Misheppnuð bruggun:(
Posted: 12. Nov 2012 09:02
Það hlaut að koma að því að bruggun myndi gersalega misheppnast hjá mér. Gerillinn dó og lögurinn fór að mygla. Hér er sagan: Eftir að lögurinn var tilbúinn þá setti og bruggunarílátið inn í bílskúr til að láta það kólna. Daginn eftir þá mældi ég hitann og var hann þá um 10 °C. Ég tók þá löginn inn í íbúð inn í tölvuherberi og hækkaði vel í ofninum. Nokkrum dögum síðar var hitinn kominn upp í 20°C og bætti ég þá gerinu við. Nokkrum dögum eftir það var lyktin orðin óbærileg í herberginu og flutti ég þá ílátið inn í bílskúr, þó svo að ég vissi að þar væri alltof kalt. Eftir um 2 vikur af bruggun þá eðlisþunga mældi ég löginn og var hann þá um 1.030 (hafði byrjað 1.055) og hiti rétt um 11°C. Ég flutti þá ílátið aftur inn í tölvuherbergi og vonaðist til að hitinn gæti komið brugguninni aftur af stað, en það gerðist ekki. Ekki átti ég til meiri bruggunarger og um 2 vikum síðar ákvað ég að prófa að koma gerjun aftur af stað með venjulegu þurrgeri. Ekki gekk það vel:(. Núna er skrítin berjalykt af leginum og ennþá er eðlisþyngd 1.030. Seinna í dag fer þetta allt í klósettið
.
