Page 1 of 1

Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 17. Aug 2012 22:01
by QTab
Var beðinn um að taka rifsber sem búið var að sjóða og áttu að fara í hlaup en varð ekki úr, var farið að gerjast eftir að hafa staðið í að mér skilst 3 daga svo ég sauð safann aftur til að drepa óæskilega gerla og setti svo í tunnu

Uppskrift:
safi af að mér skilst ca. 4kg af berjum (ca. 3 lítrar af safa)
9 lítrar af vatni
3kg sykur
1pk 71B-1122
Þyngd 1.082

nú er bara að crossa fingur og bíða :?

2012/09/02
tunnan opnuð eftir rúman hálfan mánuð, var hætt að bubbla og hafði aldrei bublað af miklum krafti, mikið og gott bragð en þyngd stendur enn í 1.048, sett á flösku til að mæta með á hitting annað kvöld að leita álits og ráða

Re: Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 17. Aug 2012 23:57
by sigurdur
Snilld .. þú þarft kanski að setja pektín í þetta (lestu þér til um það - ég er ekki bestur í þessu)
En ég væri vel til að sjá (lesist sem smakka) niðurstöðurnar úr þessu. :)

Re: Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 18. Aug 2012 03:03
by QTab
mæti með sýnishorn þegar/ef slíkt verður boðlegt ... hvað varðar pektín þá held ég að það sé ekki stórt atriði að þykkja eða sæta á þann hátt (ef ég skil pektín rétt) en ef niðurstaðan verður of þurr þá kannski endurskoðar maður það eða veltir mólassa eða slíkum möguleika fyrir sér

Re: Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 18. Aug 2012 12:31
by karlp
You boiled it again! You killed all the awesome!

Making jam like a monk!

Re: Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 21. Aug 2012 18:30
by QTab
karlp wrote:You boiled it again! You killed all the awesome!
I prefer to think of it as I killed all the risky, leit þannig á að þetta var soðið svo endursuða skemmdi ekkert og svona væri ég öruggur um að vera ekki að fá tréspíra eða álíka andstyggð í dæmið

Re: Rifsberjatilraun 2012/08/17

Posted: 21. Aug 2012 19:28
by hrafnkell
QTab wrote:
karlp wrote:You boiled it again! You killed all the awesome!
I prefer to think of it as I killed all the risky, leit þannig á að þetta var soðið svo endursuða skemmdi ekkert og svona væri ég öruggur um að vera ekki að fá tréspíra eða álíka andstyggð í dæmið
Fengir nú seint tréspíra....