágæt lausn. Bara muna að sótthreinsa! :)

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 15. Nov 2012 08:57
by Hekk
ég þarf greinilega að útbúa stærðarennar poka fyrir alla humlana sem eiga að fara í þetta.

Ég hef samt séð á erlendum spjallborðum að menn eru stundum að láta humlana bara lausa í.

vilja meina að það sé í lagi að þeir fljóti ofan á svo lengi sem þeir blotni.

Hafiði einhverjar skoðanir á því?

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 15. Nov 2012 13:17
by Benni
Síðast þegar ég þurrhumlaði með heilum humlum þá dembdi ég þeim bara beint útí, ekki í neinum poka.

Ég fann ekkert að því og bjórinn varð hinn fínasti og eina sem var öðruvísi var þegar ég var að þrífa, laufin áttu það svoldið til að stífla niðurfallið

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 15. Nov 2012 23:45
by ulfar
Ég myndi vera alveg slakur og demba draslinu út í - heilum humlum jafnt sem pellet-um. Þetta dettur allt að lokum niður á botn. Fyrst þú ert að þurrhumla geri ég ekki ráð fyrir að þetta sé saumaklúbbsbjór svo að það komist ein humlaögn í glas ætti hún ekki að skemma neitt.

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 16. Nov 2012 08:30
by Hekk
kærar þakkir fyrir upplýsingarnar,

þetta er sjálfsagt eins langt frá því að vera Saumaklúbbsbjór og hægt er :beer:

Re: heilir/lauf humlar í þurrhumlun

Posted: 22. Nov 2012 18:50
by Hekk
Til gamans, þá er bjórinn byggður á þessari uppskrift:

http://www.homebrewtalk.com/f69/heavenl ... pa-141308/" onclick="window.open(this.href);return false;