Page 1 of 1

Fyrsta bruggun

Posted: 19. Sep 2012 10:22
by gr33n
Jæja, þá var loksins sett í fyrstu gerjun hjá okkur vinunum, en ákveðið var að fara í jólakryddaðan Hafraporter (uppskriftin frá Brew).
Ákvað að bæta við kanilstöng, vanillustöng, smá appelsínuhíði og hreinu kakódufti síðustu mínútuna í suðu.

En spurningin er, miðað við mælingar þá virðist Mash Efficiency vera um 68%, en OG var 1,060. Er það ekki svolítið lágt? Og hvernig hafa menn verið að ná því upp með BIAB aðferðinni?
Sjálfur lét ég þetta masha í klukkutíma við um 67°C (datt niður um 2 gráður þennan klukkutíma), dróg svo pokann upp úr baðinu eftir þennan tíma, setti á stórt hreint sigti og þrýsti þokkalega.

Er einhver önnur betri leið til að gera þetta til að fá hærri nýtni?

Re: Fyrsta bruggun

Posted: 19. Sep 2012 10:48
by hrafnkell
Ég er venjulega í 70-73% nýtni. Ég myndi segja að þú sért alveg innan marka, og þetta verður líklega í kringum þetta nema þú farir að skola kornið eftir meskingu og svona. Hækkaðirðu hitann þegar þú varst búinn að meskja? (mashout) Maður fær venjulega örfá auka prósent ef maður gerir það.

Re: Fyrsta bruggun

Posted: 19. Sep 2012 10:50
by gr33n
hrafnkell wrote:Ég er venjulega í 70-73% nýtni. Ég myndi segja að þú sért alveg innan marka, og þetta verður líklega í kringum þetta nema þú farir að skola kornið eftir meskingu og svona. Hækkaðirðu hitann þegar þú varst búinn að meskja? (mashout) Maður fær venjulega örfá auka prósent ef maður gerir það.
Nei, eiginlega ekkert. Spurning um að gera það næst. Hækkaru þá bara upp í 70°c c.a. síðustu 5 mínúturnar eða svo?

Re: Fyrsta bruggun

Posted: 19. Sep 2012 11:47
by hrafnkell
gr33n wrote:
hrafnkell wrote:Ég er venjulega í 70-73% nýtni. Ég myndi segja að þú sért alveg innan marka, og þetta verður líklega í kringum þetta nema þú farir að skola kornið eftir meskingu og svona. Hækkaðirðu hitann þegar þú varst búinn að meskja? (mashout) Maður fær venjulega örfá auka prósent ef maður gerir það.
Nei, eiginlega ekkert. Spurning um að gera það næst. Hækkaru þá bara upp í 70°c c.a. síðustu 5 mínúturnar eða svo?
76 gráður í 10 mínútur eftir meskingu. Passa að pokinn liggi ekki á elementunum og að hitinn sé jafn.