Page 1 of 2

Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 27. Sep 2012 20:44
by Feðgar
Jæja þar sem google chrome er farið að gúddera fágun hjá mér aftur þá datt mér í hug að sýna nýju græjurnar okkar.
Kallinn hann pabbi er búinn að smíða þessar líka flottu græjur.
75 lítra pottur. Einangraður botn og hliðar. Er gerður úr 30 lítra keg.
Notuðum elementin og annan búnað úr gamla plastpottinum.
Nýja græjan. 75 lítra einangaður pottur með innbyggðum kælispíral og tvem 2 kw elementum
Nýja græjan. 75 lítra einangaður pottur með innbyggðum kælispíral og tvem 2 kw elementum
Settoppið
Settoppið
Svo smíðaði hann þetta líka flotta stjórnbox með PID og SSR auk rofa fyrir hvort element fyrir sig og dæluna. Það er enn nóg pláss í boxinu vilji maður bæta einhverju við.
Stjórnboxið
Stjórnboxið
Rúmir 60 lítrar Pre-Boil
IMG_0274.jpg
Humlapokinn út í og allt á fullri suðu.
IMG_0276.jpg
Innri korntunnan úr gömlu græjunum. Það eru þrír spaðar líkt þeim sem sést í auk þess sem það er spaði fyrir neðan gataplötuna í botninum til að tryggja hreyfingu við elementin. Þarna eru rúm 12 kg. af korni svo það má bæta vel í.
IMG_0273.jpg

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 27. Sep 2012 23:36
by bergrisi
Þetta er bara geðveikt. Kallinn er snillingur.

Ég held að þið hafið núna enga afsökun að brugga ekki á fullu.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 08:22
by Maggi
Þetta er mjög skemmtilegt. Flott smíði!

Er heitt vatn sett á inntakið þar sem græna garðslangan er tengd til að ná upp hita?

Til hamingju með nýja búnaðinn.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 09:36
by sigurdur
Sneddí .. á ekki að taka upp eitt myndband og smella því hér inn?

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 10:20
by hrafnkell
Eins og ég sagði við þig um daginn; Þetta er mega flott og augljóslega útpælt. Ég bíð spenntur eftir smakki úr þessum græjum :)

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 16:11
by helgibelgi
Mig langar í svona! Flott hjá ykkur! :skal:

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 16:14
by Feðgar
Maggi wrote:Þetta er mjög skemmtilegt. Flott smíði!

Er heitt vatn sett á inntakið þar sem græna garðslangan er tengd til að ná upp hita?

Til hamingju með nýja búnaðinn.

Þetta má nota bæði til hitunar og kælingar, fyrir innan er 16mm. riðfrír spírall 6m. langur.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 28. Sep 2012 16:19
by Feðgar
Takk fyrir það strákar.

Það er lítið mál að redda videói af þeim í gangi, það stendur jafnvel til að setja í einn sverann Porter á sunnudaginn ef við höfum tíma.

Svo er spurning hvort við mætum ekki bara með búnaðinn á fundinn hjá Rúnari og fáum álit og krítík frá ykkur.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 10. Oct 2012 23:11
by garpur
Öfunda ykkur af þessum græjum :-)

Hvernig endið/festið þið hræruna niðri í pottinum? Er svipað gat og maður sér að ofanverðu þar sem þið tillið svo hræru stönginni í eða er eitthvað annað upp á að missa ekki korn út meðfram stönginni?

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 11. Oct 2012 10:53
by Feðgar
Tunnan með hrærunni í er sjálfstæð frá pottinum. Þegar við lyftum henni upp úr þá kemur hræran og allt kornið upp og eftir er bara suðupotturinn
Botninn á innri tunnunni, þessari sem hræran er í er með sígötuðum botni til að hleypa virtinni niður og í honum eru legur að ofan og neðan sem bera öxulinn sem spaðarnir eru á.

