Page 1 of 1
Jólabjór
Posted: 4. Oct 2012 22:33
by humlarinn
Eru menn eitthvað farnir að huga að jólaölinu?
Mig langar að brugga einhvern góðan jólabjór og þá helst einn dökkan og einn ljósan. Hvað hafið þið verið að brugga fyrir jólin?
Re: Jólabjór
Posted: 5. Oct 2012 10:38
by gr33n
Ég þorði ekki öðru en að byrja fyrir um 3 vikum síðan. Er að fara að setja í flöskur núna þar sem ég býst við að jólaporterinn þurfi aðeins að aldrast. Hann gæti jafnvel verið orðinn enn betri að ári liðnu.
Re: Jólabjór
Posted: 5. Oct 2012 17:42
by Feðgar
Við settum í tvo bjóra nýlega. Annar heitir einmitt Jólabjórinn 2012 og hinn er Robust Porter.
Grav prufurnar úr þeim báðum lofa góðu, mjög góðu.
Jólabjórinn er núna í kælingu til að fella gerið og það verður spennandi að smakka hann aftur eftir helgi.
Re: Jólabjór
Posted: 13. Oct 2012 17:07
by Hjalti
Mín reynsla er að jólabjórarnir mínir hafa verið betri árið eftirá en það ár sem ég bruggaði þá. Er að súpa á einum 3 ára gömlum ESB núna og er alveg að kafna af hamingju.