Page 1 of 1

Að stilla inn PID stýringu?

Posted: 8. Sep 2012 18:17
by Feðgar
Sælir

Nú er kallinn hann Pabbi búinn að smíða svona líka fínt stýribox fyrir græjurnar okkar með SSR og PID og hvað þetta heitir nú allt.

En þar sem leiðbeiningarnar með PID eru á svo hrikalega illa þýddri ensku að það er ekki nokkur leið að skilja þær þá erum við hálfpartinn stopp.

Ég er búinn að leita á netinu eftir betri upplýsingum og á youtube af myndskeiði sem útskýrir hvernig maður stillir hann saman við kerfið sem maður er með, en ekkert fundið.

Getið þið aðstoðað okkur einhvað í þessu?

Kærar þakkir.
Feðgar

Re: Að stilla inn PID stýringu?

Posted: 8. Sep 2012 20:15
by hrafnkell
Er ekkert autotune á stýringunni? Hvaða stýringu keyptuð þið?