Á öxlinum eru 4 spaðar. Einn sem sést þarna en hann heldur hreyfingu á virtinni fyrir ofan elementin. Svo er einn sem skefur botninn og lyftir korninu frá gataplötunni og svo eru tveir ofar á öxlinum sem velta korninu í virtinni.
5 IMG_6417.JPG
5 IMG_6417.JPG (32.59 KiB) Viewed 72049 times
Ég er með myndir innan úr korntunnunni í símanum hjá mér, þarf bara að skella þeim á tölvuna

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 11. Oct 2012 19:08
by garpur
Takk fyrir skjót svör, ég mun reyna að sjá hvort það takist mér ekki að leika þetta eftir ykkur :-)

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 12. Oct 2012 15:20
by garpur
Jæja maður getur ekki hætt að spyrja spurningar :-)

Gata platan sem þið notuðuð, hvað eru götin stór hjá ykkur og eruð þið sáttir við þau (gott flæði og ekkert að sleppa framhjá)?
Ég heyrði í Ferró með þessar plötur og þeir voru að bjóða upp t.d. 2mm gatastærð í 1mm þykkt. Gat fengið 1x1m plötu hjá þeim á eitthvað 14þúsund.

Eitt sem ég rak mig líka á voru mismunandi gerðir af ryðfríu stáli, 304 eða 316. Er búinn að googla þetta að sjálfsögðu og mér sýnist 316 vera meira fyrir okkar not (þolir t.d. betur súran vökva). Ferró áttu þó bara 304 efni.
Hvað segja menn, er hundrað í hættunni að hoppa á 304 efnið eða eru þetta bara einhverjir öfga staðlar sem eru að flækja málið?

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 12. Oct 2012 23:12
by Feðgar
Bara gaman af því að menn sýni þessu áhuga og minnsta mál að svara spurningum.
Götin eru 2 mm. Man ekki hver þykktin er en þetta var bara það sem var til.
Jú vissulega sleppur einhvað korn í gegn. Við höfum dælt í gegnum sigti í lok meskingar og fengið einhvað smávegis af korni í það, en það hefur verið innan við lúkufylli af blautu korni. Og miðað við hve stórar laganir við höfum verið að gera og hve mikið korn við notum þá held ég að það verði að teljast ansi gott.
Neðsti spaðinn skefur gataplötuna og lyftir korninu frá þannig að virtin rennur fínt í gegn. Magnið af virt miðað við korn í korntunnunni er mjög temmilegt.

Ég held að það skipti í rauninni engu máli hvaða stál yrði notað í svona svo framanlega sem það er einhverskonar rústfrítt. Við notuðum td gamlan bjórkút sem við gátum ekki notað í annað í pottinn sjálfann. Það var góð leið til að reyna að gera þetta á sem ódýrastan máta, maður má ekki alveg missa sig í gleðinni. Mótorinn sem snýr hrærunni er td gamall rúðuþurrkumótor sem við fengum hjá vini og virkar líka svona fínt

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 18. Oct 2012 09:40
by Oli
Flott græja, endilega koma með myndband af bruggsession.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 3. Oct 2013 21:29
by Feðgar
Við erum búnir að fá nokkrar spurningar um hvernig þetta sé uppbyggt hjá okkur, núna seinast í skilaboðum hérna á Fágun.

Þar sem myndir segja meira en þúsund orð þá held ég að innri tunnunni sé best lýst þannig.

Þarna sést hvernig öxullinn nær í gegnum falska botninn og snýr spaða sem heldur ólgu við elementin.
Þetta eru 2 mm göt í botninum sem passar vel við 25 l/min. hringrásardæluna.
IMG_6417.JPG
IMG_6417.JPG (32.2 KiB) Viewed 72050 times
Þarna eru spaðarnir. Sá neðsti skefur gataplötuna í botninum.
IMG_6748.jpg
IMG_6748.jpg (26.74 KiB) Viewed 72050 times
Þetta er rúðuþurrkumótor sem fékk fírkannt framlengingu sem sett er upp á öxulinn. Mótorinn er svo á álbrakketi sem smellur af og á eftir hentusemi
IMG_6421.JPG
IMG_6421.JPG (28.9 KiB) Viewed 72050 times

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 3. Oct 2013 21:41
by kari
Feðgar wrote: Þetta eru 2 mm göt í botninum sem passar vel við 25 l/min. hringrásardæluna.
Ertu nokkuð með nánari útlistun á hringrásardælunni?

