Page 1 of 1
Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 15:49
by hrafnkell
Er einhver með plön fyrir þennan dag? Ég var bara að sjá þetta núna, en datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að fólk reyni að brugga á laugardaginn og bjóði vinum sínum að kíkja í heimsókn og fylgjast með...
http://www.homebrewersassociation.org/p ... mebrew-day" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 19:01
by Classic
Ég hlýt að vera á undan minni samtíð, gerði þetta fyrir hálfum mánuði. A.m.k. einn gestanna er búinn að hringja í mig og biðja um uppskriftir og talaði um að heimsækja þig fyrir helgina.. Hvort hann stendur við það er svo önnur saga

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 19:05
by gr33n
Haha... við vinirnir vorum einmitt búnir plana þetta, en þó á mánudaginn þannig að við erum innan skekkjumarka ekki satt

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 20:04
by bergrisi
Þræl sniðugt. Þetta er vinnuhelgi hjá mér en mun gera bjór í næstu viku og stefni á að kíkja á þig á miðvikudag.
Ef maður bíður einhverjum heim til að fylgjast með þá verður maður að vera soldið faglegur. Ég er alltaf að gleyma einhverju og hlaupandi um allt hús að leita að hitamæli, sykurflotvoginni, viktinni og yfirliett fatta ég eftir á að ég hefði getað gert eitthvað betur.
Spurning um að græja tossalista og fara í hvítann slopp og bjóða heim.
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 20:19
by hrafnkell
Classic wrote:Ég hlýt að vera á undan minni samtíð, gerði þetta fyrir hálfum mánuði. A.m.k. einn gestanna er búinn að hringja í mig og biðja um uppskriftir og talaði um að heimsækja þig fyrir helgina.. Hvort hann stendur við það er svo önnur saga

Hann kom og tók 2 uppskriftir í dag

Leifur Heppni og einhver helles minnir mig
bergrisi wrote:Þræl sniðugt. Þetta er vinnuhelgi hjá mér en mun gera bjór í næstu viku og stefni á að kíkja á þig á miðvikudag.
Ef maður bíður einhverjum heim til að fylgjast með þá verður maður að vera soldið faglegur. Ég er alltaf að gleyma einhverju og hlaupandi um allt hús að leita að hitamæli, sykurflotvoginni, viktinni og yfirliett fatta ég eftir á að ég hefði getað gert eitthvað betur.
Spurning um að græja tossalista og fara í hvítann slopp og bjóða heim.
Er ekki algjör óþarfi að vera að taka sig eitthvað alvarlega?

Bara láta vaða ef maður hefur tök á, alltaf gaman að koma félögum betur inn í hobbýin sín, þá hefur maður enn meira að tala um þegar maður hittir þá.
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 20:49
by Idle
Einmitt, Hrafnkell!
Ég stressaði mig a. m. k. aldrei yfir neinu þegar ég bauð mönnum að fylgjast með og taka þátt í mínu bruggi. Best þótti mér ef þeir báru upp spurningar sem ég gat ekki svarað mjög auðveldlega.
En ég er skipulagður í óreiðunni, svo týndir hitamælar og þess lags eru ekki vandamál hjá mér. Hinsvegar er ég í miklu uppáhaldi hjá Murphy, og hann bíður mín gjarnan við hvert einasta þrep.

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 20:58
by bergrisi
Var nú bara að grínast. Hef engar áhyggjur af áhorfendum. Þeir munu hvort eð er ekki þekkja rétt frá röngu í bjórgerð. Svo er bara um að gera að ljúga á jöfnum hraða þá halda allir að maður sé fagmaður.
Held ég fari í það að skipuleggja bjórdag.
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 1. Nov 2012 23:13
by gunnarolis
Ég brugga best undir pressu

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 2. Nov 2012 00:11
by Classic
Ég brugga best undir áhrifum

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 4. Nov 2012 00:43
by atlios
Er að leggja í kryddaðan jólabjór sem ég fann hérna á síðunni úr byo held ég. Bauð vin en hann lét ekki sjá sig... Hans missir því það er guðdómleg lykt hérna! Mmmmmm...

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 31. Oct 2013 16:51
by hrafnkell
Heads up, þessi dagur er að detta inn aftur, verður næsta laugardag.
Er einhver með plön fyrir daginn?
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 31. Oct 2013 18:03
by gugguson
Það er algjör tilviljun að Gerandi er að fá 4-5 kunningja í heimsókn á laugardaginn þar sem við ætlum að taka eina lögn og fræða þá um aðferðafræðina. Þessir gaukar hafa aldrei prófað þetta áður.
Eftir lögn verður stefnan tekin á Microbar.
Ég hafði ekki hugmynd af þessum degi, þetta var planað hjá okkur fyrir um 4-5 vikum síðan.
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 31. Oct 2013 22:58
by bergrisi
Skemmtileg hugmynd. Verð að prófa þetta. Hef ekki en boðið neinum að verða vitni af galdrinum sem bjórgerð er.
Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Posted: 6. Nov 2013 22:34
by Baldvin Ósmann
Skemmtilegt! Ég er nú tiltölulega nýbyrjaður en ég reikna með að vera tveim félögum innan handar fljótlega við sína fyrstu lögn. Vinur minn eyddi kvöldstund við að aðstoða mig þegar ég lagði í minn fyrsta bjór og ég hlakka til að geta "pay it forward".
Næsta ár skipulegg ég þetta og verð á réttum tíma.