Page 1 of 1
Bjórdrykkja
Posted: 13. Sep 2012 21:47
by Gvarimoto
Sælir, langaði að forvitnast aðeins hérna hvað menn eru að drekka mikið af bjór á viku sirka ?
Ég sjálfur er farinn að leyfa mér einn og einn nánast á hverju kvöldi.
Það er bara svo gott eftir hamagang dagsins að setjast niður og fá sér ískaldan heimabrugg!
Re: Bjórdrykkja
Posted: 13. Sep 2012 22:40
by bergrisi
Ég vinn vaktavinnu svo oft fæ ég mér bjór á furðulegum tímum. 2-3 bjórar á kvöldi er algengt.
Eftir erfiða næturvakt þá hef ég líka fengið mér bjór kl. 6 á morgnana. Þegar ég er að föndra eitthvað í skúrnum þá er oft bjór á kantinum.
Re: Bjórdrykkja
Posted: 14. Sep 2012 09:28
by halldor
Ég er ekki mikið að stressa mig á því hvaða dagur er á dagatalinu þegar ég fæ mér bjór. Ætli ég fái mér ekki einn bjór að kvöldi kannski 2 daga í viku og svo kannski aðeins meira á tyllidögum
Drykkjuvenjur mínar hafa ekki versnað eftir að ég byrjaði að brugga. Núna vel ég mér einn góðan bjór í stað þess að fá mér 2 til 3 létta og leiðinlega.
Re: Bjórdrykkja
Posted: 15. Sep 2012 15:54
by bjarkith
Að meðaltali kanski 8 bjóra á viku, misdreift, stundum, einn á hverju kvöldi stundum 2-3 suma daga. en svona að meðaltali 8 á viku.
Re: Bjórdrykkja
Posted: 16. Sep 2012 01:41
by noname
bergrisi wrote:Ég vinn vaktavinnu svo oft fæ ég mér bjór á furðulegum tímum. 2-3 bjórar á kvöldi er algengt.
Eftir erfiða næturvakt þá hef ég líka fengið mér bjór kl. 6 á morgnana. Þegar ég er að föndra eitthvað í skúrnum þá er oft bjór á kantinum.
bytta að byrja að drekka fyrir 10 á morgnana hehehe
Re: Bjórdrykkja
Posted: 16. Sep 2012 08:40
by bergrisi
Þú segir það eins og það sé eitthvað slæmt. Hehe.
Ég bjó í Danmörku í 4 ár og lærði að drekka þar bjór öllum stundum.