Page 1 of 1

BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 6. Aug 2012 12:25
by kalli
Ég nota BeerSmith á 3 mismunandi tölvum og Dropbox til að hafa aðgang að öllum uppskriftum og gögnum frá öllum tölvunum. Um daginn vann ég heilmikla vinnu í uppskriftum og uppsetningu og brá því þegar ég sá að öll sú vinna var týnd daginn eftir. Ástæðan er örugglega sú að Dropbox hafði einhvern vegin syncað vitlaust innihaldið á þessum 3 tölvum. En ég vildi deila með ykkur hvernig málið leystist ef aðrir skildu lenda í því sama.

Dropbox geymir ekki bara skjöl heldur allar fyrri útgáfur. Það er hægt að nálgast fyrri útgáfur með því opna web browser á dropbox.com, sign in og finna skjalið sem á að endurheimta. Þar er hægrismellt á skjalið og valið Previous version. Þá kemur upp breytingasaga skjalsins og hægt að endurheimta hvaða útgáfu sem er. Einnig er hægt að hægri smella á skjalið í Windows Explorer og velja Previous version, en ég mæli ekki með því. Breytingasagan virðist lakari í því viðmóti.

Skjölin sem ég þurfti að endurheimta hétu Recipe.bsmx, grain.bsmx, Equipment.bsmx, Mash.bsmx og opts.xml. Þar með var málið leyst.

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 6. Aug 2012 13:17
by helgibelgi
töff, ertu bara einn í þessu eða er þetta leið til að allir í brugghópnum hafi aðgang að sömu uppskriftum eða?

Væri ekki annars hægt að uploada uppskriftum á beersmith.com? Minnir að það sé eitthvað svoleiðis í boði.

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 6. Aug 2012 13:27
by kalli
Nei, þetta Dropbox er bara fyrir mig prívat og persónulega. Þú getur sjálfur fengið Dropbox reikning til að nota á sama hátt. Kostar ekki krónu.

Hinsvegar gæti Fágun (eða þú eða ég) líka stofnað Dropbox reikning til að við getum deilt BeerSmith uppskriftum á einfaldan hátt...

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 6. Aug 2012 15:13
by helgibelgi
Ég held að þetta sé bara mjög góð hugmynd hjá þér!!

Get ég látið inn uppskrift, sem er tjúnuð á mínar græjur væntanlega, sem þú getur svo tekið og opnað í þínu BS? þeas þannig að BS færi hana yfir á þínar græjur eða er það of flókið kannski?

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 7. Aug 2012 10:48
by sigurdur
Það er of flókið fyrir Beersmith .. ekkert minna en "manual labor" til að stilla hana inn á aðrar græjur.

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 8. Aug 2012 22:23
by kalli
helgibelgi wrote:Ég held að þetta sé bara mjög góð hugmynd hjá þér!!

Get ég látið inn uppskrift, sem er tjúnuð á mínar græjur væntanlega, sem þú getur svo tekið og opnað í þínu BS? þeas þannig að BS færi hana yfir á þínar græjur eða er það of flókið kannski?
Takk fyrir það :-)

Ég hef gert þetta nokkrum sinnum að skalera milli grjæja, bæði minna eigin og frá öðrum aðila í DK. Það hefur verið í lagi. Ég get sent þér uppskrift ef þú vilt og þú prófað að breyta um græju.

Til að það verði í lagi þarf að velja Scale Recipe og breyta um græju þar, ekki inni í uppskriftinni sjálfri.

Re: BeerSmith og Dropbox vandamál

Posted: 8. Aug 2012 22:25
by kalli
sigurdur wrote:Það er of flókið fyrir Beersmith .. ekkert minna en "manual labor" til að stilla hana inn á aðrar græjur.
Sjá svar hér að ofan.

Annars tók ég stikkprufu áðan og handreiknaði humla og malt fyrir aðra græju. Það var góð svörun við útreikninga BeerSmith. Munaði 5% á humlum og minna á malti.