Page 1 of 1

Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 1. Oct 2012 00:11
by Feðgar
Við feðgarnir prófuðum nýja aðferð við að tappa á flöskur í kvöld. Settum 32 lítra af svokölluðu sumaröli á 500 ml flöskur. Bjór sem okkur þótti ekkert spes og lögðum bara til hliðar. Er reyndar orðinn ágætur núna.

Kallinn hann pabbi er alltaf einhvað að dunda sér út í skúr á kvöldin og þetta er það nýjasta.
IMG_0293.jpg
IMG_0293.jpg (154.06 KiB) Viewed 12772 times
Smíðað af erlendri fyrirmynd og svínvirkaði líka svona rosalega.
Það tekur að vísu lengur að renna á flöskurnar með þessu en gamla einfalda krananum en það fer enginn bjór í flöskuna fyrr en það er búið að blása vel úr henni með kolsýru og blása þrýstinginn upp í sama þrýsting og er á keggnum.

Engin froða og nær alltaf jafnt í flöskunum.

Það er aðeins eftir að fín "tjúna" þetta. Stytta legginn fyrir ofan úrhleypiventilinn og liðka kranana tvo.

Slöngubúturinn á enda rörsins er þarna til að rörið nái niður í botn. Þetta var bara prufukeyrsla og auðveldara að redda þessu svona fyrir 500 ml flöskurnar heldur en að lengja í rörinu. Annars er það í réttri lengd fyrir 330 ml. flöskurnar sem við notum vanalega.

Re: Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 1. Oct 2012 09:17
by bergrisi
Alvöru íslensk bjórbyssa.

Kallinn er snillingur.

Þið verðið að koma með þetta á fundinn á mánudag.

Re: Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 21. Jun 2013 15:59
by helgibelgi
Við vorum að spá hérna... Af hverju settuð þið T þarna efst þar sem bjórinn kemur inn? (gerði ráð fyrir að bjórinn færi þar inn)

Var bara að spá í þessu vegna þess að við Bjarki erum að skoða það að búa svona til sjálfir (elskum DIY).

Þarf ekki bara að vera svona L-tenging þarna efst eða til hvers er opið í báðar áttir?

Re: Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 21. Jun 2013 17:10
by hrafnkell
helgibelgi wrote:Við vorum að spá hérna... Af hverju settuð þið T þarna efst þar sem bjórinn kemur inn? (gerði ráð fyrir að bjórinn færi þar inn)

Var bara að spá í þessu vegna þess að við Bjarki erum að skoða það að búa svona til sjálfir (elskum DIY).

Þarf ekki bara að vera svona L-tenging þarna efst eða til hvers er opið í báðar áttir?
Counter pressure bottle filler :)

Ágætt myndband hérna og texti um notkun.
http://morebeer.com/products/counter-pr ... iller.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 22. Jun 2013 12:50
by Feðgar
Við erum búnir að breyta þessu núna.

Í stað kranans sem er er hægra megin að ofan er núna kominn svona gikkur eins og er fyrir miðju.

Í gegnum hann kemur kolsýra sem við notum til að ræsta út flöskurnar. Við stingum stafnum nánast niður í botn og blásum kolsýru í dágóða stund.
Svo rekum við stafinn alveg niður og þá þéttir gúmmítappinn og flöskurnar pumpast upp í sama þrýsting og er á keggnum.

Þá opnum við fyrir bjórinn sem kemur inn vinstra meginn í "T"inu. Þá gerist ekki neitt því það er sami þrýstingur í bjórflöskunni og ofan á bjórnum.

Því næst tökum við létt í gikkinn sem er fyrir miðju til að létta örlitlum þrýstingi af flöskunni og bjórinn fer að flæða. Kolsýran úr flöskunni fer eftir slöngu sem er upp á gikknum og liggur í fötu, bara svona upp á það ef bjór eða froða sleppur í gegn að það frussist ekki út um allt.

Við erum vanalega tveir að tappa. Það gengur næginlega hratt að setja á flöskurnar að hinn hefur tíma til að skella tappanum á, þurrka af flöskunni og setja límmiða á tappann, en ekki mikið meira en það.

Ávinningurinn er sá að við eftirgerjum á keg og getum því átt bjór á kút ef það hentar og skellt á flöskur ef við óskum þess. Auk þess sem að það er sama sem ekkert botnfall í flöskunum.

Re: Nú töppum við á flöskur við 1 BAR

Posted: 22. Jun 2013 16:59
by bergrisi
Algjör snilld.