Page 1 of 1

Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 21. Oct 2012 19:20
by Gunnar Ingi
Sælir ..

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að kynna fyrir ykkur fyrstu afurð Bakkabruggs (Ég sjálfur, Gísli gr33n og Páll Ingi)

Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter
Upplag: 52 Flöskur
Dagsetning bruggunar: 19.9.2012
ABV: 6,1%

Image

--

Image


Uppskrift:
Hafraporter uppskrift frá Hrafnkeli (brew.is: http://www.brew.is/oc/uppskriftir/Oat_Porter" onclick="window.open(this.href);return false;)
Með smávægilegum viðbótum (súkkulaði, appelsínubörkur og vanilla)

Malt
4.25 kg       Pilsner
0.35 kg       Caramunich II
0.30 kg       Cara-Pils/Dextrine
0.26 kg       Oats, Flaked
0.20 kg       Caraaroma
0.20 kg       Carafa Special I  
0.20 kg       Carafa Special III

Humlar

45.00 gm      Fuggles [4.50 %]  (60 min) 
35.00 gm      Goldings, East Kent [5.00 %]  (15 min)
20.00 gm      Fuggles [4.50 %]  (1 min)
15.00 gm      Goldings, East Kent [5.00 %]  (0 min)

Ger: Windsor

OG = 1,060 og því 68% nýtni - ABV: 6,1%
FG = 1.013
-----


Hann er ennþá ósmakkaður sem final product en við bíðum spenntir eftir að opna fyrstu flöskuna.. :)

Re: Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 21. Oct 2012 21:31
by bergrisi
Flott. Alltaf gaman að sjá menn nenna að setja miða á flöskurnar. Ég rétt svo nenni að setja miða á tappana.

Re: Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 21. Oct 2012 22:22
by gr33n
bergrisi wrote:Flott. Alltaf gaman að sjá menn nenna að setja miða á flöskurnar. Ég rétt svo nenni að setja miða á tappana.
Þetta er ótrúlega lítið mál... Mesta vinnan er í að klippa miðana, svo er bara penslað bak við með mjólk, og þar að leiðandi enginn vandi að losa miðana þegar flaskan er búin í notkun ;) Ekkert límkjaftæði.... bara kalt vatn.

Re: Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 21. Oct 2012 22:25
by Gunnar Ingi
bergrisi wrote:Flott. Alltaf gaman að sjá menn nenna að setja miða á flöskurnar. Ég rétt svo nenni að setja miða á tappana.
Þetta er auðvitað smá vinna en með PS nörd í hópnum verður þetta auðveldara..
Svo erum við þrír og hver og einn ræður hvort hann "miðar" sitt batch

Þá er þetta ekki eins mikil vinna.. :)

.. Segi ég á bjór nr 1, það getur vel verið kominn annar tónn á tíundu eða tuttugustu lögn.. :)

Re: Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 22. Oct 2012 00:00
by bergrisi
Mig grunar það nefnilega. Ég er búinn að gera að ég held upp undir 30 bjóra og fæ um 50 flöskur í hvert sinn svo þetta er um 1300 til 1500 bjórar á einu og hálfu ári. Hef sett miða á eina lögun. En finnst þetta flott framtak og ofurflottir miðar.

Re: Bakkabrugg #1 - Papi, Jólaporter

Posted: 22. Oct 2012 13:17
by helgibelgi
Næsta verkefni tengt brugginu verður klárlega að læra að búa til svona miða!