Page 1 of 1
Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 20. Jul 2012 10:15
by Idle
Nú eru myndir minnkaðar sjálfkrafa, hvort sem linkað er í myndir hýstar annarsstaðar, eða þeim hlaðið upp sem viðhengjum. Viðmiðið er 640x480 px. Smá dæmi hér á eftir.
Uppfært: Mér þótti 640x480px heldur stórt, jafnvel í 1920x1080 upplausn. Lækkaði því viðmiðið niður í 480x320px.
Nú virkar þetta einnig á viðhengi.

Re: Smá snurfus á myndainnsetningum
Posted: 20. Jul 2012 13:06
by sigurdur
Algjör snilld!
Re: Smá snurfus á myndainnsetningum
Posted: 20. Jul 2012 15:30
by gunnarolis
Gott framtak, ég varð lamaður í úlnliðnum í 2 vikur eftir Lambic póstinn og Sölusíðu Gunnsa.
Re: Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 21. Jul 2012 12:16
by Idle
Var að klára að uppfæra megnið af þemanu fyrir phpBB 3.0.10. Vantaði ýmislegt orðið inn í þetta.
Í leiðinni setti ég upp reCAPTCHA í von um að það fækki nýskráningum spambotta enn meira.
Svo er ég að vinna í "þakkarmálinu", þannig að hægt sé að þakka fyrir innlegg og safna stigum.

Re: Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 21. Jul 2012 14:12
by bergrisi
Sá "Thanks" takkann. Þetta verður flott. Vonandi skemmdi ég ekkert með að prófa hann strax. Það er svona þegar maður kíkir á síðuna á klukkutíma fresti.
Þetta er flott framtak hjá þér.

Re: Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 21. Jul 2012 17:39
by hrafnkell
Er hægt að tengja "þakkirnar" við póstinn sem er verið að þakka fyrir? Það myndi vekja athygli á sérstaklega góðum póstum og gera rating á þráðum redundant. Hef séð þetta þannig á öðrum spjallborðum, en það er hugsanlega vbulletin, ekki phpbb.
Re: Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 21. Jul 2012 17:45
by Idle
Bergrisi: Um að gera að prófa og fikta, og tilkynna galla eða hugmyndir hér.
Hrafnkell: Já, ég tók mér smá pásu í dag, og þess vegna er þetta ekki lengra á veg komið. Hef aldrei unnið með phpBB áður, svo ég er aðeins lengur að komast inn í umgjörðina. Verið bara duglegir að refresha, þetta kemur allt hægt og rólega.

Re: Smá snurfus á myndainnsetningum og fleira
Posted: 22. Jul 2012 13:21
by Idle
Ef þið skoðið "Thanks Toplist" efst á síðunni, er hægt að sjá sundurliðun fyrir umræðuflokk, þræði og pósta.
Ef þið skoðið prófílinn ykkar, getið þið séð hverjum þið hafið þakkað fyrir hvað, og hverjir hafa þakkað ykkur fyrir hvað (á eftir að snyrta útlitið á þessu, ásamt ýmsu öðru).
Uppfært: Undir UCP -> Board preferences -> Edit global settings eru tvær nýjar stillingar. Hægt er að fá sendar tilkynningar í PM og/eða tölvupósti ef einhver þakkar ykkur fyrir innlegg í umræður.
Stjörnugjöfin og einkunnin eru einnig orðnar sjáanlegar á fleiri stöðum.
Ég á auðvelt með að gleyma mér þegar ég er kominn í gírinn... Gott lykilorð er gulls ígildi!

- password-meter.PNG (4.6 KiB) Viewed 17517 times