Page 1 of 1

Að tappa þrýstingi af kút

Posted: 24. Oct 2012 23:14
by Bjarki
Er nýr í kútaheiminum og er að reyna að átta mig á þessum heimi hef ekki en fleytt bjór á kút en það stendur vonandi til bóta. Er með pepsi útgáfuna þ.e. kúluláskúta en að því ég kemst næst kók útgáfuna af loki þ.e. á mínu loki er öryggisloki sem hleypir af ef þrýstingur fer yfir ákveðin mörk (ef þetta gerist er ventillinn ónýtur og þarf að skipta út) en á öllum vídeóum sem ég hef skoðað er ventill til að losa þrýsting af kútnum ef manni sýnist svo. Hef skoðað nokkur kúta myndbönd á jútúb og þar er oftar en ekki vakin athygli á hversu mikilvægt er að hleypa súrefni af kút eftir að bjór er dælt á kútinn. Þarf ég að fá mér nýtt lok með ventli sem hægt er að opna til að tappa af þrýstingi eða er þetta óþarfi ? Hver er ykkar reynsla ?
Hvað með pakkningar er eitthvað einstakt við Corny pakningar eða eru þær ósköp venjulegar úr Bykó ?
Hvað með smurefni er málið ? Á maður að panta fínerí að utan, nota matarolíu eða eitthvað annað ?

Re: Að tappa þrýstingi af kút

Posted: 25. Oct 2012 09:16
by hrafnkell
Þú getur ýtt niður pinnanum á gashliðinni til að hleypa gasi af. Flestir kútar sem ég hef fengið hafa ekki verið með sér ventli í þetta, bara lok með sjálfvirkum ventli sem þú varst að lýsa. Passaðu bara að ýta ekki niður pinnanum á bjórhliðinni, þá fer bjór útum allt :)

Matarolía dugar líklega skammt á pakkningarnar, er líklega of þunn. Feitin sem maður kaupir er svipuð vaselíni, og er einmitt petroleum-based. Einhvertíman las ég samt að vaselín skemmi gúmmí, þannig að ég veit ekki hvort maður geti notað það. Kannski var það bara vaselín og latex sem var vandamál.
Petroleum jelly is commonly used as a personal lubricant. (Not recommended for use with condoms because it dissolves latex.)[5]
http://en.wikipedia.org/wiki/Petroleum_jelly" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Að tappa þrýstingi af kút

Posted: 30. Oct 2012 21:22
by sigurdur
Ég man eftir einhverju matvælavænu smurefni í ~300ml túpum í N1 .. gæti verið að það sé nógu gott.