Page 1 of 1

Staðir sem vert er að kíkja á í Boston

Posted: 23. Aug 2012 19:56
by Birgir Örn
Sælir félagar,

Ég var að bóka ferð til Boston í nóvember og þá fór ég að hugsa hvað maður ætti að skoða hvað bjór varðar

Hvað segið þið um það?

Var pæla að kíkja allavega á Sunset bar & tap sem eru víst með 112 tegundir á dælu

Re: Staðir sem vert er að kíkja á í Boston

Posted: 24. Aug 2012 14:23
by gunnarolis
Ef þú ert með yfir 100 krana á einum bar, þá eru líkur til þess að bjórinn sé ekkert sérstaklega ferskur í krönunum. Þú ert með amk 2000 lítra af bjór tengda við dælurnar á hverjum tíma, og það þýðir að veltan á kútunum verður ekki mikil.

Ég las review af Sunset Grill, og þeir segja að maturinn þar sé vondur og mikið af drukknum menntaskólakrökkum þar. Síðan er ekki mikið af sjaldgæfum/spes bjórum þar heldur.

Hérna er listi yfir bari í Boston sem eru mikilsmetnir meðal bjórunnenda. Kíktu hvort þú sérð eitthvað í nágrenni við hótelið þitt sem þér finnst líta vel út.
Athugaðu að staðir í bandaríkjunum þurfa að vera mjög góðir til að fá yfir 90 punkta af 100. Kaninn gerir miklar kröfur.

Hæstur á lista þarna er bar sem heitir Deep Ellum, hann er með 20 krana og 100 flöskur, en í umsögnum er eigandanum hrósað fyrir vel valinn lista og góða þjónustu. Til að komast í gegnum 20 krana +100 flöskur þarf nokkur kvöld (gefið að valið á listanum sé gott).

Skál, og góða skemmtun. :skal:

Re: Staðir sem vert er að kíkja á í Boston

Posted: 25. Aug 2012 00:16
by GRV
Mæli með publick house, sjerstaklega ef þú ert mikið fyrir belgíska bjóra. Góður matur líka.

Re: Staðir sem vert er að kíkja á í Boston

Posted: 27. Aug 2012 12:43
by Squinchy
Hef heyrt góða hluti um http://www.dickslastresort.com" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Dick's_Last_Resort" onclick="window.open(this.href);return false;
:D

Re: Staðir sem vert er að kíkja á í Boston

Posted: 3. Sep 2012 14:15
by bjakk
Var í Boston í júní og þar er nóg að sjá. Getur kíkt á http://boston.about.com/od/food/tp/Best ... Boston.htm

Ég mæli með Boston Beer works.

Mæli ekki með að fara og skoða Sam Adams.

Bjarni