Þetta lítur allt frekar vel út hjá ykkur feðgum.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 3. Oct 2013 21:42
by Feðgar
Já og elementin eru frá Rafhitun í Hafnarfirði.
Þau eru tvö, riðfrí og mjög stór þó þau séu aðeins 2 kw hvort
Þau gefa u.þ.b. 2.3-2.8 wött á fersentimeter svo brunavandamál heyra sögunni til hjá okkur, en við vorum búnir að hella niður nóg af bjór vegna bruna áður.
Eigum reyndar bara eina mynd af þeim og sú er tekin strax eftir suðu.
Já og það er ekkert mál að þrífa þetta, Við látum dæluna dæla þvottarvatninu út jafnóðum og með því fara allar leyfar af korni og slíkt. Uppþvottarbursti og garðslangan það eina sem þarf.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 3. Oct 2013 21:45
by Feðgar
Takk fyrir það.

Þetta er March Model 809 HS (Food Grade)

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 5. Oct 2013 18:37
by Maggi
Þetta er svakalega skemmtileg græja. Ég er með tvær spurningar.

1) Hafið þið prófað að gera samanburðarmælingar á bruggi með og án spaðahrærunnar? Bara að pæla hversu miklu það breytir að hafa spaðana.
2) Veistu hvað hitaelementin kostuðu?

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 5. Oct 2013 23:06
by Feðgar
Fljótlega eftir að við stöðvum hræruna þá hættir að renna í gegnum kornið af einhverju viti.
Við gerum það alltaf að við stöðvum hræruna og dælum upp á kornið í smá stund. Kornið þéttist og síar fína sallann úr virtinni. Það mundi ekki ganga að vera með svona afkastamikla dælu ef við mundum ekki hræra í korninu.

Auk þess þá er hitaneminn fyrir PID stýringuna í lögninni á milli tunnunar og dælunnar. Við þurfum gott flæði til að vera öruggir með að neminn sé að nema rétt hitastig. Við teljum að það sé réttara að mæla hitastigið á vökvanum sem er á hreyfingu um kerfið frekar en að mæla hitann á einum stað í tunnunni.

Elementin koma í beinum lengjum og eru formuð eftir óskum hvers og eins.
Þessi kostuðu 13 þúsund hvort þegar þau voru smíðuð.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 6. Oct 2013 09:01
by Maggi
Takk fyrir góð svör.

Þar sem þið eruð með mjög afkastamikla dælu og hræru eruð þið þá ekki að fá svakalega háa nýtni?
Auk þess þá er hitaneminn fyrir PID stýringuna í lögninni á milli tunnunar og dælunnar. Við þurfum gott flæði til að vera öruggir með að neminn sé að nema rétt hitastig. Við teljum að það sé réttara að mæla hitastigið á vökvanum sem er á hreyfingu um kerfið frekar en að mæla hitann á einum stað í tunnunni.
Sammála þessu, ég er einnig með þetta svona hjá mér.
Elementin koma í beinum lengjum og eru formuð eftir óskum hvers og eins.
Þessi kostuðu 13 þúsund hvort þegar þau voru smíðuð.
Þetta eru skemmtileg element, sérstaklega vegna þess að þau eru ryðfrí eins og þú sagðir. En svakalega eru þau samt dýr. Skil það svo sem þar sem þau eru sérsmíðuð.

Enn og aftur, svakalega flott smíði.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 6. Oct 2013 11:14
by Feðgar
Við reiknum uppskriftirnar okkar miðað við 88-90% nýtni.


Þetta er samt lítill kostnaður þegar maður reiknar inn í allan þann tíma sem fór í að vesenast með hraðsuðukatla elementin, já og allt hráefnið og erfiðið sem fór bara í vaskinn vegna þess að það kom brunabragð í bjórinn.
Hefðum við byrjað með þessi í upphafi þá hefðum við sparað okkur svo mikla vinnu og vangaveltur, sparað okkur ótal breytingar á tunnunni o.s.f.v.
Kostnaðurinn við þær æfingar hefur verið meiri en sem nemur þessum elementum

Auk þess þá eru þessi riðfrí, ættu því að endast lengur en hefðbundin element, hugsanlega mörgu sinnum lengur. Ef maður hugsar það þannig þá eru þau ekkert svo dýr.
Þau eru enn eins glansandi fín og þegar þau voru ný.


