Page 1 of 1

Denver og bjór

Posted: 27. Aug 2012 15:58
by bergrisi
Fyrst það er umræða hérna um Boston þá langar mig aðeins að kynna aðra borg sem ég held að sé spennandi fyrir bjóráhugamenn.

Ég keypti mér miða til Denver án þess að vita neitt um borgina og það fyrsta sem maður gerir er að google Denver og bjór. Mér til ánægju þá er Colorado fylkið sem Denver er í oft kallað THE NAPA VALLEY OF CRAFT BREWERIES
http://www.colorado.com/articles/colora ... -breweries" onclick="window.open(this.href);return false;

Það eru yfir 200 míkró brugghús og bruggbarir á svæðinu.

Til að komast yfir þetta þá er boðið uppá gönguferðir til að smakka á mism. stöðum ásamt fróðleik um bjórsöguna.
http://www.denvermicrobrewtour.com/" onclick="window.open(this.href);return false; Ég ætla að skella mér í svona ferð meðan konan kíkir í búðir.

Svo þegar ég hélt áfram að googla þá komst ég að því að það er Oktoberfest í gangi þarna helgina sem ég.
http://www.thedenveroktoberfest.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég get varla beðið og bendi mínum bjórfélögum á að ef konan vill kíkja til Ameríku þá er um að gera að stinga uppá Denver með sakleysis svip og vonast til að hún falli fyrir því.

Re: Denver og bjór

Posted: 27. Aug 2012 16:53
by hrafnkell
Já ég hef einmitt séð þetta, mikið action í denver. Ég þarf endilega að finna mér afsökun til að fara þangað :)

Re: Denver og bjór

Posted: 27. Aug 2012 16:56
by Feðgar
Stórt LIKE á þetta Rúnar

Því hefur verið slegið föstu hér með að ég (sonur) og frú erum að fara til Denver í haust. Já og vinafólk okkar með.

USA heillaði allt í einu miklu meira :beer:

Re: Denver og bjór

Posted: 29. Aug 2012 08:08
by bergrisi
Til að bæta smá við þá er víst gríðarlega stór bjórkeppni þarna árlega. Því miður uppselt í ár.
http://www.greatamericanbeerfestival.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er snilld að nota ratebeer til að finna spennandi bari og bjóra.
Það er þegar kominn smá listi af því sem þarf að smakka.

Re: Denver og bjór

Posted: 13. Sep 2012 14:31
by haukur_heidar
Colorado hefur verið suðupottur mikrómenningarinnar í USA síðustu 20 ár (ásamt Cali)

í Boulder vinna t.d. 11,000 manns bara við bjórgerð. Þar eru einnig frekar góðir pöbbar ;)