Page 1 of 1

Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 13. Nov 2012 23:42
by gosi
Sælt veri fólkið.

Er að hugsa um næstu bjórgerð. Á 97gr af Centennial og 76gr af cascade
og mig langar helst að nota þá sem allra fyrst. Var að spá í smash uppskrift
sem inniheldur annað hvort.
Ekki lumar einhver á einni slíkri með öðrum hvorum humlinum?
Þarf ekki endilega að ná 20L, bara þannig að humlarnir nýtist sem mest.
Þarf að vera öl því ég hef bara kost á 20C.

Með fyrirfram þökk, Gosi.

Re: Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 14. Nov 2012 00:45
by Idle
Tja, með SMaSH væri þetta fremur einfalt. 100% Pilsner, Pale Ale eða Vienna. Svo myndi ég splitta humlunum í tvennt; 40% í 60 mínútur, 60% í 15 mínútur. :)

Re: Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 14. Nov 2012 07:09
by gosi
Takk. Ég set þetta í hugmyndakassann.

Re: Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 16. Nov 2012 11:33
by Haukurtor
Getur prófað að gera "New Albion Ale" - bjórinn sem gerði Cascade humlana fræga. Brugghúsið var titlað sem fyrsta nútíma microbrugghús í BNA.
Boston Brewing Company var að blása lífi í þennan bjór að nýju og verður í boði í takmörkuðu magni á næstunni.

En upprunalega uppskriftin er svona:

Í hann er notað 2-row (getur skipt út fyrir pale malt eða pilsner) og náð er O.G upp á ca 1.055
Síðan skiptir þú cascade niður í:
1/3 @60
1/3 @30
1/3 @15
Miðar á ca. 30 IBU (75 gr af cascade ná upp í 30 miðað við 1.050)
Hann kallar á "English Ale yeast", spurning með S-04 ?

Re: Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 16. Nov 2012 13:09
by hrafnkell
Haukurtor wrote:Getur prófað að gera "New Albion Ale" - bjórinn sem gerði Cascade humlana fræga. Brugghúsið var titlað sem fyrsta nútíma microbrugghús í BNA.
Boston Brewing Company var að blása lífi í þennan bjór að nýju og verður í boði í takmörkuðu magni á næstunni.

En upprunalega uppskriftin er svona:

Í hann er notað 2-row (getur skipt út fyrir pale malt eða pilsner) og náð er O.G upp á ca 1.055
Síðan skiptir þú cascade niður í:
1/3 @60
1/3 @30
1/3 @15
Miðar á ca. 30 IBU (75 gr af cascade ná upp í 30 miðað við 1.050)
Hann kallar á "English Ale yeast", spurning með S-04 ?
S-04 er líklega safe, kannski nottingham líka eða bara london esb eða eitthvað slíkt ef maður kemst í blautger.

Re: Hugmyndir um næstu bjórgerð

Posted: 17. Nov 2012 02:34
by gosi
Haukurtor og Idle, þið eruð snillingar. Ég hafði hugsað mér eitthvað
af því sem þið nefnið. Kannski bara aðallega humlatímana og grömmin.
Ég held ég noti Nottingham næst, allavegana prófa það næst.

Þótt fáir séu sammála þá vil ég að konan fái meiri áhuga (svo ég gæti bruggað meira).
Það þýðir að bjórinn verði að bjóða uppá meira (minna) en IPA. Kannski minna humlaðir
og með lægra FG. Veit ekki en kannski eitthvað sem ég stefni á í framtíðinni.