Page 1 of 1

Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 22. Jul 2009 14:15
by Idle
Ég minnist þess ekki að hafa séð annað hunanag í verslunum en þetta hefðbundna í plastdósunum. Ég er að leita mér að góðu hunangi, t. d. úr beitilyngi eða öðrum villtum blómum. Nú, eða bara eitthvað gott sem þið, gerlar góðir, mælið með. :)

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 22. Jul 2009 16:27
by Andri
Keypti "Euro shopper" hunang í krónunni, ég vildi ekki fara að fjárfesta í einhverju rándýru hunangi sem einhver lítill hunangs bóndi framleiðir :p
Hef ekki ennþá þorað að smakka það .. þetta var bara tilraun hjá mér.
Lét fyrst brauðger útí það og það gerjaðist í nokkrar vikur, smakkaði og fannst það ekkert svo gott.. kanski höfðar mjöður ekkert til mín en ég ákvað að láta annað ger og það er svakalega þurrt, rammáfengt og er bara eins og eldflaugabensín

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 22. Jul 2009 17:32
by Idle
Ég er einmitt að reyna að forðast "Euro Shopper" hunangið. Það kostar handlegg að flytja þetta inn sökum þyngdarinnar, svo ég hélt að mögulega væri hægt að fá mannsæmandi hunang í einhverjum sérvöruverslunum eilítið ódýrara en ef maður flytur það til landsins sjálfur.

Einhver hérna hlýtur að hafa fjárfest í betra hunangi en ódýra matvöruverslana gumsinu? :?

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 22. Jul 2009 23:58
by Eyvindur
Reyndar skilst mér á Stulla að Euroshopper hunangið sé einmitt mjög fínt í mjöð, því það er svo hlutlaust. Sel það ekki dýrara...

Andri, hvað var mjöðurinn búinn að vera lengi í þroskun þegar þú smakkaðir hann? Mjaðarsérfræðingar myndu slá þig utanundir ef þú hefðir smakkað hann yngri en 9 mánaða... Mjöður er víst viðbjóðslegur ungur...

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 23. Jul 2009 11:56
by Andri
Hann er svona 2 mánaða, hann fær að þroskast lengur

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 23. Jul 2009 22:53
by arnilong
Þegar ég gerði síðast mjöð varð ég mjög leiður þegar ég smakkaði síðustu flöskuna, en þá var mjöðurinn ca. 2. ára gamall. Hann var fyrst orðinn alveg unaðslegur þá eftir þessi 2. ár. Reyndar gerði ég ekkert svo mikið af honum, fjóra lítra. Hann var fyrst orðinn fínn um eins árs en batnaði mikið á öðru ári.

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 29. Jul 2009 18:41
by Idle
Ég gerði mér ferð í Hagkaup í Holtagörðum í dag, í von um að finna eitthvað álitlegt hunang. Á boðstólum voru fáeinar tegundir, þar af e. t. v. tvær sem mér leist ágætlega á. Kílóverðið var þó nærri því 1.800 kr, svo ég forðaði mér yfir í Bónus.

Í Bónus rakst ég á fleiri álitlegar tegundir, en að endingu tók ég tvö kíló af Golden Country Pure Blossom Honey frá breska fyrirtækinu Sun Mark Ltd. Kílóverðið er "aðeins" 918 kr, en 450 gr. krukkur af ýmsum tegundum sem ég hef rekist á síðustu daga, kosta allt að 1.200 kr! :o

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Posted: 5. Jan 2010 17:34
by NorMjod
Sæll ég fekk mitt í Gripið og grett. Busy bee hunang 80oz eða 2.27kg á 2.762 kr stk