Page 1 of 1
Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 3. Sep 2012 12:31
by gosi
Hvar fær maður sílikonslöngu sem passar á 12v dælu frá Hrafnkeli?
Hvað kostar meterinn?
Eða matvælaslöngu sem þolir suðu.
Re: Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 3. Sep 2012 12:41
by rdavidsson
Ég keypti mína sílíkon slöngu í Landvélum. Meterinn kostaði um 800kr minnir mig. Ég fór með dæluna þangað og hann fann slöngu sem smellpassaði á dæluna.
Ég efast um að hún sé gradeuð fyrir matvælaiðnað þar sem að þetta er traktorsbúð hehe
Re: Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 3. Sep 2012 12:42
by hrafnkell
Ég keypti restina af landvélum um daginn, þeir sögðust ekki ætla að vera með silikonslöngur áfram.. Þú færð þetta í barka líka, en það kostar helvíti mikið metrinn af þeim (enn meira en í landvélum).
Hvað vantar þig mikið annars? Ég gæti hugsanlega reddað þér.
Re: Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 3. Sep 2012 22:02
by gosi
Ætli það sé ekki um 1m eða svo sem ég þarf.
Nota hana á 60L tunnuna. Hún er um 50 cm á hæð frá dælu.
Re: Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 5. Sep 2012 22:10
by gosi
Skrapp til Hrafnkells í dag og fékk silicone slöngubút sem hann átti.
Datt svo í hug að kíkja í Innigarða eftirá þar sem það er í nágreninu.
Þar sá ég silicone slöngu, sem er reyndar bara 8mm að innan og keypti mér
1m á 300 kr. sem er nánast gefins. Ég spurði sérstaklega hvort hún væri úr
silicone og fékk játandi svar. Hins vegar gleymdi ég að spyrja hvort hún væri
food grade. Kannski ég sendi email á morgun.
En vildi láta ykkur vita. Hún passar á dæluna.
Best er að hita endan með heiti kranavatni fyrst og koma henni svo á tappana
á dælunni.
Barki selur líka en á 3500 kr. Hver dæmir fyrir sig um verðið.
Re: Sílikonslanga á 12v dælu
Posted: 16. Sep 2012 01:56
by noname
rdavidsson wrote:Ég keypti mína sílíkon slöngu í Landvélum. Meterinn kostaði um 800kr minnir mig. Ég fór með dæluna þangað og hann fann slöngu sem smellpassaði á dæluna.
Ég efast um að hún sé gradeuð fyrir matvælaiðnað þar sem að þetta er traktorsbúð hehe
ölgerðin kaupir hluta af slöngunum sem að þeir nota frá þeim