Page 1 of 1

Víngerðar efni

Posted: 27. Aug 2012 12:39
by Squinchy
Þó það virðist nú ekki mikið vera gerast í víngerðinni hérna þá væri gaman að fá stuttar umsagnir um þau vín sem þið hafið prufað

Dæmi: Nafn á vín kitt x/5 stjörnu einkunar gjöf

Re: Víngerðar efni

Posted: 19. Feb 2013 13:15
by Simmi
Alveg satt.. mætti vera töluvert meira að gerast í léttvínsdeildinni hérna á Fágun.

Ég gerði Vieux Chateau du Roi E.S. úr 7.5L þrúgu fyrir jólin. Kom alveg svakalega á óvart.
Þetta er létt, ávaxaríkt og alveg fyrirtaks franskt vín.

Það er ekkert að marka það fyrr en eftir allavega mánuð á flösku. Mér fannst bodyið á víninu koma fyrst þá.
Svo eldist það mjög vel og heldur áfram að verða betra.
Það tókst svo vel að ég er að leggja í sama vín aftur í kvöld.

Smekkur manna er auðvitað misjafn en ef menn vilja létt og þægilegt rauðvín með ostunum á pallinum í sumar þá held ég að þetta sé alveg málið :)

http://aman.is/Vorur/Raudvin/Vieux_Chateau_du_Roi_ES/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Víngerðar efni

Posted: 19. Feb 2013 13:43
by hrafnkell
Ég er með Selection chile sem ég keypti fyrir mörgum mánuðum og hef ekki enn drullast til að gera... Það fer kannski að líða að því að maður reyni það :)

Re: Víngerðar efni

Posted: 21. Feb 2013 18:28
by Plammi
Gerði California Connoisseur Liebfraumilch í júní ´12 og er að sötra á því núna. Virðist þurfa alveg 6-8 mánuði á flöskum til að verða gott.
Er svo með í gerjun Moments Riesling frá Vínkjallaranum, það verður gaman að finna munin á þessum 2 vínum.
Á dagskra er svo að gera eitthvað rauðvín (líklegast Barolo frá Moments), læt vita hvernig það kemur út (sem verður vonandi til um jólin)

Re: Víngerðar efni

Posted: 26. Feb 2013 21:21
by einsiboy
Byrjaði á nokkrum tegundum í haust:
Haustbruggun

Það er sama sagan að segja af þeim öllu. Þ.e. byrjuðu sem eitthvað sull sem manni dytti ekki í hug að drekka. Síðan hefur alltaf verið smökkun þegar þeim er fleytt, og þau skána alltaf aðeins. Flest voru síðast svosem orðin "drykkjarhæf".
En fyrstu tegundirnar fara ekki á flösku fyrr en eftir tvær vikur, og svo var manni víst ráðlagt að geyma þetta í allarvegana 6 mánuði þar skv. uppskriftum til að þau verði mjög góð. Reyndar er reyniberjavínið ennþá bara ansi vont, en hefur skánað helling.

Svo bættist við bananavín líka, en bara nýlega og það bragðast bara ojjjj bara! Skilst að það sé eðlilegt í byrjun samt.

Kem með betra innlegg í næsta mánuði, það eru til skrifaðar athugasemdir um smakkið á öllum vínunum.