Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

Sælir drengir (og konur),

ég er búinn að lesa nokkrun slatta af póstum hérna og hef ákveðið að skella mér í þetta.
Ég var búinn að kaupa svona Canadian kit úr Ámunni og mér skilst að það gæti verið ágætis skóli fyrir það sem koma skal.
Það hafa einhverjir meistarar hér mælst fyrir um einhverjar breytingar á þessum kittum (modda þau).
Getið þið sem hafði reynslu af slíkum moddum kannski deilt reynslu ykkar með mér.
Eða er það kannski ekki fyrirhafnarinnar virði?

Annað: hvaða hitastig er ákjósanlegast fyrir gerjun á þessu Canadian kitti.
Kittin sem ég keypti heita Canadian lager og Canadian Pilsner.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Gvarimoto »

EG&BT wrote:Sælir drengir (og konur),

ég er búinn að lesa nokkrun slatta af póstum hérna og hef ákveðið að skella mér í þetta.
Ég var búinn að kaupa svona Canadian kit úr Ámunni og mér skilst að það gæti verið ágætis skóli fyrir það sem koma skal.
Það hafa einhverjir meistarar hér mælst fyrir um einhverjar breytingar á þessum kittum (modda þau).
Getið þið sem hafði reynslu af slíkum moddum kannski deilt reynslu ykkar með mér.
Eða er það kannski ekki fyrirhafnarinnar virði?

Annað: hvaða hitastig er ákjósanlegast fyrir gerjun á þessu Canadian kitti.
Kittin sem ég keypti heita Canadian lager og Canadian Pilsner.

Sæll, ég byrjaði á svona kittum sjálfur og var sjaldan ánægður með niðurstöðuna.
En það er sennilega vegna þess að ég gat ekki beðið, ég drakk bjórinn oftast 4-6 dögum eftir að ég setti hann á flöskur.
Þrátt fyrir það bruggaði ég kit dollur í ár, áður en ég fór í all grain. Sparnaðurinn var það mikill.

Það erfiðasta við bruggun er að bíða. Svo þú skalt undirbúa þig :)

að "modda" kittin, eða að boosta þau, sleppa sykri. sykurinn gefur vont bragð í bjórin því hann er svo hrár.
Ég var farinn að nota bara malt, getur keypt malt í hagkaup (ekki malt gosið) þetta er í svona krukkum þar sem allt líffræna draslið er.

Einnig geturu keypt malt dollur í ámuni eða vinkjallarinn.is og svo veit ég til þess að menn hafa verið að kaupa 1-2kg af base-korni og meskja það til að fá maltið, getur gert það í 10L potti held ég. (hef ekki vit á því) málið er að nota sem minnst af sykri til að fá betra bragð.

Svo er líka hægt að taka þetta malt, og sjóða það í 30min, og setja humla í það sem fást á brew.is (sjóða humlana í 15-30min)

Besta hitastigið á hefðbundnum kit bjór er 18-20°c en ef þetta væri alvöru pilsner þá væri það sennilega 12°c (þarft ekki að spá í því núna, þetta fer allt eftir gerinu, og gerið í svona kit bjór er bara hefðbundið öl-ger)

Lykillinn er svo að bíða, 3 vikur í fötu og 3 vikur á flösku. Ef þú smakkar fyrr þá verðuru bara fyrir vonbrigðum.


Gangi þér sem best með þetta!
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Benni »

vinsælustu "moddin" á þessum kit bjórum eru
1) já að skipta út sykrinum fyrir eitthvað sem skilur eftir meira bragð/fyllingu, candís, sýróp, malt extract eða jafnvel bara aðra dollu.
2) skipta út gerinu, eru nú yfirleitt engin eðalger sem fylgja dollunum, spurning um að prufa us-05 allavega útí pilsnerinn
3) bæta við humlum, annaðhvort þá í suðu eða þurrhumla 10-15gr. af cascade eða centennial í síðustu 7dagana t.d.

það er nú ekki beint mikil fyrirhöfn að breita til í svona, bætist eitthvað örlítið við hráefniskostnaðinn og með hitastigið þá fer það allt eftir gerinu sem þið ákveðið að nota, orginal gerið miðast yfirleitt við 20°c en ef þið verðið ykkur útum lagerger þá er það eitthvað minna 10-12°c

en annars þá er það bara að prufa sig áfram, þægilegt að vera með kitbjórana til að sjá hvar mistökin og klúðrin koma í ljós, þ.e.a.s. ef það verður eitthvað af svoleiðis.
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Plammi »

Ég er búinn að brugga eftirfarandi:
Better Brew export lager: Kit bjór, aðeins dýrari gerðin, bragðaðist þolanlega, varð samt aldrey góður.
Toucan - 2xkit saman af kittum frá Euroshopper (Scottish export + lager), enginn auka sykur: Bragðast þokkalega en er of sætur og of lítið áfengi (rétt rúmlega 3%)
Bee Cave All grain: nýkominn á flöskur og lofar góðu.

