Page 1 of 1

Krukkur

Posted: 10. Oct 2012 19:42
by kari
Hvar væri helst að leita að krukkum sem m.a. mundu henta í gerþvott?
Kíkti í Ikea en var ekkert allt of ánægður með úrvalið.

Re: Krukkur

Posted: 10. Oct 2012 19:56
by Gvarimoto
Sæll, ég fór í tiger um daginn þar sem það eru hellingur af sultukrukkum sem henta frábærlega í þetta.

Krukkan kostaði 300kr, ég tók mér nokkrar og þær hafa virkað mjög vel.


Svo veit ég um krukkur í rúmmfatalagernum, þar geturu fengið svona stóra mason jar, 1L eða eitthvað, man ekki verðið (til í minni stærð líka).

Re: Krukkur

Posted: 10. Oct 2012 20:06
by gr33n
Hreinlega bara ódýrara að kaupa krukkur í bónus ;)
Ótrúlegt úrval þar, en það eina sem þú þarft að gera er að éta eða hella úr þeim og þrífa.

Re: Krukkur

Posted: 11. Oct 2012 12:30
by kari
Takk fyrir það.

Kíki á Tiger og Rúmfatalagerinn ef allt klikkar þá kaupi ég slatta af rauðkáli í Bónus :)

Re: Krukkur

Posted: 11. Oct 2012 20:53
by gunnarolis
Það sem skiptir máli í þessu er hversu gott er að sjóða allt draslið saman. Ég hef verið slatta í þessum gerþvotti og mér fannst best að nota smellulokskrukkurnar úr IKEA með sílíkon þéttingunni. Þær eru alltaf 100% loftþéttar, sama hvað þú ert búinn að sjóða þær oft, þær eru massífar og brotna ekki þegar fer að bubbla í vatninu og þær berjast í botninn á pottinum og eru tiltölulega ódýrar. Eini ókosturinn við þær eru hvað þær eru fyrirferðamiklar og erfitt að raða þeim í pottinn. Það eru 2-3 stærðir, 250ml, 1000ml og 2000ml í það minnsta. Þetta kostaði, síðast þegar ég fór í IKEA, ekki svo mikið.

Ekki kaupa krukkur með plastlokum, ég prófaði það, það var ekki gaman.

Re: Krukkur

Posted: 27. May 2013 21:54
by garpur
Hefur einhver rekist á svona Ball mason jars hér á landi, þekkjanlegar á því að lokið er gert úr tveimur pörtum?
http://ladyashburnhampickles.com/wp-con ... Final1.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Krukkur

Posted: 30. May 2013 10:50
by sigurdur
garpur wrote:Hefur einhver rekist á svona Ball mason jars hér á landi, þekkjanlegar á því að lokið er gert úr tveimur pörtum?
http://ladyashburnhampickles.com/wp-con ... Final1.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Já .. man samt ekki hvar ég sá þær.. (margir mánuðir síðan), sorry