Page 1 of 2
Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 13. Aug 2012 23:20
by ulfar
Á menningar,,nótt" mun Fágun halda sitt árlega kútapartí milli kl 14:00 og 18:00 á Klambratúni. Félagsmenn munu bjóða upp á það sem þeir kunna best að gera auk þess sem grillaðar verða pylsur fyrir gesti og gangandi. Allir eru velkomnir og þeir sem vilja kynna vini og fjölskyldu fyrir skemmtilegu áhugamáli ættu að nýta tækifærið. Ekki verður rukkað fyrir pylsurnar en tekið verður á mót frjálsum framlögum.
kv. stjórnin
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 13. Aug 2012 23:31
by gosi
Klambratún?
Fuck ég hlakka til. Ætla að mæta ferskur.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 14. Aug 2012 09:07
by halldor
Já gleðin verður á Klambratúni við útigrillið og rólurnar.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 14. Aug 2012 09:53
by helgibelgi
Ég kemst því miður ekki, en ég plataði Bjarka til að mæta með kút frá mér samt sem áður!
Þannig að þið fáið hveitibjór frá mér

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 15. Aug 2012 08:27
by ulfar
Snillingur!
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 15. Aug 2012 10:42
by halldor
Það er ekki úr vegi að telja upp þann bjór sem verður á boðstólnum
Þýskur hveitibjór
Hveitibjór með rifsberjum
Vanillu Stout
American Pale Ale
Belgian Tripel/Blond
og eitthvað fleira

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 15. Aug 2012 10:47
by bjarkith
Rauchkölsch Helles
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 15. Aug 2012 12:02
by sigurdur
Ohhh snilld .. hlakka til að kíkja...!

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 15. Aug 2012 18:22
by arnarb
Hlakka til að mæta með fjölskylduna.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 05:32
by noname
á ég að mæta með myndavélina ?
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 14:21
by bjarkith
Hvernig hafið þið verið að kæla kútana?
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 16:23
by halldor
noname wrote:á ég að mæta með myndavélina ?
Um að gera að taka myndavélina með. Eflaust nóg af skemmtilegu myndefni þarna.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 16:26
by halldor
bjarkith wrote:Hvernig hafið þið verið að kæla kútana?
Við höfum bara reynt að klára þá áður en bjórinn verður volgur
Við höfum ekki verið að kæla þá neitt á staðnum. Annars er eflaust nóg að vefja flísteppi utan um kaldan kút til að takmarka hitatap.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 18:34
by bjarkith
Humm, ég er í smá vandræðum þá, þar sem ég er að vinna alveg fram að kútapartýinu og hef enga aðstöðu til þess að kæla kútana, verð að finna einhverja sniðuga lausn.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 18:47
by sigurdur
Ég sá ísskáp (sem virkar) í góða hirðinum í dag á 9000 .. getur keypt hann og skellt kútunum í hann.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 16. Aug 2012 19:13
by bjarkith
hehe, ekki alveg viss um að ég sé til í að splæsa 9000kr til að halda bjórnum köldum þarna, verð bara að mæta með kælibox og ís.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 17. Aug 2012 14:29
by halldor
bjarkith wrote:Humm, ég er í smá vandræðum þá, þar sem ég er að vinna alveg fram að kútapartýinu og hef enga aðstöðu til þess að kæla kútana, verð að finna einhverja sniðuga lausn.
Ef þú getur skutlað kútnum til mín í kvöld skal ég henda honum inn í ísskáp hjá mér. Ég bý þarna rétt hjá Klambratúni. Ég sendi símanr. í PM
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 17. Aug 2012 14:36
by bjarkith
Sæll, ég er búinn að redda þessu, fékk bróðir minn sem verktaka, hann ætlar að sækja þá fyrir mig heim og skutla þeim á staðinn svo þeir geti verið í kæli fram að kútapartýinu, ég mæti samt aðeins seinna þar sem sú sem ætlar að vinna fyrir mig mætir um 14:30.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 17. Aug 2012 18:20
by halldor
Glæsilegt.
Hvernig er það annars... eru menn ekkert orðnir spenntir?
Við erum búnir að kaupa haug af hágæða grillpyslum frá Kjötpól, Svala fyrir börnin og auðvitað öll áhöld og ílát fyrir veitingarnar.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 20. Aug 2012 09:00
by halldor
Vá hvað þetta var gaman. Takk kærlega fyrir samveruna þið öll sem mættuð.
Frábær bjór, frábær félagsskapur og ótrúlega flott veður. Hvað er hægt að biðja um meira

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 20. Aug 2012 21:42
by Hrotti
Takk kærlega fyrir daginn. Algjört snilldarveður og fjöður í hattinn fyrir Fágun.
Endilega berið þakkir til ykkar gesta sem mættu á viðburðinn. Baukurinn var svo stútfullur að hann greiddi nánast allan kostnaðinn fyrir daginn sem gerir okkur töluvert auðveldara fyrir að halda svona skemmtilegheit.
Þess má geta að við fengum tvo saudi riyal seðla í söfnunarbaukinn. Veit ekki alveg hvað ég á að gera við þá

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 20. Aug 2012 23:53
by noname
Hrotti wrote:Takk kærlega fyrir daginn. Algjört snilldarveður og fjöður í hattinn fyrir Fágun.
Endilega berið þakkir til ykkar gesta sem mættu á viðburðinn. Baukurinn var svo stútfullur að hann greiddi nánast allan kostnaðinn fyrir daginn sem gerir okkur töluvert auðveldara fyrir að halda svona skemmtilegheit.
Þess má geta að við fengum tvo saudi riyal seðla í söfnunarbaukinn. Veit ekki alveg hvað ég á að gera við þá

ætti að vera hægt að skipta þeim
en verð að fara að manna mig upp í að vinna myndirnar sem að ég tók
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 21. Aug 2012 01:02
by viddi
Tek undir - virkilega vel heppnað. Hafði mjög gaman af þessum hittingi. Þakka fyrir mig.
Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 21. Aug 2012 07:11
by sigurdur
Mjög fjörugur hittingur .. og ROSALEGA vel sótt!
Takk innilega fyrir mig - og veitingarnar auðvitað..!!

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 18. ágúst kl 14:00
Posted: 21. Aug 2012 22:00
by Feðgar
Takk kærlega fyrir okkur, frábær samkoma.
Nú verðum við feðgarnir að fara að sinna áhugamálinu af krafti. Þessi kegarator var snilld. Við VERÐUM að eiga svona hehe