Froðueyðir - skemmtileg lesning
Posted: 24. Jul 2009 19:10
Sælir, gerlar góðir!
Faðir minn duflaði lítið eitt við bruggun og eimingu á sínum yngri árum, og lumar enn á ýmsum menjum því skyldu. Þar á meðal er hinn ágæti einblöðungur frá Hafplasti, sem ég rita hér á eftir (ásamt hverjum þeim ritvillum sem á blaðinu eru). Ritstíllinn er svo skemmtilegur, að ég má til með að deila þessum fróðleik um froðueyði með ykkur.
Faðir minn duflaði lítið eitt við bruggun og eimingu á sínum yngri árum, og lumar enn á ýmsum menjum því skyldu. Þar á meðal er hinn ágæti einblöðungur frá Hafplasti, sem ég rita hér á eftir (ásamt hverjum þeim ritvillum sem á blaðinu eru). Ritstíllinn er svo skemmtilegur, að ég má til með að deila þessum fróðleik um froðueyði með ykkur.
Froðueyðir
Það sem alltaf hefur vantað í landabruggið
Skammtur
Í öll venjuleg gerjunarílát, sem eru með um það bil ½ m2 yfirborð, nægir ein matsk. Af froðueyðir. Um leið og búið er að blanda ílöginni saman, skal setja froðueyðirinn saman við.
Hvað er froðueyðir?
Dow Corning fyrirtækið í Bandaríkjunum fann upp þessa sérstöku Silikon-þeitu og hefur hún nú hlotið aðþjóða viðurkenningu sem skaðlaus manneldi, og er hún því notuð í matargerð og matvælaiðnaði. Hún er m. a. stórkostleg í allri matseld, svo sem suðu á fiski og kjöti.
Þýskar sprittverksmiðjur byrjuðu fyrst að nota þennan froðueyðir og þaðan hefir vitneskjan um ágæti hans í landabruggi breiðst út.
En hvað gerir froðueyðir?
1. Hann kemur að sjálfsögðu í veg fyrir að froða myndist ofan á gerjunarvökvanum, og þess vegna er hægt að leggja í nær alveg stútfullt ílátið, án þess að eiga það á hættu, að allt velli út úr. Liggi mönnum á, geta þeir nú notað margfaldan gerskammt.
2. Með þessu er froðueyðirinn í rauninni að koma í veg fyrir að hraustustu gerfrumurnar, sem eru jú froðan sjálf, geti komist upp með að svíkjast um í vinnunni.
3. Þetta er vegna þess, að strax þegar lagt er í, gleypa hraustustu gerfrumurnar í sig bróðurpartinn af næringarefnunum í blöndunni og reyna því næst að svíkjast um í vínandaframleiðslunni með því að fara í froðuleik.
4. Að sjálfsögðu mynda þessar hraustu gerfrumur lítinn sem engan vínanda, á meðan froðuleikur stendur yfir, að ekki sé nú talað um það “þrælatap” sem verður ef froðan nær að flæða út úr ílátinu. Það er mjög erfitt að bæta slíkt gertjón eftir á, ef þessar gerfrumur tapast, því þær hafa sérhæft sig í blöndunni og einnig hafa þær sérhæft blönduna fyrir sig á móti, sem virkar drepandi á nýjar aðskotafrumur.
5. En með froðueyðinum verður gerjunin eins hraðvirk og frekast er unt. Það gefur mun betri vínanda og miklu minna af bragðfúlum aukaefnum, sem fyrir alvöru fara að myndast, 8 – 12 dögum eftir að lagt var í. Þetta er stórkostlegur ábati.
6. Önnur aðalástæðan fyrir því að nota froðueyðir er eimingin. Við suðu í eimingartækjum myndast alltaf froða, hvaða nöfnum sem tækin nefnast. Sú froða myndar óhrein gufuskil og stundum meira að segja grugguga ólgu og gusur upp í kæliturninn og eimsvalann. Hafi froðueyðir verið notaður í upphafi, þegar lagt var í, kemur hann einnig í veg fyrir þessa froðumyndun í eimingu. ATH: Feiti eða olía getur að vísu einnig komið í veg fyrir froðu í tækjunum, EN hún smitar öll tækin að innan svo fljótlega fer fitudrulla að koma yfir í eiminguna. Slíkt er bannsettur óþverri.