Page 1 of 1

BIAB max þyngd

Posted: 1. Sep 2012 11:14
by Hekk
Sælir,

Ég ætlaði að reyna mig við stórann bjór núna á næstunni en ég hef smá áhygjur af því að heimasaumaði pokinn minn þoli ekki 8kg af korni + vökvinn sem það drekkur í sig.

Eruð þið með einhverja tækni við að hífa upp úr eða treystið þið bara pokanum og gerið eins og með léttari byrði???

Re: BIAB max þyngd

Posted: 1. Sep 2012 11:21
by sigurdur
Ég er með ~7 kíló yfirleitt og ég treysti bara pokanum fyllilega.

Það er betra að tvísauma til að fá meiri styrk í pokann .. ég geri það

Re: BIAB max þyngd

Posted: 1. Sep 2012 16:05
by gugguson
Ég er ekki með talíu og hef verið í stærri lögnum (c.a. 12-14kg af korni) með fötu með stóru sigti (eða öðrum poka í fötunni sem er strektur þannig að hann nái ekki að botni) á, og moka síðan korninu á milli þangað til að ég get lyft pokanum sjálfur.