Örfáar pælingar.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Örfáar pælingar.

Post by KariP »

Sælir. Kári heiti ég.

Ég hef í gegnum tíðina bruggað nokkra bjóra þó aðeins extract bjóra sem mér hefur fundist frekar þunnir og vínlegir á bragðið og ætla því að prófa all grain.
Ég hef þó verið að leika mér að gera "braggots" eða hunangsblandaða bjóra með misgóðum árangri.

Þær pælingar sem brenna á vörum mér eru örfáar.

1. Ég ætla að byrja að nota BIAB aðferðina, en pokarnir sem menn nota undir kornið og humlana. Hvar fáið þið þá misstóra?

2. Er BIAB aferðin eitthvað síðri heldur en aðrar mesking aðferðir? Ég á td ekki heldur svona kælisystem svo ég býst við að ég þurfi að kæla þetta í klakabaði eða bara leyfa þessu að kólna í dágóða stund. Þetta hefur ekkert áhrif á bjórinn er það nokkuð?

3. Ég hef verið að sanka að mér dökkum bjórglerflöskum td af Kalda. Ég hef verið að kaupa í gegnum tíðina þessar dökku plastflöskur í Ámunni á morðfjár. Er ekki munurinn bara fólginn að hann er girnilegri í glerflösku?

4 Þegar þið setjið á flöskur. Er ekki alveg í fínasta lagi að nota þrúgusykur frekar en kornsykur útí búð?

5 Lumar einhver á klón uppskrift af dökkum kalda. Hann er bara allof góður. 8-)

Annars hef ég verið að lesa um þetta hægri vinstri á allskyns síðum og youtuba þetta útum allt svo maður er bara good to go fljótlega. Einnig held ég að ég prófi einhverja góða jólabjórsuppskrift mjög fljótlega til að hafa reddí á flöskum til jóla.

Skál!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by helgibelgi »

Sæll Kári og velkominn á spjallið! Til hamingju með að byrja á all-grain, það er algerlega málið!

Varðandi spurningarnar...

1. Kauptu Nylon-efni, til dæmis í rúmfatalagernum, 1-2 metra, og láttu einhverja færa saumakonu sauma poka fyrir þig (móðir vinar míns gerði minn td).

2. Varðandi kælikerfi er mjög hjálplegt að smíða/kaupa kælispíral. Hann sparar þér mikinn tíma, getur skellt gerinu út í 10-15 mín eftir suðu í staðinn fyrir klukkutíma til sólarhringi seinna. Hversu fljótt þú kælir hefur áhrif á bjórinn!! Til dæmis er beiskjan sem þú færð úr humlum háð tíma og hitastigi. Því lengur sem bjórinn er að kólna, því meiri beiskju færðu úr humlunum sem áttu kannski að vera bragð/lyktar-humlar. Svo er líka meiri sýkingarhætta að skilja hann eftir heitann...

3. Brúnar glerflöskur eru málið, kútarnir toppa samt allt!

4. já, það held ég :)

5. veit ekki, búinn að leita á þessari síðu?
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Örfáar pælingar.

Post by KariP »

helgibelgi wrote:2. Varðandi kælikerfi er mjög hjálplegt að smíða/kaupa kælispíral. Hann sparar þér mikinn tíma, getur skellt gerinu út í 10-15 mín eftir suðu í staðinn fyrir klukkutíma til sólarhringi seinna. Hversu fljótt þú kælir hefur áhrif á bjórinn!! Til dæmis er beiskjan sem þú færð úr humlum háð tíma og hitastigi. Því lengur sem bjórinn er að kólna, því meiri beiskju færðu úr humlunum sem áttu kannski að vera bragð/lyktar-humlar. Svo er líka meiri sýkingarhætta að skilja hann eftir heitann...

Þakka fyrir svörin! ;)

Á þetta líka við ef ég set humlana í poka og tek þá svo uppúr þegar ég er búinn að sjóða eða á þetta aðeins við ef ég leyfi humlunum að svamla oní pottinum eftir suðu?

Annars held ég og vona ég að klakabað virki, hvernig sem ég muni græja það fyrir stóran pott.

Annað hvað varðar meskinguna. Er ekki í lagi að hafa meskinguna á hellunni með smávægilegan hita sem helst jafn í klukkutíma?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Örfáar pælingar.

Post by Gvarimoto »

KariP wrote:
helgibelgi wrote:2. Varðandi kælikerfi er mjög hjálplegt að smíða/kaupa kælispíral. Hann sparar þér mikinn tíma, getur skellt gerinu út í 10-15 mín eftir suðu í staðinn fyrir klukkutíma til sólarhringi seinna. Hversu fljótt þú kælir hefur áhrif á bjórinn!! Til dæmis er beiskjan sem þú færð úr humlum háð tíma og hitastigi. Því lengur sem bjórinn er að kólna, því meiri beiskju færðu úr humlunum sem áttu kannski að vera bragð/lyktar-humlar. Svo er líka meiri sýkingarhætta að skilja hann eftir heitann...

Þakka fyrir svörin! ;)

Á þetta líka við ef ég set humlana í poka og tek þá svo uppúr þegar ég er búinn að sjóða eða á þetta aðeins við ef ég leyfi humlunum að svamla oní pottinum eftir suðu?

Annars held ég og vona ég að klakabað virki, hvernig sem ég muni græja það fyrir stóran pott.

