Page 1 of 1
Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger
Posted: 19. Jul 2009 00:24
by sigurdur
Þar sem að ég er búinn að tappa á flöskur fyrstu brugguninni minni með aðstoð vinar, Coopers Draught (áman), þá langar mig að lýsa næsta verkefni, forhumlað malt úrtak (extract) með lager keim, en ölger notað til að gerja.
Mig langaði helst að spyrja hvort að einhver er búinn að prófa þetta eða svipað verkefni?
Re: Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger
Posted: 19. Jul 2009 05:04
by Hjalti
Ég notaði akkúrat þetta kit og coopers gerið.
Gerjaði við 17 gráðu hita og útkoman varð allt í lagi. Ekki spes en alveg drekkandi.
Lagerinn verður rosalega sætur þegar hann er gerjaður svona þannig að maður verður að passa sig pínu á hitastiginu.
Re: Forhumlað Malt úrtak frá Coopers (general lager) plús ölger
Posted: 19. Jul 2009 10:29
by sigurdur
Ég hef svolítinn áhuga á því að sjá hvað verður úr þessu með að nota ölger í staðinn fyrir coopers lagergerið. Ég keypti um daginn ölger, en gleymdi að kaupa þrúgusykur (fæst kanski í apótekinu) þannig að ég byrja ekki á þessu fyrr en á morgun líklegast.