Page 1 of 1

Offi - Ófeigur Ófeigsson

Posted: 26. Aug 2012 18:06
by offi
Hæ öll

Eins og fram kemur í fyrirsögninni, þá heiti ég Ófeigur, kallaður Offi. Þessa stundina er ég mest fyrir hressilega humlaða bjóra, en ég er líka alltaf hrifinn af bragðmiklum belgum. Og góðum stout. Og góðum lager. Og...! :D

Ég er að setja saman mínar fyrstu græjur til bjórgerðar. Ég verð með ryðfrítt í meskingu og suðu, og svo stefni ég á að sía bjórinn á kúta og flöskur.

Ég er að gæla við að nota Blichmann Beer Gun til að koma bjórnum kolsýrðum á flöskur. Mér var reyndar bent á að það borgi sig að tappa bjórnum á flöskur undir þrýstingi og á morebeer.com er græja til þess, (http://morebeer.com/view_product/11864/ ... tle_Filler" onclick="window.open(this.href);return false;), en mér sýnist vera talsvert seinlegra að nota hana. Hafið þið reynslu af þessu?

Hvað síunina snertir, þá ætla ég að dæla bjórnum beint úr gerjunarfötunni í kútinn, með tvö síuhús sem milliliði, annað með 5 micron síu og hitt með 1 micron. Ábendingar væru vel þegnar, ef þið sjáið mig stefna í vandræði með þetta! :)

Ég ætla svo að dútla mér við að smíða kældan skáp utan um kútana í vetur.

Ég hlakka til komandi bjórgerðar með ykkur fágaða fólkinu! :)

Re: Offi - Ófeigur Ófeigsson

Posted: 26. Aug 2012 19:26
by bergrisi
Velkominn.
Þetta eru metnaðarfull fyrstu skref.

Ég hef ekki reynslu af því að filtera bjórinn en hef oft verið að gæla við að setja á flöskur með Beergun. Vertu duglegur að pósta því hvernig þér gengur.

Re: Offi - Ófeigur Ófeigsson

Posted: 26. Aug 2012 20:55
by hrafnkell
Ég sé litla ástæðu til að sía bjórinn, og fólk hefur komist vel af með beergun án þess að tapa kolsýru úr bjórnum eða lenda í oxideringu. Aðal trikkið er að fylla flöskuna vel af kolsýru og dæla hægt í kalda flösku úr beerguninu. Loka svo flöskunni strax.

Velkominn á spjallið, það verður gaman að fylgjast með þróun á græjunum hjá þér og hvernig bjórsmekkurinn þróast :)

Re: Offi - Ófeigur Ófeigsson

Posted: 27. Aug 2012 16:53
by Feðgar
Velkominn.

Við höfum verið að setja á flöskur með svona búnaði, að vísu heimasmíðaðum.
Við höfum verið að skoða þennan búnað frá Morebeer.
Það sem hann hefur umfram það sem við erum að nota er að flaskan er undir þrýstingi þegar bjórinn byrjar að flæða.
Við komumst að því að bjórinn freyddi fyrst eftir að hann byrjaði að renna í flöskuna, eða alveg þangað til að það myndaðist þrýstingur í henni, og sú froða hjaðnaði mjög hægt.

Ef bjórinn er látinn falla nægilega vel í secondary, notað Polyklar og gelatín þá er svo gott sem ekkert botnfall í flöskunum.

Persónulega mundi ég ekki fara út í það að sía bjórinn þar sem ég held að það bjóði upp á of mikið af vandamálum. Hætta á súrefnis smiti, sýkingu frá meiri meðhöndlun og svo tapar maður alltaf einhverjum bjór í búnaðnum sem bjórinn fer í gegnum.