Annað hvað varðar meskinguna. Er ekki í lagi að hafa meskinguna á hellunni með smávægilegan hita sem helst jafn í klukkutíma?

Varðandi meskinguna, átt ekki að þurfa þess. Ég var hræddur um þetta fyrst líka en ég er að nota plast fötu til að meskja/sjóða í, í meskingu vef ég 2 sængum utan um fötuna og ég tapa 1 gráðu á klukkutíma.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by tolvunord »

Mæli með jólaöl sem ég gerði í fyrra :), verður gerður aftur í ár...

http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1705&start=10 (uppskrift frá helgibelgi, næstneðst á síðunni)

Notaði reyndar bara S-04 ger

Jólaöl:

6 kg pale ale malt
0,5 kg carared
0,5 kg carahell (minnir mig)
220 gr hveitimalt
110 gr carafa 3

soðinn í 90 mín
28,35 gr centennial 60 mín
15 gr centennial 30 mín
15 gr centennial 15 mín

Hellti þessu beint ofan í gerjunarfötu sem ég var að tæma, með fína gerjunarköku í botninum, sem er Nottingham. Síðan var S-04 þurrgeri stráð yfir toppinn.

Svo tek ég smá bjór eftir gerjun og skelli í pott, hita upp að suðu og skelli út í:
Ein vanillustöng
Ein matskeið af appelsínuhýði ysta lagið, skrapað af með ostajárni
Ein kanilstöng
Ein matskeið af engiferrót

Hræri þetta saman ásamt priming sykrinum og sigta svo ofan í bottling fötuna og fleyti yfir og flaska
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Örfáar pælingar.

Post by KariP »

Takk fyrir ábendingarnar strákar.

Jólabjórinn hljómar hrikalega vel, bruggfélagi minn er aftur á móti ekki eins hrifinn eins og hann sagði "hljómar eins og vondu jólabjórarnir með berjasullinu" . Væri til í fleiri feedbacks. Hvaða jólabjór var hann líkastur?

Annars er ég mest til í einhvern einfaldann og bragðmiklann eins og jólakalda eða jólatuborg. Lumið þið á einhverri góðri uppskrift sem er líkur þeim? :fagun:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by hrafnkell »

KariP wrote:Takk fyrir ábendingarnar strákar.

Jólabjórinn hljómar hrikalega vel, bruggfélagi minn er aftur á móti ekki eins hrifinn eins og hann sagði "hljómar eins og vondu jólabjórarnir með berjasullinu" . Væri til í fleiri feedbacks. Hvaða jólabjór var hann líkastur?

Annars er ég mest til í einhvern einfaldann og bragðmiklann eins og jólakalda eða jólatuborg. Lumið þið á einhverri góðri uppskrift sem er líkur þeim? :fagun:
Hvenær varð jólakaldi og jólatuborg að bragðmiklum bjórum? :)

Hér er norðankaldi ræddur:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=2224" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Hvenær varð jólakaldi og jólatuborg að bragðmiklum bjórum? :)
Bragðmagn er auðvitað mjög afstætt hugtak og því tel ég að þessir bjórar eru mjög bragðmiklir - miðað við vatn! ;-)
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Örfáar pælingar.

Post by Dabby »

Sæll
Þessi svör hjá Sigurði og Hrafnkeli hlóma svolítið eins og kaldhæðni en það er örugglega ekki illa meint, þeir sjá þetta bara í öðru samhengi en þú.
Þessir jólabjórar sem þú nefnir eru líklega bragðmeiri en "standard" bjórar frá sama framleiðanda og virka því bragðmiklir í augum margra.
Mín reynsla er hinsvegar að heimabruggið er að staðaldri bragðmeira en það sem maður kaupir í Ríkinu og smekkur minn á bjór hefur breyst mikið þetta hálfa ár sem ég hef verið í þessu.
Þú mátt alveg búast við því ef þú ert að byja á All grain núna að þú upplifir þessa jólabjóra ekki sem bragðmikla í des. Það þýðir ekki að þér finnist þeir verri fyrir vikið, þeir verða bara ekki bragðmiklir í samanburði við þína eigin framleiðslu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by hrafnkell »

Já kannski smá kaldhæðni, en alls ekki illa meint :)

Bjórsmekkurinn er fljótur að breytast hjá fólki þegar það byrjar að brugga, flestir þokast í bragðmeiri bjóra og fer að finnast minna varið í lager bjórana sem manni fannst einusinni svo góðir.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Örfáar pælingar.

Post by Gvarimoto »

hrafnkell wrote:Já kannski smá kaldhæðni, en alls ekki illa meint :)

Bjórsmekkurinn er fljótur að breytast hjá fólki þegar það byrjar að brugga, flestir þokast í bragðmeiri bjóra og fer að finnast minna varið í lager bjórana sem manni fannst einusinni svo góðir.

Satt!

Einusinni drakk ég bara Lager í dollu, af og til tuborg. Núna finnst mér báðar tegundirnar vondar og þá sérstaklega lagerinn, tuborginn er í lagi, ef ég verð að kaupa bjór þá fæ ég mér Thule!
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Örfáar pælingar.

Post by tolvunord »

Fyrir heimabrugg var Víking Gull í uppáhaldi... get eiginlega ekki drukkið hann í dag :)
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
Post Reply