Page 1 of 1

Sverige

Posted: 26. Jul 2012 13:01
by helgibelgi
Sælir gerlar

Ég er að fara að flytja til Svíþjóðar núna í ágúst og verð þar í hálft ár. Mig langaði að spyrja ykkur hvort þið vissuð um skemmtilega staði tengda bjór í Svíþjóð/Noregi/Danmörku???

Ég er að pæla í að halda uppi bloggi um upplifun mína á sænsku öli og væri fínt að gera smá "research" áður en haldið er af stað.

Hvað er fyrsti bjórinn sem þið myndið fá ykkur í Svíþjóð? og Hvar fæst hann?

Hvar eru bestu barirnir í Svíþjóð?

Re: Sverige

Posted: 27. Jul 2012 23:57
by rdavidsson
helgibelgi wrote:Sælir gerlar

Ég er að fara að flytja til Svíþjóðar núna í ágúst og verð þar í hálft ár. Mig langaði að spyrja ykkur hvort þið vissuð um skemmtilega staði tengda bjór í Svíþjóð/Noregi/Danmörku???

Ég er að pæla í að halda uppi bloggi um upplifun mína á sænsku öli og væri fínt að gera smá "research" áður en haldið er af stað.

Hvað er fyrsti bjórinn sem þið myndið fá ykkur í Svíþjóð? og Hvar fæst hann?

Hvar eru bestu barirnir í Svíþjóð?
Vinkona mín sem er mikil bjóráhugakona sagði mér að það væri algjört möst að fara á Pressklubben í Svþíþjóð, það er víst að vera mjög flottur bjórstaður

http://www.pressklubben.se/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sverige

Posted: 29. Jul 2012 13:04
by helgibelgi
ok, næs, reyni að tékka á þessum við tækifæri. Þetta virkar meira eins og veitingastaður en bar. Fer þangað með swmbo :)

Re: Sverige

Posted: 1. Aug 2012 22:08
by helgibelgi
Enginn sem hefur kannað bjórmenninguna í Svíþjóð eða þar nálægt??

Re: Sverige

Posted: 3. Aug 2012 21:10
by palmfrodur
Ef þú ert að tala um bari þá eru hér 3 góðir allir í Stokkhólmi:

Monks cafe Munkbron 11 (Í mjög skemmtilegu húsnæði)
Oliver Twist, Repslagargatan 6
Akkurat, Hornsgatan man ekki nr hvað

Og ef þú átt leið um köben þá er það að sjálfsögðu Mikkellers á Victoriagade í Vesterbro, svo er einn áhugaverður staður á gothersgade "den tatoverede enke" sem er með slatta af belgískum bjór en fullt af öðrum minna þekktum líka með mjög gott úrval af bjór frá hinum ýmsu microbrewerium dæmi um slíkan stað er Lord Nelson (Hyskenstræde 9) rétt útaf strikinu

Ef þú ætlar að brugga bjór þá er ansi gott úrval af netverslunum bæði í Danmörku og Svíþjóð. Maltbazeren og Brygladen eru helstu í DK að mínu mati hef pantað frá báðum og mjög gott úrval þar. Þekki eina í Svíþjóð humlegarden humle.se hef ekki pantað þaðan en virðast hafa fínt úrval. Ég er búsettur í DK þannig að það hefur ekki verið nein ástæða að panta þaðan var þó næstum búin að gera það um daginn þar sem þeir áttu ger sem mig vantaði en þá kom það í hús hjá maltbazarnum daginn eftir.

Re: Sverige

Posted: 4. Aug 2012 16:34
by helgibelgi
Ég ætla ekki að brugga neitt þar sem ég verð aðeins í 6 mánuði þarna og á stúdentagörðum. Planið er að smakka sem mest þarna úti, helst bjóra frá sænskum, norskum og dönskum micro-brugghúsum. Ég verð í smábæ sem heitir Karlstad og er í svipaðri fjarlægð frá Stokkhólmi, Osló og Köben (kannski örlíið lengra í Köben). Ég ætla að ferðast þarna alls staðar í kring og hugsanlega lengra til eystrasaltslandanna líka.

Takk kærlega fyrir info'ið, mun skrifa þetta niður hjá mér og heimsækja þessa staði.