BeerSmith og Dropbox vandamál
Posted: 6. Aug 2012 12:25
Ég nota BeerSmith á 3 mismunandi tölvum og Dropbox til að hafa aðgang að öllum uppskriftum og gögnum frá öllum tölvunum. Um daginn vann ég heilmikla vinnu í uppskriftum og uppsetningu og brá því þegar ég sá að öll sú vinna var týnd daginn eftir. Ástæðan er örugglega sú að Dropbox hafði einhvern vegin syncað vitlaust innihaldið á þessum 3 tölvum. En ég vildi deila með ykkur hvernig málið leystist ef aðrir skildu lenda í því sama.
Dropbox geymir ekki bara skjöl heldur allar fyrri útgáfur. Það er hægt að nálgast fyrri útgáfur með því opna web browser á dropbox.com, sign in og finna skjalið sem á að endurheimta. Þar er hægrismellt á skjalið og valið Previous version. Þá kemur upp breytingasaga skjalsins og hægt að endurheimta hvaða útgáfu sem er. Einnig er hægt að hægri smella á skjalið í Windows Explorer og velja Previous version, en ég mæli ekki með því. Breytingasagan virðist lakari í því viðmóti.
Skjölin sem ég þurfti að endurheimta hétu Recipe.bsmx, grain.bsmx, Equipment.bsmx, Mash.bsmx og opts.xml. Þar með var málið leyst.
Dropbox geymir ekki bara skjöl heldur allar fyrri útgáfur. Það er hægt að nálgast fyrri útgáfur með því opna web browser á dropbox.com, sign in og finna skjalið sem á að endurheimta. Þar er hægrismellt á skjalið og valið Previous version. Þá kemur upp breytingasaga skjalsins og hægt að endurheimta hvaða útgáfu sem er. Einnig er hægt að hægri smella á skjalið í Windows Explorer og velja Previous version, en ég mæli ekki með því. Breytingasagan virðist lakari í því viðmóti.
Skjölin sem ég þurfti að endurheimta hétu Recipe.bsmx, grain.bsmx, Equipment.bsmx, Mash.bsmx og opts.xml. Þar með var málið leyst.