Page 1 of 1

Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 22. Jul 2009 00:33
by Idle
Ég var að virða fyrir mér byrjunarsett Ámunnar og Vínkjallarans á netinu, og í fljótu bragði virðist mér um sömu hluti að ræða, en þó er svolítill verðmunur.

Pakki Ámunnar selst á 12.680 kr. með VSK, og samanstendur af eftirtöldum vörum (einstök verð tekin úr vefverslun):
  • 2 stk. 30 lítra plastfötur - 5.980 kr.
  • 1 stk. vatnslás - 250 kr.
  • 1 stk. sykurflotvog - 1.590 kr.
  • 1 stk. flothitamælir - 1.390 kr.
  • 1 stk. fleytislanga - 1.390 kr.
  • 1 stk. sleif - 1.390 kr.
  • Hreinsiefni (IP-5 klórsódi, 200 gr.) - 690 kr.
Það vakti athygli mína að enginn afsláttur er gefinn af vörunum í "byrjunarsettinu" líkt og ég hefði búist við.

Pakki Vínkjallarans er þegar sundurliðaður með verðum, en eitthvað er lítillega bogið við þeirra útreikninga. Birt heildarverð er 10.870 kr. m/vsk, en með samlagningu fæ ég út 10.777 kr. Munar ekki öllu - þar fyrir utan bjóða þeir "netverð" ef pantað er í gegnum vefinn, 9.500 kr. Ef miðað er við netverð Vínkjallarans, er hann 3.180 kr. ódýrari en Áman.

Segið mér nú, kæru gerlar, er einhver sérstakur munur á vörum þessarra tveggja? Nú er ég að reyna að koma mér upp eins ódýrri aðstöðu og ég get, án þess að vilja fórna miklu í gæðum - og helst vildi ég fá allt frítt, líkt og sönnum Íslendingi sæmir! ;)

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 22. Jul 2009 11:34
by Andri
blessaður verzlaðu þetta bara hjá vínkjallaranum, kauptu tvær aukatunnur og kanski einn eða tvo vatnslása.
ég skutlaðist daginn eftir að kaupa tvær tunnur til að gera næsta skamt útaf því að mér fannst þetta svo gaman, deginum eftir að ég byrjaði

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 2. Aug 2009 00:25
by halldor
Ég keypti startpakkann úr ámunni en sé ekki betur en vínkjallarinn bjóði betur. Þessi hitamælir sem fylgir með hjá ámunni varð nú fljótt úreltur og núna nota ég stafrænan kjöthitamæli sem er að virka vel. Ég myndi bæta þessu 100 ml. mæliglasi við til þess að taka sykurmælinguna... það kostar ekki rassgat en léttir þér lífið til muna.

Ég er sammála Andra með að kaupa líka auka vatnslás og jafnvel auka gerjunarfötu

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 2. Aug 2009 01:24
by Idle
Jább, mælirinn mælir upp á 40°C, sem er fjarri því að vera nóg ef maður vill gefa hitanum gaum á meðan á suðu stendur. Varðandi 100 ml. málið, þá á ég nokkur misstór desilítramál, og mældi 100 millilítra í eitt þeirra, sturtaði í plasthylkið sem er utan um sykurflotvogina, og setti svo mælinn í það. Munar ekki öllu.

En jú, ég mæli eindregið með auka vatnslás - að lágmarki - því þegar fyrsta suðan er að baki, er veiran búin að hreiðra um sig, og maður þráir fátt annað en að sjóða næstu blöndu! Ég bíð óþreyjufullur eftir opnun á þriðjudaginn. :|

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 9. Aug 2009 17:16
by nIceguy
ÉG myndi sleppa sleifinni....1300 kr??? Usss

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 9. Aug 2009 17:35
by Hjalti
Ég gerði fyrsta 20L kittið mitt án sleifar og það var ekkert fjör falið í því....

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 12. Aug 2009 03:15
by Andri
I'm a sleif for you.
Mér fannst rosalega gaman að hræra í þessu sírópi til að fá það til að blandast vatninu fyrr, hefði svosum getað notað spítu eða eitthvað annað

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 12. Aug 2009 11:15
by Eyvindur
Mæli líka með því að kaupa sleif, því þær eru ekki alltaf til og maður þarf svoleiðis í All Grain. Þannig að ef þú ferð út það seinna er mjög gott að eiga hana til. Það tók mig hvað lengstan tíma að verða mér úti um sleif, af öllu sem ég þurfti að redda mér fyrir AG, því þær voru ekki til hjá Ámunni (tékkaði reyndar ekki á vínkjallaranum) og ég fékk hvergi nógu langa sleif annarsstaðar.

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 12. Aug 2009 11:35
by sigurdur
Eyvindur, athugaðiru með langar sleifar í ryðfríu hjá fagus?

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 12. Aug 2009 12:10
by Eyvindur
Nei. Fékk þetta á endanum í Ámunni, hræódýrt, og keypti þaðan. Notaði reyndar teppabankara í fyrsta AG bruggið mitt. Virkaði ágætlega.

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 17. Aug 2009 01:29
by halldor
Idle wrote:Jább, mælirinn mælir upp á 40°C, sem er fjarri því að vera nóg ef maður vill gefa hitanum gaum á meðan á suðu stendur. Varðandi 100 ml. málið, þá á ég nokkur misstór desilítramál, og mældi 100 millilítra í eitt þeirra, sturtaði í plasthylkið sem er utan um sykurflotvogina, og setti svo mælinn í það. Munar ekki öllu. :|
Híhí ég er í röglinu... ég var að rugla 100 ml málinu saman við "plasthylkið sem er utan um sykurflotvogina"

Re: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Posted: 17. Aug 2009 08:53
by Idle
"Plasthylkið sem er utan um sykurflotvogina" er viðkvæmt fyrir heitu vatni. Það er orðið svo kengbogið að ég kem varla mælinum ofan í það lengur. :lol: