Page 1 of 2
Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 26. Sep 2012 16:10
by halldor
ATH. mánudagsfundur októbermánaðar verður annan mánudaginn í október (8. okt)! Þetta er gert svo við séum ekki með viðburðina of þétt saman, en kynningin hjá Haugen Gruppen var núna fyrir stuttu.
Októberfundurinn verður að þessu sinni í Keflavík (eins og í fyrra). Hann Rúnar (bergrisi) ætlar aftur að bjóða okkur velkomna í man cave-inn sinn og verður með nokkrar mismunandi tegundir af bjór í boði. Einnig mun stjórnin mæta með þá bjóra sem ekki komust í úrslit í bjórgerðarkeppni Fágunar 2012.
Fágun mun bóka rútu fyrir okkur og er hún án endurgjalds fyrir meðlimi en mun kosta eitthvað (upphæð kemur í ljós síðar) fyrir þá sem ekki eru borgandi meðlimir.
Gert er ráð fyrir að leggja af stað um kl. 20.00 og vera komnir í bæinn fyrir miðnætti.
Skráning
https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... bzhPVkE6MA" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 26. Sep 2012 20:39
by bergrisi
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn.
Ég er með nokkra bjóra á flöskum og verður gaman að fá álit "fag" manna á þeim.
Hlakka líka til að smakka þá bjóra sem eru frá síðustu keppni.
Ég er með nýjan suðupott sem verður gaman að sýna ykkur og svo eru Feðgarnir búnir að endurnýja sínar græjur og koma líklegast með þær til að sýna.
Ef menn vilja fræðast um Denver þá er ég ný lenntur eftir overdose af gæða IPA og Stout bjórum. Frábært úrval þar og er borgin sannkölluð bjórborg.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 26. Sep 2012 20:43
by hrafnkell
Ég er verulega spenntur fyrir þessu, stefni augljóslega á að mæta! Það var stórgaman að kíkja í hellinn hjá þér í fyrra

Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 28. Sep 2012 16:52
by bjarkith
Ég er mjög spenntur fyrir því að koma með en ég er að vinna til kl. 20, en hérna niðri í miðbæ, ekki væri hægt að hinkra í 5-10 mín meðan ég kem mér úr vinnunni og niður á Bsí?
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 28. Sep 2012 18:36
by sigurdur
Verða einhverjir pick-up staðir á leiðinni frá RVK til KEF?
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 2. Oct 2012 21:52
by halldor
Já pick up í KÓP og HFJ líka

Set nákvæmari staðsetningu inn í vikunni. Endilega fylgist með þið sem eruð í póstnúmeri tvöhundruðogeitthvað...
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 2. Oct 2012 21:56
by halldor
bjarkith wrote:Ég er mjög spenntur fyrir því að koma með en ég er að vinna til kl. 20, en hérna niðri í miðbæ, ekki væri hægt að hinkra í 5-10 mín meðan ég kem mér úr vinnunni og niður á Bsí?
Er enginn slaki í vinnunni?
Þetta væri ekki eins án þín... þannig að við skulum gera það sem við getum

Heyrumst í PM
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 2. Oct 2012 22:29
by bergrisi
Það er í góðu þó þið komið aðeins seinna og eruð lengur, þannig að allir áhugasamir komist með. Ég verð í vaktarfríi fram á föstudag, fínt að menn séu farnir fyrir þann tíma. Hehe.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 3. Oct 2012 12:32
by bjarkith
Var að fá vaktaplanið og ég verð ekki einn á mánudaginn svo það er kanski möguleigi að ég get farið 10 mín fyrr.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 4. Oct 2012 22:38
by Classic
Búinn að skrá mig. Með í för verður allavega ein dama sem oft sést fáklædd reykjandi fyrir framan gamla verksmiðju
(linkur)
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 21:11
by ulfar
Fjöur sæti eftir í rútunni. Ekki lengur tími til þess að hugsa sig um!
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 21:25
by bergrisi
Hvað er þetta stór rúta?
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn og fá álit bjór-bræðra á mínum tilraunum.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 21:41
by hrafnkell
Er ég ekki örugglega skráður í rútuna? Hvenær er pickup og hvar?
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 22:54
by halldor
hrafnkell wrote:Er ég ekki örugglega skráður í rútuna? Hvenær er pickup og hvar?
Þú ert ekki búinn að skrá þig. Þú mátt endilega gera það í gegnum linkinn í efsta póstinum.
Brottför kl. 20:00 frá BSÍ. Stoppað í Kópavogi og HFJ á sömu stöðum og í fyrra... ég veit ekki hvar það var, er einhver sem fór í fyrra til í að fylla í eyðuna fyrir mig?
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 22:54
by halldor
bergrisi wrote:Hvað er þetta stór rúta?
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn og fá álit bjór-bræðra á mínum tilraunum.
Rútan tekur 20 manns. Vonandi verður fullfermi

Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 7. Oct 2012 23:46
by gr33n
Er ég ekki alveg örugglega skráður í þessa tölu

Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 08:58
by halldor
gr33n wrote:Er ég ekki alveg örugglega skráður í þessa tölu

Jú þú ert kominn á blað

Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 12:05
by halldor
Jæja... þá eru 2 sæti laus.
Allir sem hafa skráð sig hafa fengið staðfestingu í tölvupósti og eru öruggir óháð því hvort þeir eru meðlimir eður ei.
Lagt verður af stað kl. 20:00 frá BSÍ, komið við í Hamraborg (S1), Ásgarði (S1) og N1 Lækjargötu 46.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 15:53
by halldor
Jæja þá er búið að fylla rútuna

Munið að mæta tímanlega á BSÍ.
Þið sem hoppið upp í í KÓP, GBÆ & HFJ verðið líka að vera mættir þegar við komum á staðinn.
Neyðarsíminn er 824 2453
Kv.
Halldór
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 16:13
by Proppe
Ég neyðist til að afboða mig.
Bévítans lasleiki að naga mig, og ég efast um að rútuferð og öldrykkja myndi hjálpa mikið við þessa sort.
Vonandi að einhver finni not fyrir sætið mitt.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 16:19
by karlp
doh, I'm not going to be able to make it either, so my seat's free
Have fun!
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 16:21
by halldor
Eins og þið kannski sjáið þá voru tvö sæti að losna

Endilega skráið ykkur í gegnum linkinn í efsta póstinum.
Væri ekki verra ef þið gætuð hringt í 824 2453 til að fá staðfestingu.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 16:25
by bergrisi
Leitt að menn eru að detta út.
Er orðinn spenntur að sjá hverjir týnast út úr rútunni í kvöld. Ætla núna að laga til og fá mér einn kaldann með því.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 8. Oct 2012 23:44
by bergrisi
Takk fyrir frábært kvöld.
Hel sáttur við hvað margir bjórar voru skildir eftir og þeir munu hverfa á næstu dögum.
Við endurtökum þetta að ári. Þið eruð alltaf velkomnir hingað.
Re: Mánudagsfundur októbermánaðar í Keflavík 8. okt
Posted: 9. Oct 2012 09:29
by gr33n
Ég þakka kærlega fyrir kvöldið, það var hreint út sagt frábært og ég lærði heilan helling.
Fullt af flottum bjórum fóru niður sem gerir biðina eftir fyrsta heimabrugginu algjörlega óbærilega.
En svo ég tali nú ekki um hellinn hjá Bergrisa... það er nú bara upplifun út af fyrir sig.