Svo má líka velta því fyrir sér hvort að útfellingin af hefðbundnum elementum sé einhvað sem við viljum hafa í bjórnum okkar. Við lentum t.d. í því að það brann gat á eitt hraðsuðukatla elementið. Sem segir manni það að málmurinn úr því var búinn að vera að losna upp út í bjórinn smá saman. Við erum lausir við slíkt með þessi.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 6. Oct 2013 15:04
by Maggi
Við reiknum uppskriftirnar okkar miðað við 88-90% nýtni.
Það er ansi gott
Þetta er samt lítill kostnaður þegar maður reiknar inn í allan þann tíma sem fór í að vesenast með hraðsuðukatla elementin, já og allt hráefnið og erfiðið sem fór bara í vaskinn vegna þess að það kom brunabragð í bjórinn.
Skil það vel. Ég er einmitt ekki fullkomlega sáttur við Camco elementin sem eru mest notuð af bruggurum. Þá helst að þau eru ekki ryðfrí. Væri til í að skipta þeim út hjá mér. Mér leist heldur aldrei á þessi hraðsuðuelement.
Svo má líka velta því fyrir sér hvort að útfellingin af hefðbundnum elementum sé einhvað sem við viljum hafa í bjórnum okkar. Við lentum t.d. í því að það brann gat á eitt hraðsuðukatla elementið. Sem segir manni það að málmurinn úr því var búinn að vera að losna upp út í bjórinn smá saman. Við erum lausir við slíkt með þessi.
Af sömu ástæðu (tæringu) hef ég stundum efast um að Camco elementin séu sniðug í bruggið.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 6. Oct 2013 21:41
by sigurdur
Þetta er samt lítill kostnaður þegar maður reiknar inn í allan þann tíma sem fór í að vesenast með hraðsuðukatla elementin, já og allt hráefnið og erfiðið sem fór bara í vaskinn vegna þess að það kom brunabragð í bjórinn.
Skil það vel. Ég er einmitt ekki fullkomlega sáttur við Camco elementin sem eru mest notuð af bruggurum. Þá helst að þau eru ekki ryðfrí. Væri til í að skipta þeim út hjá mér. Mér leist heldur aldrei á þessi hraðsuðuelement.[/quote]
Hafðu samt í huga að hraðsuðuelement eru líka ryðfrí .. þó sum séu verri en önnur.
Ryðfrítt þýðir ekki endilega ryðfrítt stál .. getur líka þýtt króm eða zink húð .. :/

Feðgar, er málmurinn í hitöldunum ykkar ryðfrítt stál?

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Posted: 6. Oct 2013 23:08
by Feðgar
Já þau eru úr ryðfríu stáli.
Það sér ekki á þeim, enn jafn glansandi fín og þegar þau voru ný.

Það eru í boði minni element sem eru ódýrari. Margar stærðir reyndar.
Ástæðan fyrir því að við fórum í þessi element er sú að þau gefa svo fá wött per fersentimeter. Þetta eru lengstu lengjurnar sem þeir áttu í 2 kw. Hefðum við viljað helmingi styttri 2. kw element þá hefði þau verið ódýrari en gefið tvisvar sinnum flr. w/cm2

Til að minnka líkurnar á því að það brenni við í suðu þá vildum við hafa þau eins stór og mögulegt var.

Við fengum einu sinni svarta punkta á þau. Það var í plast tunnu þar sem plássið var lítið og þau lágu alveg fast upp við hvort annað, þar sem þau snertust komu punktar af brenndu korni.
Það gerði samt ekkert til. Bjórinn var góður enda var þetta mjög lítið og eftir að þau voru þrifin og sett fjær hvoru öðru þá hefur aldrei sést svo mikið sem punktur á þeim.

Við þrífum þau vanalega bara með uppvöskunarbursta en öðru hvoru þá strjúkum við af þeim með flókamottu líkt og þeirri grænu sem er á eldhús svömpum