Page 1 of 1

Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA

Posted: 31. Oct 2012 09:15
by Gunnar Ingi
Sælir ..

Þá er önnur afurð okkar félaga tilbúin til drykkju. (Gunnar Ingi, Gísli gr33n og Páll Ingi)

Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA
Upplag: 48 Flöskur
Dagsetning bruggunar: 26.9.2012
ABV: 5,4%

Image

--

Image


Uppskrift:
Tri-Centennial IPA uppskrift frá Hrafnkeli (brew.is: http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;)


Korn
5 kg Pale Ale malt
380 gr Munich I malt
160 gr CaraPils malt
160 gr CaraMunich II

Humlar
25 gr Centennial (60 mín)
40gr Centennial (20 mín)
68 gr Centennial (5 mín)
29 gr Centennial (þurrhumla eftir 5 daga í gerjun)

OG: 1.068
FG: 1.024

Við lentum í því að gerið stoppaði í 1.028. Við bættum við hreinsuðu Nottingham geri til að reyna að koma því af stað aftur og náðum honum þá niður í 1.024 og þannig fór hann á flöskur.

Smökkun:
Unaðslegt bragð. Ekkert mikið hoppaður (miðað við aðra IPA bjóra), hugsa að hopheads eins og við erum bætum aðeins í næst, en með skemmtilegri, sætri, maltáferð sem kemur líklega til vegna þess að gerjunin stoppaði. Ýtti algerlega upp vonum okkar eftir smökkunina á BB #1 sem var súr og olli miklum vombrigðum.

Re: Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA

Posted: 31. Oct 2012 12:55
by gr33n
Já, ég held að við þurfum að bæta meiru í þurrhumlunina. Fá meiri sítruslykt. Eiginlega það eina sem vantaði.