Mig langaði einmitt að prufa mig áfram með kittin til að læra ferlið og það kom sér vel þegar farið var í AG, en ferlið sem maður er að læra þarna er aðalega þrif og átöppun.
Ég vildi aldrey fara í að sjóða kittin eða bæta malti útí því þá fannst mér ég alveg eins getað farið út í AG strax. Einnig er maltið frekar dýrt þannig að það var hætt að vera ódýrt að brugga kit bjór fannst mér.
Að nota 2 kit saman var ekki alveg úthugsað hjá mér. Mikið magn var eftir af ógerjuðum sykri og ég setti ekkert til að vega upp á móti því. FG var 1028 minnir mig, og útkoman er dísætt öl sem manni verður eiginlega bara bumbult af. Hef séð að margir gera sér stout toucan, með einu stout kitti + einu lager kitti og svo 500gr af sykri til að boosta áfengið.

Ef ég mundi gera meira af kit bjór aftur þá mundi ég líklegast prufa mig áfram með hunang, púðursykur eða malt extracti + sykur, en ég mundi yfirleitt stoppa þegar kostnaður er kominn mikið yfir All grain kostnað.
Maltextractið held ég að þurfi ekki að sjóða nema maður vilji bæta humlum í, maltið er alveg nóg unnin vara fyrir, held það rýri bara gæðin að sjóða meira. Ég þekki samt ekki alveg nógu vel þessi búðarkeyptu extrökt, gæti vel verið að það verði/er betra að sjóða þau.

Varðandi gerið, þá hef ég lesið að gerin sem fylgja þessum kittum virka oftast vel, gera allavega allt sem til þeirra er ætlað. Held að nánast alltaf sé um ölger að ræða þrátt fyrir að stíllinn á kittinu segir Lager. Ert alveg góður í kringum 15-25°C (ætti að standa í leiðbeiningunum).
Ef kittið er að nálgast síðasta söludag þá gæti verið betra að skreppa út og kaupa pakka af US-05
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

Sælir aftur og takk kærlega fyrir aðstoðina.

Ég keypti þennan sykur sem áman seldi, dextose, náunginn í búðinni sagði að 1 kg dextose myndi gefa okkur styrk upp á ca. 4,5% okkur langaði í bjór sem væri rétt um 5% svo ég ætlaði að setja 1,25kg af sykri í þetta.

Mér líst vel þurr humlunina. Það var eitthvað sem ég sá að gat verið easy mod.
Ef ég skil þetta rétt þá er um að ræða 10-15 gr (grömm) síðustu 7 dagana af dvalartíma lögunarinnar í tunnunni, rétt?

Ef ég myndi svo vilja skipta hluta af sykrinum út fyrir malt eins og mælt er með hér að ofan hvernig ber maður sig að við það. Segjum að ég hafi ætlað að nota í þetta 1,25 Kg dextose, myndi ég þá td. fara í 0,75 Kg dextose og 0,5 Kg malt. Eru hlutföllin 1/1 á malti og dextose sykri?
Spurningin er í raun gefur 1 kg malt sama sykur magn (gerlafóður... ;) ) og 1 kg dextose?
Smá hint hér væri vel þegið.

Mbk
EG og BT
Proximo
Villigerill
Posts: 9
Joined: 12. Dec 2011 20:23

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Proximo »

Sæll

Ég hef búið nokkur kit til, þar á meðal var Danish lager úr Europris.... skringilegt dæmi þar, notaði eingöngu dextrose í hann og hann var aldrei súr... og ég prufaði það 2x, meðan allt annað sem ég hef prófað með bara dextrose... súrt og bara aldrei gott. En það er víst erfitt að nálgast það núna.

Besta kittið sem ég hef gert var Coopers Irish Stout. Notaði malt dollu með, dökka vissulega, og útkoman var bara nokkuð góð... minnti mig mest á Guinness. Hefði nú mátt þó humla maltið, eða prófa að einhverjar útfærslur sem ég var að pæla á þessum tíma.

Þó lagstur í hvíld frá þessu öllu í bili. Pæling af drífa sig í AG og fara bara yfir í þann pakkann. Eða prófa specialty malts til að koma þessu á annað level.

En það sem mér finnst langsniðugast við kit bjórinn... þú leggst í grunninn, þ.e. þetta er svo einfalt að ef það klikkar, þá þarftu ekki að velta mörgum hlutum fyrir þér sem hafa farið úrskeiðis.

