Page 1 of 1

ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 6. Sep 2012 21:36
by Gvarimoto
Sælir, ætla að stækka pottinn minn, er núna með 33L pott og er að ná að sjóða í 20-23L lögn, en þar sem ferlið tekur sirka 4 tíma með hreinsun þá langar mig að geta gert 2 lagnir í einu.

Svo ég óska eftir 60L suðupott/tunnu án elementa, ég veit að það er hægt að kaupa 60L síldartunnu á 4.500kr einhverstaðar, en svo legst sendingarkostnaður ofan á það sem er 3-4000kr þannig að ég er kominn í tæpan 10.000kall, mig langar hreinlega að sjá hvort ég fái þetta ódýrara.

Er á AK, ef menn vita hvar ég finn þetta hér þá er það líka vel þegið.

Re: ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 11. Sep 2012 13:00
by Dabby
Sæll
Saltkaup sem er með þessar ódýru tunnur er með byrgja á Dalvík og Húsavík. Þú gætir byrjað á að athuga hvort þeir liggi með þessar 60 l síldartunnur eða geti afgreitt þær á sama verði og Saltkaup í Hafnarfirði. Það er ekki nema eitt símtal.

Re: ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 11. Sep 2012 13:08
by Gvarimoto
Dabby wrote:Sæll
Saltkaup sem er með þessar ódýru tunnur er með byrgja á Dalvík og Húsavík. Þú gætir byrjað á að athuga hvort þeir liggi með þessar 60 l síldartunnur eða geti afgreitt þær á sama verði og Saltkaup í Hafnarfirði. Það er ekki nema eitt símtal.
Ég hringdi nefnilega í saltkaup fyrst, áður en ég skrifaði þennan póst og maðurinn þar sagði að eina sem þeir gætu gert væri að senda þetta til mín (þegar ég spurði hvort þeir væru með viðskipti hér fyrir norðan)

Re: ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 11. Sep 2012 13:46
by hrafnkell
Ég get líka reddað þér 72 lítra stálpotti á 33þús ;)

Re: ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 11. Sep 2012 13:51
by Gvarimoto
hrafnkell wrote:Ég get líka reddað þér 72 lítra stálpotti á 33þús ;)
Haha, væri alveg til í það en kannski seinna :)

Hugsa að 60L tunna skili sér vel í bili :)

Re: ÓE Suðupott/tunnu

Posted: 13. Sep 2012 16:03
by Gvarimoto
Búinn að fá tunnu :)