Page 1 of 1
Humlar úr garðinum
Posted: 15. Sep 2012 23:39
by kalli
Svona líta 600g af humlum úr garðinum út. Þetta verður í blástursofninum á 50° fram á morgun.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða kvæmi þetta er. Ætla að nota þá sem aroma humla.
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 16. Sep 2012 01:01
by sigurdur
Snilld..!!
Var þetta úr "karlkynsplöntunni"?
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 16. Sep 2012 20:36
by kalli
sigurdur wrote:Snilld..!!
Var þetta úr "karlkynsplöntunni"?
Nei, úr garði nágrannans

Re: Humlar úr garðinum
Posted: 16. Sep 2012 20:41
by kalli
Humlarnir voru í ofninum í eina 10 tíma. Þá vigtað ég þá og þeir voru aðeins um 120 g eða 1/5 af upphaflegri þyngd. Það er alveg í samræmi við það sem fræðin segja. Humlarnir fóru heitir beint í plastpoka svo þeir kólni án þess að draga í sig raka aftur og svo fara þeir í lofttæmdar pakkningar og frysti í kvöld.
Það var frábær humlaangan í eldhúsinu meðan á þessu stóð.
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 16. Sep 2012 21:30
by Maggi
Gaman ad tessu
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 16. Sep 2012 21:53
by bergrisi
Virkilega spennandi.
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 17. Sep 2012 14:33
by Andri
Vá, tær snilld

Nágranninn fær væntanlega smakk
Re: Humlar úr garðinum
Posted: 17. Sep 2012 14:36
by kalli
Jú, það er bókað mál

Re: Humlar úr garðinum
Posted: 17. Sep 2012 15:39
by halldor
Við strákarnir höfum gert bjór með humlum úr garðinum hjá mér. Við vitum ekkert hvernig humlar þetta voru en bjórinn var alveg skítsæmilegur og komst í úrslit í Bjórgerðarkeppninni 2011.
Um leið og ég er búinn að kaupa mér íbúð/hús með garði þá fer ég í það að planta humlum allan hringinn