Bara málið er :D ekki gefast upp þó útkoman sé ekki góð, pældu hvað fór úrskeiðis ef svo er og vera óhræddur við að prófa hvað sem þér dettur í hug. :)

Kveðja Proximo
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Plammi »

EG&BT wrote: Ef ég myndi svo vilja skipta hluta af sykrinum út fyrir malt eins og mælt er með hér að ofan hvernig ber maður sig að við það. Segjum að ég hafi ætlað að nota í þetta 1,25 Kg dextose, myndi ég þá td. fara í 0,75 Kg dextose og 0,5 Kg malt. Eru hlutföllin 1/1 á malti og dextose sykri?
Spurningin er í raun gefur 1 kg malt sama sykur magn (gerlafóður... ;) ) og 1 kg dextose?
Smá hint hér væri vel þegið.
Fann þetta á homebrewtalk:

Generally speaking:
(DMA=dry malt extract, LME=liquid malt extract)
1KG dextrose == 1.2KG DME
1KG DME == 1.25KG LME

DME is 80% as fermentable as dextrose
LME is 75% as fermentable as DME
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Benni »

þurrhumlunin er já frekar easy, gerjar bjórinn alveg út í tunnunni eins og þú myndir gera venjulega, setur humla útí, bíður í 5-7 daga og setur síðan á flöskur
svo er reyndar spurning um að útbúa humlate eða þá henda humlunum bara beint útí
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

OK súper, leyfi ykkur að fylgjast með.
Nú er bara að hefjast handa ;)
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

jæja við bræður lögðum í í gær.
Notaði 900gr af dextose og 500ml af agave sýrópi. Fór í hagkaup til að kaupa malt extrat en það fékkst ekki.
Nú er bara að redda sér humlum og bíða bara.
Sykurmæling sýndi 1050 ég vona að það sé ekkert of hátt. Skv. uppskriftinni átti þetta að vera ca. 1040.
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór) --- HJÁLP

Post by EG&BT »

jæja drengir, nú eru 6 dagar síðan við lögðum í og það er ekkert farið að bubbla ennþá í vatnslásnum.
Er stöffið ónýtt??
:oops:
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by KariP »

Hvað segir gravityið?
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by viddi »

Það þarf alls ekki að vera. Ég hef lent í því að það lak út annars staðar en um loftlásinn. Prófaðu að taka sýni og mæla "gravity". Ef það hefur lækkað síðan í upphafi er eitthvað að gerast. Ef ekki er passlegur tími til að panikka.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

OK takk, rauk beint eftir vinnu og mældi gravity.
Það var fyrir viku síðan 1050 en er komið núna 7 dögum seinna í 1022. Svo ég held þetta sé allt í lagi [hjúkk].

Annað...
Þegar ég opnaði fötuna blasti mjöðurinn við.
Þegar ég tappa á flöskur þegar þetta verður búið að gerjast, sýgur maður beint upp úr þessari gerjunartunnu og tappar á flöskurnar, eða er betra að færa þetta yfir í aðra fötu/tunnu og þaðan svo á flöskur.
Hvort finnst ykkur betra að hræra sykurinn út í mjöðinn og tappa svo á flöskur eða setja ofan í hverja flösku fyrir sig?
Mundi ég nota dextose sykur á flöskurnar eða eh. annað?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by Plammi »

Ég er búinn að prufa bæði og finnst miklu þæginlegra að blanda sykrinum í bjórinn og tappa svo á.
Ég hita upp sirka 130g strásykur í 2-300ml vatni, hræri í þar til vökvinn er alveg orðinn glær.
Set sykurvökvan í botninn á ílátinu sem ég ætla a fleyta yfir í.
Fleyti bjórnum yfir á það ílát og reyni að láta slönguna mynda hringrás í botninum.
Þegar allt er komið yfir á nýja ílátið þá hræri ég smá í til að blanda betur (held að þetta sé samt óþarfi), passa samt að hræra ekki of ákaft, bara smá hringrás.

Dextrose eða eitthvað annað fansí er óþarfi á þessu stigi þar sem þessi sykur er ekki að fara að hafa nein áhrif á bragð.

P.s. prufaði fyrst að nota coopers carb töflur og það virkaði ekki vel, bjórarnir voru mjög misjafnir og ömurlegt að reyna að skera töflu í tvennt til að ná 1 1/2 í 500ml flösku.
Last edited by Plammi on 31. Oct 2012 17:08, edited 1 time in total.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

OK takk f. það. Ég prófa að gera þetta með þessum hætti.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by hrafnkell »

Sýnist ráðin hjá Plamma vera fín.

Rétt að taka það líka fram að mjóður og bjór eru sitthvor hluturinn :)
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Nýir hérna, fyrsta bruggun (kit bjór)

Post by EG&BT »

hrafnkell wrote:Sýnist ráðin hjá Plamma vera fín.

Rétt að taka það líka fram að mjóður og bjór eru sitthvor hluturinn :)
hehe rétt er það, ætla að vona að þetta bragðist ekki alveg svoleiðis ;)
Post Reply