Page 1 of 1

Þórunn Antonía IPA

Posted: 29. Sep 2012 08:20
by AndriTK
Ætlum að brugga einn IPA í dag sem er þegar kominn með nafn. Nafnið var nokkuð automatíst þar sem sagan segir að uppskriftin sé "straumlínulagaðri en Þórunn Antonía" ;) Gunnar Óli á heiðurinn af þessari uppskrift, en uppskriftin ásamt miða í viðhengi

Re: Þórunn Antonía IPA

Posted: 29. Sep 2012 11:21
by bergrisi
Flottur miði og gott nafn.
Ef bjórinn klikkar þá er alltaf hægt að horfa á miðann og njóta.

Re: Þórunn Antonía IPA

Posted: 30. Sep 2012 12:13
by AndriTK
OG endaði í 1066.

Það var mikill barningur að sippa virtinum yfir í carboy þar sem humlablöðin voru svo stór og fyrirferðamikil að það stíflaðist alltaf hjá okkur. Þetta tókst þó á endanum og tókst okkur meira að segja að stífla niðurfallið ;)

Kældum í gærkveldi og skelltum í gerjum og aðeins byrjað að bubbla núna

Re: Þórunn Antonía IPA

Posted: 18. Oct 2012 13:48
by AndriTK
mældum smökkuðum og þurrhumluðum í gær. Bragðast vel og stendur í 1014. Töppun eftir viku.

Re: Þórunn Antonía IPA

Posted: 23. Dec 2012 17:29
by AndriTK
þessi var ekki sem verstur. Mætti þó vera betri, ætlum að gera hann aftur á annan í jólum og þá með smá breytingu. Aðal breytingin er samt í því að við ætlum að sleppa chinook og taka cascade í staðinn. Upphaflega planið var að setja columbus í staðinn en hugsa við prófum cascade fyrst.