Page 1 of 1

Dökkur Kaldi klón

Posted: 22. Oct 2012 18:21
by KariP
Sælir.

Ég er að reyna henda saman hugmynd af klóni af dökkum Kalda.

Ég henti þessu upp í Beersmith og þetta er það sem ég er kominn með nú þegar.

Image

Hvað finnst ykkur? Þetta er fyrsta uppskriftin sem ég hendi saman svo þetta getur verið algjör þvæla sem ég henti saman. Ég fékk þó upplýsingarnar um kornið af bjorspjall.is
"Malt: Pilsen, Caramel, Munich, Colour
Humlar: 3 tegundir af tékkneskum humlum þ.á.m. hinir marg rómuðu Saaz humlar."

Veit ekki hvað þetta colour er, en ég henti bara 100 gr af ristuðum rúgi í staðinn.

Eins er ég ekki sáttur við stillingarnar á græjunum þarna. Ég get ekki valið nákvæmlega það sem ég er með, en ég er BIAB í 30 lítra pott og fylli 27 lítra af vatni eins og basic leiðbeiningarnar á brew.is gerir en forritið virðist ekki leyfa mér að velja það svo ég er ekki viss hvort þetta komi allt rétt út.

Ég væri til í að fá second opinion hjá ykkur snillingunum svo ég sé nokkuð viss að ég sé að fá eitthvað drykkjanlegt út úr þessu. :skal:

-Kári

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 22. Oct 2012 18:39
by hrafnkell
Enginn rúgur í uppskriftinni hjá þér :)

30 lítra biab prófíllinn í beersmith ætti að vera nærri lagi, en aðal málið er bara efficiency og batch size (20l). Svo notarðu bara það vatnsmagn sem þú hefur verið að nota. Getur líka breytt equipment profile, það eru til howto yfir það.

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 08:39
by helgibelgi
Nú er langt síðan ég fékk mér dökkan Kalda, er hann svona ristaður?

Ef ekki þá myndi ég halda að þú ættir að skipta út þessu ristaða byggi fyri carafa special eða súkkulaðimalt. Kannski getur einhver reyndari staðfest það.

Með beersmith myndi ég búa til equipment profile fyrir þínar græjur.

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 12:47
by reynirdavids
100gr carafa special III gæti verið sterkur leikur

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 13:13
by KariP
Takk fyrir ábendingarnar.

Ég upplifi sem eilítið ristað bragð af honum. Ég hef samt ekki reynsluna af þessu ristaða byggi, verður ristaða bragðið yfirþyrmandi ef maður notar 100gr af honum?

Ég uppfærði annars uppskriftina og eqipmentið og bætti carafa special 3 við. Tók út rista byggið sem ég er að velta fyrir mér hvort sé rétt ákvörðun eða ekki.
Er að hugsa um að nota 2x S-23 og gerja við 12-13 gráður.

Image

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 15:15
by helgibelgi
Þetta lítur bara frekar vel út eins og þú hefur sett þetta upp sýnist mér.

Er ekki málið bara að prófa og smakka síðan við hliðina á Kalda og sjá hvað mætti betur fara?

Í versta falli ertu með góðan heimabruggaðan bjór :skal:

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 15:21
by Örvar
áttu til "Caramel Wheat Malt" eins og er í uppskriftinni hjá þér eða ætlaru að nota eitthvað annað?

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 15:27
by KariP
Örvar wrote:áttu til "Caramel Wheat Malt" eins og er í uppskriftinni hjá þér eða ætlaru að nota eitthvað annað?

Góður punktur. Á bjorspjall.is stendur eingöngu "Caramel" . Ætti ég ekki bara að nota CaraHell í staðinn?

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 23. Oct 2012 15:32
by Örvar
Mér finnst líklegt að með "Caramel" malti eigi þeir við eitthvað af crystal malt tegundum.
Ég hef nú ekki nógu góða þekkingu á þessu en myndi skjóta á ca. Caramunich II eða Caramunich III og hafa þá magnið nær 5-10%. Held að 20% sé svakalega mikið af svona malti.

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 24. Oct 2012 18:56
by helgibelgi
Hugsanlega er 20% af crystal malti of mikið fyrir Kalda klón, en í sumar henti ég saman bjór sem var 60% crystal malt og hann varð bara þrusugóður! :mrgreen:

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 24. Oct 2012 19:34
by Feðgar
Mér þykir alltaf sama lygt af Kalda, eiginlega alveg sama hvaða tegund það er.
Já og svipað bragð sem fer yfir alla línuna.

Hefur það einhvað með gerið að gera eða....

Ef menn ætla að klóna Kalda þá hefði maður haldið að það væri einhvað sem þeir ættu að elta líka (þó mér líki þessi karakter ekkert sérstaklega)

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 7. Nov 2012 17:12
by KariP
OG var 1052 en hann er búinn að vera fastur í 1020 í 3 daga. = 4.2%.

Notaði 2 pakka af S-23
Á ég að bottla núna eða á ég að reyna fá hann neðar? Hann er búinn að vera 12 daga í fötunni. Hvað geriði annars þegar hann festist og nær ekki FG? Er ekki annars nokkuð öruggt að áfengisprósentan hækkist aðeins í flöskunum eða er það enginn marktækur munur?

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 7. Nov 2012 18:05
by sigurdur
KariP wrote:OG var 1052 en hann er búinn að vera fastur í 1020 í 3 daga. = 4.2%.

Notaði 2 pakka af S-23
Á ég að bottla núna eða á ég að reyna fá hann neðar? Hann er búinn að vera 12 daga í fötunni. Hvað geriði annars þegar hann festist og nær ekki FG? Er ekki annars nokkuð öruggt að áfengisprósentan hækkist aðeins í flöskunum eða er það enginn marktækur munur?
Leyfðu honum að bíða í 2 vikur í viðbót a.m.k. í kæli.
Ef þú vilt fá meiri alkohól, bættu þá við sykri uppleystum í sjóðandi vatni.
Mundu bara við ABV útreikninginn að þú bætir bæði við sykur OG vatni.

Annars er 4,2% bara fínt fyrir bjór - Pilsner Urquell er 4,4% ABV

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 7. Nov 2012 18:21
by hrafnkell
Gefðu honum meiri tíma. Getur prófað að hræra upp í gerinu ef þú vilt, en passa hreinlæti og að það komi ekki súrefni í bjórinn.

Lager bjór þarf venjulega 3 vikur allavega.

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 7. Nov 2012 20:07
by KariP
Á ég að prófa að hræra í gerkökunni líka eða bara fljótandi gerinu efst?

Re: Dökkur Kaldi klón

Posted: 7. Nov 2012 20:47
by sigurdur
gerkökunni.