Page 1 of 1

Til gamans, svona ætla ég að eyða 14. ágúst.

Posted: 14. Aug 2012 01:26
by bergrisi
Renndi við hjá Hrafnkeli í dag og nú verður gaman. Fátt skemmtilegra en að brugga og drekka góðan bjór á meðan.

Re: Til gamans, svona ætla ég að eyða 14. ágúst.

Posted: 14. Aug 2012 02:50
by Gvarimoto
úff og mér fannst ég vera að versla mikið.

Var að taka fyrstu stóru pöntunina mína, í heild ca 21kg af korni :) (er á AK svo það þarf alltaf að senda mér þetta)

En ég er bara með 33L bruggpott svo þetta eru amk nokkrar uppskriftir hjá mér :)

Re: Til gamans, svona ætla ég að eyða 14. ágúst.

Posted: 14. Aug 2012 10:25
by rdavidsson
bergrisi wrote:Renndi við hjá Hrafnkeli í dag og nú verður gaman. Fátt skemmtilegra en að brugga og drekka góðan bjór á meðan.
Djöfull ertu keppnis!!! :) Hvað á að búa til úr þessu?

Re: Til gamans, svona ætla ég að eyða 14. ágúst.

Posted: 14. Aug 2012 11:00
by bergrisi
Þetta er korn í 8 bjóra.

Fyrst verða gerðir í dag:
Porter
Munich Hellas

Svo þegar ég fæ blautgerið þá verða gerðir
California common
Belgiskur trippel
Skoskt öl

Svo verður nóg af korni eftir til að leika sér með. Stefni á einn smoke beer eftir að ég smakkaði Lava í gær.

Þetta voru tæp 50 kg. sem er fínt fyrir svona einyrkja en mig langaði að kaupa miklu meira. Mig klæjar svo í bruggputtana.

Stefni á að eiga allavega 10-12 mismunandi bjóra á flöskum í okt/nóv.

Gerði þetta svona til gamans til að æsa menn upp og fara að brugga.