Page 1 of 1
HB - Hofbrau München
Posted: 18. Jul 2009 12:13
by Hjalti
Sá að þessi var kominn í ríkið þannig að ég ákvað að slá til. Frekar dýr 539 kr. fyrir 0,5L flösku þannig að þetta er nú bara sparilager
Ótrúlegt að drekka þennan bjór. Hellti honum í frekar stór glas og hann hellist fullkomlega, freyðir alveg upp að kanti og er svo ljós og tær að ég hef bara ekki séð annað eins. Hann er næstumþví á litinn eins og vatn. (Sem ég hélt væri ekki neitt jákvætt)
Samt sem áður þá er þetta alvöru Münchner Bier og þetta er einn ferskasti og besti lager sem ég hef verslað úr ríkinnu.
Þessi fær góðar 8 stig af 10 hjá mér og fer í sparihilluna. Vonandi fara þeir að taka in Lövenbrau Urtyp og einhverja svoleiðis bjóra næst. Það skal ég sko kaupa!
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 18. Jul 2009 14:29
by arnilong
Ummmm, ég verð að fá mér þennan þegar ég versla næst. Ég smakkaði þennan ca. 2004 og man hvað hann var einstaklega mjúkur í munni, nánast eins og það væri rjómi í honum. Ég varð samt fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með Märzen bjórinn frá Hofbräu.
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 2. Aug 2009 00:34
by halldor
Hvar fékkstu þennan Hjalti?
http://www.vinbud.is" onclick="window.open(this.href);return false; segir að hann fáist ekki í neinni verslun.
Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 2. Aug 2009 01:18
by Idle
Anchor Liberty Ale keypti ég í vínbúðinni á Akureyri fyrir um tveim mánuðum síðan. Bragðdauft gutl, fannst mér.
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 3. Aug 2009 20:17
by Hjalti
halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?
http://www.vinbud.is" onclick="window.open(this.href);return false; segir að hann fáist ekki í neinni verslun.
Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Fékk hann nú bara uppi í heiðrúnu.
Hann er samt á vinbud.is
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=12687" onclick="window.open(this.href);return false; (Samt ekki til neinstaðar stendur)
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 21. Aug 2009 06:09
by nIceguy
halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?
Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Sæll, samkvæmt Elg sem flytur þetta inn þá á það að vera komið í hillurnar. Anchor Liberty og Steam Beer ásamt nýjum Samuel Adams bjór.
kv
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 21. Aug 2009 11:08
by Hjalti
Ertu á póstlista hjá Elg s.s.?
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 21. Aug 2009 13:26
by halldor
nIceguy wrote:halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?
Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Sæll, samkvæmt Elg sem flytur þetta inn þá á það að vera komið í hillurnar. Anchor Liberty og Steam Beer ásamt nýjum Samuel Adams bjór.
kv
Ég er nú þegar búinn að versla mér tvo Anchor Liberty og voru þeir hverrar krónu virði (439 kr. stk). Ég veit ekki hver þessi nýi Sam Adams á að vera, það er allavega mánuður síðan Summer Ale kom og er hann alveg hreint ágætur... svipar aðeins til Freyju frá Ölvisholti.
Ég á einn Duchesse de Bourgogne heima sem ég keypti í Belgíu en vonandi finn ég hann næst þegar ég fer í Heiðrúnu

Re: HB - Hofbrau München
Posted: 21. Aug 2009 20:34
by Andri
Eg var að fíla Samuel Adams summer ale, stórgóður bjór sem hentar vel þegar maður situr í sólinni og hugar að grillinu
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 30. Aug 2009 22:48
by Oli
tæmdi þennann úr hillunni í Heiðrúnu fyrir helgi, einn besti lagerinn sem er í boði hér á landi að mínu áliti.
Re: HB - Hofbrau München
Posted: 1. Oct 2009 08:06
by dadi
Sælir,
Sá þarna pælingar með tvo gaura. Næstu tveir Sam Adams, þ.e. Októberfest átti að koma 20. september og Honey Porter (ef ég man rétt) átti að koma þá EÐA 20. október. Svo átti Duchesse að koma einhvern tímann um páskana þannig að ég er búinn að gefa upp alla vona þar hehe.
Annars varð ég nú fyrir vonbrigðum með Hofbrau-inn eiginlega. Rosalega "venjulegur". Kannski af því að ég var búinn að horfa á hann svolítið lengi og langa í hann og fannst Októberfest frá þeim frekar góður á sínum tíma.